Gylfi allt í öllu í sigri Everton Magnús Ellert Bjarnason skrifar 10. febrúar 2018 17:15 Gylfi í leik með Everton. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson átti einn sinn besta leik í búningi Everton í dag þegar hann skoraði mark og lagði annað upp í 3-1 sigri liðsins á Crystal Palace í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var vart hafinn þegar Gylfi skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í Everton yfir. Við það mark óx Everton ásmegin og tók öll völd í leiknum. Oumar Niasse, sem lagði upp mark Gylfa, jók forystu Everton fimm mínútum síðar með flottu skallamarki. Miðjumaðurinn Tom Davies gulltryggði sigur heimamanna á 75. mínútu eftir að Gylfi hafð gert vel í að koma boltanum á hann úr þröngri stöðu. Luka Milivojevic minnkaði muninn fyrir gestina úr víti en þar við sat. Lokatölur 3-1 og þægilegur sigur Everton niðurstaðan. Everton er í 9. sæti deildarinnar eftir sigurinn með 34 stig, tveimur stigum á eftir hinu Íslendingaliðinu Burnley sem tapaði óvænt 1-0 á útivelli gegn Swansea í dag. Enski boltinn
Gylfi Þór Sigurðsson átti einn sinn besta leik í búningi Everton í dag þegar hann skoraði mark og lagði annað upp í 3-1 sigri liðsins á Crystal Palace í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik og var staðan markalaus þegar liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var vart hafinn þegar Gylfi skoraði laglegt mark og kom heimamönnum í Everton yfir. Við það mark óx Everton ásmegin og tók öll völd í leiknum. Oumar Niasse, sem lagði upp mark Gylfa, jók forystu Everton fimm mínútum síðar með flottu skallamarki. Miðjumaðurinn Tom Davies gulltryggði sigur heimamanna á 75. mínútu eftir að Gylfi hafð gert vel í að koma boltanum á hann úr þröngri stöðu. Luka Milivojevic minnkaði muninn fyrir gestina úr víti en þar við sat. Lokatölur 3-1 og þægilegur sigur Everton niðurstaðan. Everton er í 9. sæti deildarinnar eftir sigurinn með 34 stig, tveimur stigum á eftir hinu Íslendingaliðinu Burnley sem tapaði óvænt 1-0 á útivelli gegn Swansea í dag.