Enski boltinn

Chelsea eyddi tíu milljörðum í um­boðs­menn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho fagnar marki fyrir Chelsea en það hefur kostað sitt að setja saman núverandi leikmannahóp og það sést vel á greiðslum til umboðsmanna.
Jadon Sancho fagnar marki fyrir Chelsea en það hefur kostað sitt að setja saman núverandi leikmannahóp og það sést vel á greiðslum til umboðsmanna. Getty/Harry Murphy

Chelsea og Manchester City eyddu langmestu í umboðsmenn af liðunum í ensku úrvalsdeildinni.

Nýjar tölur frá enska knattspyrnusambandinu sýna að ensku úrvalsdeildarliðin eyddu alls fjögur hundruð milljónum punda í gjöld til umboðsmanna en það gera meira en 67,5 milljarðar íslenskra króna.

Hér er átt við öll viðskipti ensku félaganna frá 2. febrúar 2024 til 3. febrúar 2025 eða bæði sumarglugginn 2024 og janúarglugginn 2025.

Chelsea er á toppnum einu sinni sem oftar. Leikmannaviðskipti Chelsea þýddu að umboðsmenn fengu 60,4 milljónir punda frá þeim eða meira en tíu milljarða.

Chelsea keypti hvern leikmanninn á fætur öðrum á þessum tíma og vakti athygli fyrir að gera mjög langa samninga við þá til að geta dreift kaupverðinu á mörg ár. Allt til þess að vera innan marka hvað varðar fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar.

Manchester City er í öðru sæti en umboðsmenn fengu 52,1 milljón frá City eða tæpa 8,8 milljarða.

Þessi lið skera sig nokkuð úr en í þriðja sæti er Manchester United með 33 milljónir punda í umboðsmenn.

Arsenal er i sjötta sæti og Liverpool er í sjöunda sæti.

Hér fyrir neðan má sjá allan listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×