Farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 12:27 Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Vísir/ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Dómari tekur afstöðu til kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæslu síðar í dag. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að rannsókn málsins miði vel og sé langt komin. Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Árni segir þó of snemmt að segja til um hvað komi út úr því. Þeir einstaklingar sem kært hafa manninn tengjast honum vina-eða fjölskylduböndum og voru ekki skjólstæðingar hans í störfum hans hjá barnavernd, að sögn Árna. Um fjörutíu manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar. Tengdar fréttir Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um kynferðisbrot gegn börnum. Ekki fást upplýsingar um það frá ákærusviði lögreglunnar hversu langs varðhalds verður krafist en maðurinn hefur setiði í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Dómari tekur afstöðu til kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæslu síðar í dag. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir að rannsókn málsins miði vel og sé langt komin. Alls hafa átta kærur borist lögreglu vegna mannsins en auk þeirra er lögregla að skoða eitt mál til viðbótar sem er frá því fyrir aldamót. Árni segir þó of snemmt að segja til um hvað komi út úr því. Þeir einstaklingar sem kært hafa manninn tengjast honum vina-eða fjölskylduböndum og voru ekki skjólstæðingar hans í störfum hans hjá barnavernd, að sögn Árna. Um fjörutíu manns hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Upphaflega var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok janúar að ungur maður hefði kært manninn fyrir áralöng kynferðisbrot gegn sér þegar hann var barn. Kæran barst lögreglunni í ágúst en rannsókn á málinu hófst ekki fyrr en um fimm mánuðum síðar. Hefur það mjög verið gagnrýnt hversu langur tími leið frá því kæra barst og þar til rannsókn hófst en vinnuveitandi mannsins, barnavernd Reykjavíkur, var ekki látin vita af kærunni fyrr en degi áður en hann var handtekinn. Lögregla sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem greint var frá því að Karl Steinar Valsson, sem mun taka við starfi Gríms Grímssonar sem yfirmaður miðlægrar rannsóknarlögreglu, muni fara fyrir tveimur hópum innan embættis lögreglu til að rannsaka meðferð málsins og vinna að frekari greiningu á þeim 170 málum sem enn bíða rannsóknar kynferðisbrotadeildar.
Tengdar fréttir Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40 Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00 Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11 Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Lögreglan harmar mistök í máli starfsmanns barnaverndar Í yfirlýsingu segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að skoðað verði hvað fór úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á manninum. 2. febrúar 2018 16:40
Brotaþoli starfsmanns barnaverndar: „Kerfið brást mér“ Brotaþoli og fjölskylda hans létu lögreglu og barnayfirvöld sérstaklega vita af kynferðisbrotum til að koma í veg fyrir að maðurinn ynni áfram með börnum. Honum var ekki vikið úr starfi fyrr en fimm árum síðar. 3. febrúar 2018 19:00
Harmi slegin vegna „kerfisbundins getuleysis lögreglu í málinu“ Réttargæslumaður piltsins sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni Barnaverndar segir piltinn og fjölskyldu hans ósátt við skýringar lögreglu á því af hverju rannsókn dróst á langinn. 3. febrúar 2018 13:11
Um starfsmann barnaverndar: „Hann byrjaði að kenna manni að þrífa sjálfan sig“ Ungur maður sem lagði fram kæru í ágúst síðastliðnum gegn starfsmanni barnaverndar segir manninn sérlega góðan að vinna sér inn traust og trúnað barna. 4. febrúar 2018 18:45