Geir: Framkoma HSÍ gagnvart mér fyrir neðan allar hellur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. febrúar 2018 17:39 Geir á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. vísir/afp Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Fráfarandi landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, Geir Sveinsson, var allt annað en sáttur við HSÍ í löngu spjalli við Hjört Hjartarson í Akraborginni í dag. „Það er mikið búið að gerast í vikunni. Ráðning Guðmundar kom mér ekki á óvart. Ég átti ekki von á öðru. Þetta hefur legið lengi í loftinu. Þessi umræða með Guðmund og landsliðið var komin inn í handboltaheiminn í desember. Svona sögur fara ekki í gang út af engu. Ég trúi því ekki að viðræður HSÍ við Guðmund hafi farið í gang eftir að ég átti minn fund með HSÍ á dögunum. Það er ljóst að viðræðurnar voru löngu farnar í gang,“ sagði Geir beittur er hann talaði um þann orðróm að HSÍ hefði verið fyrir löngu síðan búið að ræða við Guðmund Guðmundsson um að taka við landsliðinu. Hann er ekki sáttur við vinnubrögð Handknattleikssambandsins í þessum þjálfaramálum. „Mér finnst svona framkoma vera fyrir neðan allar hellur. Ég hef beðið um svör varðandi mín mál síðan í júní. Hvort það væri áhugi á því að halda mér. Þessi framkoma HSÍ gagnvart mér er fyrir neðan allar hellur. Miðað við það sem á undan er gengið kemur þessi framkoma formanns HSÍ mér ekki á óvart. Það sem kemur mér aftur á móti á óvart er að stjórn HSÍ skuli kvitta upp á þessi vinnubrögð.“Geir á æfingu með landsliðinu.vísir/hannaGeir fundaði með stjórn HSÍ í síðustu viku og bað síðan um skýr svör og það sem fyrst. „Þeim hefði verið í lófa lagið eftir þann fund að tilkynna mér að þeir ætluðu að fara í viðræður við Guðmund. Það hefði verið það minnsta sem þeir gátu gert. Ég hringdi svo í helstu menn og bað þá bara um að segja mér þetta. Hver staðan væri. Mér fannst ég eiga það skilið eftir að hafa beðið í átta mánuði eftir svörum. Svona framkoma er ekki nokkrum manni boðleg,“ segir þjálfarinn en hann segist hafa hafnað tilboði frá Porto í Portúgal og frá öðru landsliði síðasta sumar. Það var ljóst á máli Geirs að samskipti hans og Guðmundar B. Ólafssonar, formanns HSÍ, hafa ekki verið eins og þau eiga að vera. „Samningaviðræðurnar er ég tók við gengu ekki vel. Mér fannst þær vera vondar og ég ræddi það hreinskilnislega við formanninn. Sagði við þyrftum að eiga betri umræður og stíga meira í takt. Það gerðist aldrei. Það var aldrei slæmt á milli okkar en það var aldrei gott. Við settumst aldrei almennilega niður til þess að ræða handboltann. Formaðurinn sýndi því aldrei áhuga. Frá síðasta sumri hafa samskiptin verið með eindæmum slæm. Ég sendi honum til að mynda marga tölvupósta sem hann svaraði aldrei. Hann sagði á blaðamannafundinum með nafna sínum að sambandið við mig hefði verið í lagi. Ég velti því þá fyrir mér hvernig slæmt samband er þá hjá honum,“ segir Geir en hann er á því að ráðning Guðmundar hafi verið í kortunum fyrir löngu síðan. „Ég leyfi mér að kalla þetta leikrit og það lélegt leikrit sem hefur verið í gangi.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00 Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15 Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28 HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30 Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Geir: Ég vildi ráða markmannsþjálfara en HSÍ dró bara lappirnar Geir Sveinsson tjáir sig í fyrsta sinn eftir að Guðmundur Guðmundsson var ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handbolta í stað Geirs. 8. febrúar 2018 08:00
Formaður HSÍ segist ekki hafa rætt við Guðmund fyrir EM Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var hæstánægður með að hafa landað Guðmundi Þórði Guðmundssyni sem nýjum landsliðsþjálfara í dag. 6. febrúar 2018 17:15
Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða Guðmund Landsliðsmálin voru rædd í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar sagðist Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan, vera nokkuð viss um að Guðmundur Guðmundsson myndi taka við íslenska landsliðinu. 2. febrúar 2018 08:28
HSÍ fundaði með Geir en vill einnig ræða við Guðmund Geir Sveinsson fór yfir málin á fundi með stjórn HSÍ í gær. 31. janúar 2018 10:30
Formaður HSÍ náði ekki í Geir Segir að ekki hafi verið um uppsögn að ræða enda hafi samningur Geirs Sveinssonar verið útrunninn. 6. febrúar 2018 16:46
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða