Voru ekki látnir vita að fluginu var aflýst Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. febrúar 2018 10:37 Hópurinn átti bókað flug með Flugfélagi Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect. Vísir/Anton Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur. Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira
Air Iceland Connect hefur verið gert að greiða hverjum og einum í hópi erlendra ferðamanna 250 evrur, um 30 þúsund krónur, í skaðabætur vegna þess að flugi þeirra frá Reykjavíkur til Ísafjarðar var aflýst. Ferðamennirnir voru ekki látnir vita af því að fluginu hafði verið aflýst.Í úrskurði Samgöngustofu í málinu kemur fram að ferðamennirnir hafi átt bókað ferðalag til Íslands með ferðaskrifstofunni Iceland ProTravel. Hluti þessa ferðalags var flugferð frá Reykjavík til Ísafjarðar og baka. Brottför frá Reykjavík var áætluð 14. júní 2016 klukkan 21.30. Þar kemur fram að Air Iceland Connect, sem hét þá Flugfélag Íslands, hafi tilkynnt ferðaskrifstofunni um aflýsingu flugsins 19. maí 2016 eða með 27 daga fyrirvara. Ferðaskrifstofunni láðist að tilkynna ferðamönnunum um aflýsinguna og varð ferðamönnunum ekki kunnugt um aflýsinguna fyrr en þeir voru mættir til brottfarar á Reykjavíkurflugvelli 14. júní 2016. Evrópska neytendaðstoðin aðstoðaði ferðamennina í málinu og var bent á þýskt dómafordæmi þar sem talið var að flugfélög bæru ábyrgð á tilkynningum um aflýsingu tilkynnt til farþega þó svo að flugferðin væri bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og að henni hefði í því máli verið tilkynnt um aflýsinguna til farþega. Í svari flugfélagsins við til Samgöngustofu hafnaði félagið bótaskyldu og sagði það ótækt að félagið bæri ábyrgð á því að þriðji aðili, ferðaskrifstofan í þessu tilviki, vanrækti að láta ferðamennina vita. Í úrskurði Samgöngustofu segir að ábyrgð á tilkynningu til farþega hvíli óhjákvæmilega hjá flugrekendum þar sem enginn annar aðili sé tiltekinn sem ábyrgur fyrir slíkri tilkynningu. Þá segir einnig að flugfélagið hefði hæglega getað óskað eftir upplýsingum um farþegana frá ferðaskrifstofunni til að koma skilaboðum um aflýsinguna áleiðis. Þarf því flugfélagið að greiða hverjum og einum farþega úr hópnum 250 evrur. Þó er tekið fram í úrskurðu Samgöngustofu að flugfélagið eigi mögulega rétt á endurkröfu vegna tjóns sem hann verður fyrir við að greiða skaðabætur.
Fréttir af flugi Neytendur Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Sjá meira