Hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2018 10:00 Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“ Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Seðlabankinn búist við verðbólgu á bilinu tvö til tvö komma átta prósent á næstu misserum. Hann segir að engin ástæða sé til endurfjármögnunar verðtryggðra lána þótt verðbólgan sé komin upp að markmiði Seðlabankans. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað á fundi sínum í vikunni að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Í yfirlýsingu nefndarinnar þar sem fjallað er um ástæður ákvörðunar nefndarinnar er fjallað nokkuð um verðbólguhorfur. Verðbólga í janúar jókst úr 1,9 prósentum í 2,4 prósent sem einkum má rekja til hækkunar húsnæðisverðs á landsbyggðinni. Að mati peningastefnunefndar eru horfur á að verðbólga verði nálægt markmiði á árinu.Verið fjögur ár samfellt undir markmiði Verðbólga fór undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmið Seðlabankans í febrúar 2014 og hefur hún haldist þar síðan. Núna eru hins vegar blikur á lofti því verðbólgan hækkaði í 2,4 prósent í janúar og er núna aðeins 0,1 prósentustigi frá markmiði. Þetta hefur verið tilefni til vangaveltna um hvort hún muni aðeins aukast úr þessu. Kristrún Frostadóttir aðalhagfræðingur Kviku banka velti því upp í grein í síðustu viku hvort tími lágrar verðbólgu væri liðinn en þar segir: „Hvort sem lesa eigi of mikið í þessa mælingu eða ekki eru verðbólgutölurnar ágætis afsökun til að velta því upp hvort tími lágrar verðbólgu sé nú að líða undir lok.“Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans hafnar því að tími lágrar verðbólgu sé liðinn. Hann segir að Seðlabankinn reikni með 2,0-2,8 prósenta verðbólgu á næstu misserum. Verðbólgan fór upp í 2,4 prósent í janúar og er aðeins 0,1 prósentustigi frá verðbólgumarkmiði Seðlabankans.Vísir/ÞÞEr tími lágrar verðbólgu liðinn? „Nei, ekki að okkar mati. Verðbólgan núna er 2,4 prósent sem ég held að allir Íslendingar eldri tvævetur myndu segja að væri tiltölulega lág verðbólga. Hún er bara komin í markmið okkar. Okkar verkefni er þá að tryggja að hún fari ekki langt fram úr því. Við getum ekki tryggt að hún verði alltaf nákvæmlega 2,5 prósent. Samkvæmt okkar spá sveiflast hún á bilinu 2,0-2,8 prósent á næstu misserum og það er bara ansi lág og stöðug verðbólga að okkar mati,“ segir Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Þannig að þeir sem eru með verðtryggð íbúðalán ættu ekki að endurfjármagna og færa sig í óverðtryggt? „Nei, það held ég nú ekki.“
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira