Stytting vinnuvikunnar gæti haft jákvæð áhrif á jafnrétti kynjanna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. febrúar 2018 19:45 Stytting vinnuvikunnar getur haft margvísleg jákvæð áhrif í för með sér, meðal annars á jafnrétti kynjanna að sögn lögfræðings BSRB. Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs.Reykjavíkurborg og BSRB stóðu fyrir málþingi um niðurstöðu tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar í Ráðhúsinu í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, en hún fjallaði um jafnréttisáhrif styttingar vinnuvikunnar. „þetta myndi jafna ábyrgð á svokölluðum ólaunuðum störfum, það er að segja á heimilis og umönnunarstörfum, af því að við vitum útfrá rannsóknum að ábyrgð kvenna þar er þar mun meiri en karla og það hefur áhrif á þeirra möguleika til tekna og til starfsþróunar og þetta skilar sér líka út æfina því að tekjurnar þínar hafa áhrif á ellilífeyrinn og svo framvegis,” segir Sonja í samtali við Stöð 2. Hún segir reynsluna af styttingu vinnuvikunnar í öðrum löndum verið jákvæð hvað þetta varðar, einkum í Svíþjóð og í Frakklandi, þar sem vinnuvikan hefur verið stytt. Þrátt fyrir að Ísland standi öðrum löndum framar á mörgum sviðum, á það þó ekki við í öllum tilfellum að sögn Sonju. „Þegar maður er að skoða hvern þátt fyrir sig að þá erum við í 33. sæti af 38 Löndum í samanburði OECD varðandi samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs, við erum undir meðaltali, þannig að við erum ekki einu sinni nærri toppnum í þeim málum,” segir Sonja. „Hér á landi vitum við að atvinnuþátttaka kvenna er mjög há en það er um 37% kvenna sem er í hlutastarfi sem að hefur líka áhrif á tekjur þeirra.“Ester G. Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.Vísir/SigurjónTilraunaverkefnið hófst fyrst á tveimur vinnustöðum borgarinnar árið 2015 og hefur gefist vel meðal starfsmanna þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts sem var meðal hinna fyrstu til að taka þátt í tilraunaverkefninu. „Ég hef bara heyrt ánægjuraddir,” segir Ester G. Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagsrlegri heimaþjónustu þjónustumiðsöðvarinnar. Aðspurð segir hún styttinguna ekki hafa komið niður á gæðum þjónustunnar. „Nei, við þurfum að láta allt ganga, það er enginn afsláttur á verkefnunum sem við þurfum að sinna, þjónustuþegarnir þeir fá allt sitt og við þurfum að svara erindum og vinna jafn hratt og áður,” segir Ester.Styttir vinnuvika „verði normið” Frá og með næsta mánudegi munu um 2.200 starfsmenn, eða alls um fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar á yfir hundrað vinnustöðum, taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins þar sem starfsfólk mun vinna einum til þremur klukkustundum skemur á viku, en halda óbreyttum launum. „Það er mín einlæga von að við komumst þangað sem sveitarfélag og sem samfélag að innleiðing styttingu vinnuvikunnar verði bara normið,“ segir Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. „Niðurstöður eftir fyrsta árið benda til þess að árangurinn af verkefninu sé afar jákvæður. Mælingar sýna marktækt betri líðan, aukna starfsánægju og minni veikindi. Á móti má ekki merkja að breyting sé á afköstum starfsmanna.”Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar.Vísir/Sigurjón Tengdar fréttir Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. 7. febrúar 2018 06:00 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Stytting vinnuvikunnar getur haft margvísleg jákvæð áhrif í för með sér, meðal annars á jafnrétti kynjanna að sögn lögfræðings BSRB. Þrátt fyrir að standa framarlega að vígi í jafnréttismálum er Ísland aðeins í 33. sæti af 38 löndum í samanburði OECD hvað varðar samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs.Reykjavíkurborg og BSRB stóðu fyrir málþingi um niðurstöðu tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar í Ráðhúsinu í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, en hún fjallaði um jafnréttisáhrif styttingar vinnuvikunnar. „þetta myndi jafna ábyrgð á svokölluðum ólaunuðum störfum, það er að segja á heimilis og umönnunarstörfum, af því að við vitum útfrá rannsóknum að ábyrgð kvenna þar er þar mun meiri en karla og það hefur áhrif á þeirra möguleika til tekna og til starfsþróunar og þetta skilar sér líka út æfina því að tekjurnar þínar hafa áhrif á ellilífeyrinn og svo framvegis,” segir Sonja í samtali við Stöð 2. Hún segir reynsluna af styttingu vinnuvikunnar í öðrum löndum verið jákvæð hvað þetta varðar, einkum í Svíþjóð og í Frakklandi, þar sem vinnuvikan hefur verið stytt. Þrátt fyrir að Ísland standi öðrum löndum framar á mörgum sviðum, á það þó ekki við í öllum tilfellum að sögn Sonju. „Þegar maður er að skoða hvern þátt fyrir sig að þá erum við í 33. sæti af 38 Löndum í samanburði OECD varðandi samþættingu fjölskyldu- og atvinnulífs, við erum undir meðaltali, þannig að við erum ekki einu sinni nærri toppnum í þeim málum,” segir Sonja. „Hér á landi vitum við að atvinnuþátttaka kvenna er mjög há en það er um 37% kvenna sem er í hlutastarfi sem að hefur líka áhrif á tekjur þeirra.“Ester G. Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.Vísir/SigurjónTilraunaverkefnið hófst fyrst á tveimur vinnustöðum borgarinnar árið 2015 og hefur gefist vel meðal starfsmanna þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts sem var meðal hinna fyrstu til að taka þátt í tilraunaverkefninu. „Ég hef bara heyrt ánægjuraddir,” segir Ester G. Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagsrlegri heimaþjónustu þjónustumiðsöðvarinnar. Aðspurð segir hún styttinguna ekki hafa komið niður á gæðum þjónustunnar. „Nei, við þurfum að láta allt ganga, það er enginn afsláttur á verkefnunum sem við þurfum að sinna, þjónustuþegarnir þeir fá allt sitt og við þurfum að svara erindum og vinna jafn hratt og áður,” segir Ester.Styttir vinnuvika „verði normið” Frá og með næsta mánudegi munu um 2.200 starfsmenn, eða alls um fjórðungur allra starfsmanna borgarinnar á yfir hundrað vinnustöðum, taka þátt í öðrum áfanga verkefnisins þar sem starfsfólk mun vinna einum til þremur klukkustundum skemur á viku, en halda óbreyttum launum. „Það er mín einlæga von að við komumst þangað sem sveitarfélag og sem samfélag að innleiðing styttingu vinnuvikunnar verði bara normið,“ segir Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefnið. „Niðurstöður eftir fyrsta árið benda til þess að árangurinn af verkefninu sé afar jákvæður. Mælingar sýna marktækt betri líðan, aukna starfsánægju og minni veikindi. Á móti má ekki merkja að breyting sé á afköstum starfsmanna.”Magnús Már Guðmundsson, formaður stýrihóps um tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar.Vísir/Sigurjón
Tengdar fréttir Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. 7. febrúar 2018 06:00 Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30 Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Fjórðungur starfsmanna vinnur styttri vinnuviku Í vor munu um 2.200 af 8.500 starfsmönnum hjá Reykjavíkurborg vinna á bilinu 37 til 39 stunda vinnuviku í stað hefðbundinna 40 stunda. 7. febrúar 2018 06:00
Rúmlega mánuður í frí vegna styttingar vinnuvikunnar Ester Halldórsdóttir, teymisstjóri í félagslegri heimaþjónustu hjá þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts, hefur reiknað það út að hún fái 23 frídaga á ári vegna styttingu vinnuvikunnar. 7. febrúar 2018 12:30
Bein útsending: Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg og BSRB standa fyrir málþingi í dag um niðurstöður tilraunaverkefnis um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar. 7. febrúar 2018 08:15