Eagles var á fjórðu tilraun upp við mark New England Patriots. Liðið gat tekið auðveld þrjú stig en Foles bað um að spilað yrði kerfi sem kallað er „Philly Special“. Alvöru skrautkerfi sem átti að enda með því að Foles gripi boltann. Geggjuð hugmynd.
Það er skemmst frá því að segja að kerfið gekk fullkomlega upp. Foles greip boltann og varð um leið fyrsti leikstjórnandinn í sögunni til þess að grípa bolta fyrir snertimarki í Super Bowl.
Þetta voru stig sem vógu ansi þungt á lokametrunum. Hér að neðan má sjá kerfið geggjaða frá tveimur sjónarhornum og með hljóði. Það er ansi magnað er Doug Pederson, þjálfari Eagles, segir ískaldur: „Let's do it“.
.@NFoles_9 made the call, made the touchdown and made history. #PhillySpecial
Watch more @NFLFilms highlights on the #InsideTheNFL finale TONIGHT 9PM ET/PT on Showtime.@Eagles#SBLII#FlyEaglesFly#Eaglespic.twitter.com/jIDrfeYpVW
— Inside the NFL (@insidetheNFL) February 6, 2018
Philly Special.#SBLII | #FlyEaglesFlypic.twitter.com/UGN0hTRYrr
— Philadelphia Eagles (@Eagles) February 6, 2018