Gríska fríkið hoppaði yfir andstæðing í einni troðslunni sinni í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 11:00 Giannis Antetokounmpo. Vísir/Getty Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Giannis Antetokounmpo átti rosalega troðslu í NBA-deildinni í nótt þegar lið hans Milwaukee Bucks sótti sigur í Madison Square Garden í New York. Giannis Antetokounmpo eða „Gríska fríkið“ eins og hann er kallaður sýndi magnaðan stökkkraft sinn í nótt þegar hann hreinlega hoppaði yfir einn leikmann New York áður en hann tróð boltanum í körfuna. Troðslan kom í hraðaupphlaupi þar sem Giannis Antetokounmpo fékk háa sendingu frá liðsfélaga sínum Khris Middleton og hoppaði yfir Tim Hardaway Jr. áður en hann tróð. Tim Hardaway Jr. er enginn strumpur því hann er 198 sentímetrar á hæð og það var því magnað að sjá hinn 211 sentímetra Giannis Antetokounmpo hoppa yfir hann. „Ég tók ekki eftir Tim Hardaway undir mér. Ég reyndi bara að ná boltanum,“ sagði Giannis Antetokounmpo eftir leikinn. „Þetta var annars slæm sending frá Khris Middleton,“ grínaðist Giannis með þegar blaðamennirnir hópuðust í kringum hann eftir leikinn. Troðsluna hans Antetokounmpo má sjá hér fyrir neðan. Menn voru fljótir að rifja upp heimsfræga troðslu Vince Carter á Ólympíuleikunum í Syndey 2000 en hann hoppaði þá yfir 218 sentímetra Frakka. Þá nefndi fólk einnig troðslu LeBron James yfir bakvörðinn John Lucas III á tímabilinu 2011-12.Bruh. (via @NBA) pic.twitter.com/PDjQYA7r2F — Bleacher Report (@BleacherReport) February 7, 2018 Yes, #Giannis DID JUMP OVER HIM!! pic.twitter.com/RGa6LsPUg3 — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018 After beating the Knicks, @Giannis_An34 greeted Greek fans outside of the The Garden!! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/WZk5PkEizO — Milwaukee Bucks (@Bucks) February 7, 2018
NBA Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira