Námsmenn taka séns með ofvirknilyfjum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. febrúar 2018 07:00 Einhverjir háskólanemar sækja í metýlfenídat í von um að bæta námsárangur. VÍSIR/STEFÁN „Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Það eru einhverjar hugmyndir hjá fólki um að þetta bæti námsárangur,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, um misnotkun námsmanna á lyfseðilsskyldum metýlfenídat-lyfjum sem jafnan eru notuð til að meðhöndla ADHD og tengdar raskanir. Varasamt sé fyrir fólk að taka lyfin án samráðs við lækni. Ný BS-rannsókn við Háskóla Íslands sýnir að tæp sjö prósent framhaldsnema við skólann hafa misnotað örvandi lyfseðilsskyld lyf í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Höfundar ritgerðarinnar eru Hildur Hörn Orradóttir og Berglind Birna Pétursdóttir sem útskrifast í febrúar úr sálfræði við Háskóla íslands. Leiðbeinandi í umræddu verkefni var Bergljót Gyða Guðmundsdóttir en í doktorsverkefni hennar við University of Rhode Island árið 2016 kom fram að um 13 prósent íslenskra háskólanema í grunnnámi hafi misnotað örvandi lyf sem þessi. Ólafur er einn höfunda greinar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins þar sem birt er ný tölfræði yfir ávísun metýlfenídat-lyfja í fyrra. Heildarfjöldi þeirra sem fengu lyfinu ávísað jókst um 13 prósent milli ára, nýir notendur voru nærri 3.200 og hefur fjöldi nýrra notenda aukist um 78 prósent frá 2012 til 2017. Íslendingar eru sér á parti meðal Evrópuþjóða varðandi fjölda notenda og það magn sem ávísað er. Misnotkun lyfja sé hins vegar síst minna heilbrigðisvandamál en misnotkun ólöglegra efna.Ólafur B. Einarsson, verkefnastjóri lyfjamála hjá embætti Landlæknis.Í greininni segir að landlæknisembættið fái reglulega vísbendingar um að lyfin gangi kaupum og sölum, meðal annars hjá námsmönnum. „Ótvírætt er að lyfin geta hjálpað fólki að vaka og halda einbeitingu og að þau hjálpi fólki með ADHD en varasamt getur verið að fólk sé að taka lyfin án samráðs við lækni.“ Talsverður fjöldi þeirra sem fá ávísað þessum lyfjum eru á þeim í afmarkaðan tíma en embættið hefur áhyggjur af langtímanotkun fólks á þeim í mjög stórum skömmtum.Embættið leitað skýringa Þannig hafi 74 einstaklingar fengið ávísað að meðaltali 120 mg af metýlfenídati á dag í fyrra og 20 einstaklingar 40 mg af amfetamíni. Fram kemur í greininni þessar ávísanir séu bundnar við fámennan hóp lækna og að embættið hafi leitað skýringa. Ólafur segir að í sumum tilfellum hafi engar fengist. „Skýringarnar voru mismunandi. Það er misjafnt hvað einstaklingar þurfa mikið af lyfjum almennt. Það eru alltaf einhver frávik. En í sumum tilfellum eru engar skýringar á þessum skömmtum. Það er eins og sumum læknum sé frjálsara að ávísa stærri skömmtum.“ Aðspurður um amfetamínið segir Ólafur að ávísanir á það séu ekki algengar. Það sé meðal annars notað við ADHD og drómasýki (e. narcolepsy) og í tilfellum þar sem metýlfenídat hefur ekki virkað. „En það er eins með amfetamín og metýlfenídat að það vantar oft skýringar á hvers vegna fólk er á himinháum skömmtum af þessum lyfjum. Það er líka umhugsunarvert að talsverður hluti þessara lyfja ratar á svartan markað.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira