Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd var einróma í því að fresta rannsókn sinni á dómaramálinu. VÍSIR/EYÞÓR Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Stjórnsýsla Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen við skipun fimmtán dómara í Landsrétt. Ekki liggur fyrir hvort umboðsmaður Alþingis muni hefja frumkvæðisrannsókn á embættisfærslum ráðherrans eða almennt um skipan dómara við réttinn. Þingmenn vinstri grænna segja alvarlegt að ráðherrar brjóti lög og fái á sig hæstaréttardóm en telja ekki tímabært að Sigríður segi af sér. Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir nefndina slá rannsókn sinni á frest til að veita umboðsmanni það svigrúm sem hann þarf ef hann vilji hefja frumkvæðisathugun á skipan Sigríðar Andersen. Umboðsmaður Alþingis baðst undan viðtali við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað og sagðist ætla að skoða málið í rólegheitunum. „Umboðsmaður hefur sagt að hann skoði ekki málið á meðan það er til umfjöllunar í þinginu. Því er það ákvörðun okkar að fresta skoðun okkar á málinu og því getur umboðsmaður, telji hann ástæðu til, hafið athugun á skipan dómara í Landsrétt,“ segir Helga Vala. Kolbeinn Proppé, þingmaður VG í nefndinni, segir líklegt að umboðsmaður hefji frumkvæðisathugun. Hann segir það ekki hafa komið til skoðunar að ráðherra víki á meðan málið er til rannsóknar.Ekki í lagi að brjóta lög Þegar Kolbeinn er spurður hve oft ráðherra þurfi að vera dæmdur fyrir embættisfærslur til að þurfa að segja af sér segist hann ekki vita svarið við þeirri spurningu. „Það er ekki í lagi að neinn brjóti lög í starfi,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður VG, um stöðu dómsmálaráðherra. „Við í þinginu erum búin að leggja töluverða vinnu í að fá botn í málið og afla nýrra gagna. Þingflokkur VG mun mjög líklega taka snúning á málinu um leið og niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir,“ segir Ólafur Þór. Lilja Rafney Magnúsdóttir, samflokksmaður Ólafs, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er ekki hefð fyrir afsögn ráðherra hér á landi og við í VG höfum metið það sem svo að krefjast ekki afsagnar,“ segir Lilja Rafney.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Gera hlé á Landsréttarmálinu Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í hádeginu. 6. febrúar 2018 13:53
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00