Njarðvík þarf að borga Ítölunum rúma milljón í uppeldisbætur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 14:47 Kristinn Pálsson vísir/ernir Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Njarðvík þarf að greiða ítalska félaginu Stella Azzura uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson samkvæmt niðurstöðu FIBA. Félagið greindi frá þessu í dag. Njarðvík þarf að greiða 9600 evrur eða rúmlega 1,2 milljónir króna. FIBA komst að þeirri niðurstöðu að þar sem Kristinn var hjá unglingaliði ítalska félagsins þegar hann varð 18 ára og hlaut leikheimild sé Stella Azzura uppeldisfélag hans. „Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA,“ segir í tilkynningu Njarðvíkur. Hins vegar mun Njarðvík ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið og þá mætti Kristinn ekki leika með liðinu. „Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino's deildar karla.“ Þá segir í tilkynningunni að staðan sé FIBA til háborinnar skammar enda sé ljóst að enginn leikmaður fái að fara í unglingaprógrömm eins og það sem Kristinn sótti hjá ítalska félaginu nema hafa hlotið grunnþjálfun í körfubolta. Málið kom fyrst upp í lok janúar og hefur Kristinn misst af síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur í Domino's deildinni. Njarðvík vinnur nú að því að fá leikheimild fyrir Kristinn fyrir leik liðsins gegn Þór Akureyri á fimmtudag.Fréttatilkynning Njarðvíkur í heild sinni:Njarðvík dæmt til að greiða uppeldisbætur fyrir Kristinn! Körfuknattleiksdeild UMFN lýsir gríðarlegum vonbrigðum með niðurstöðu FIBA í máli Kristins Pálssonar. KKD UMFN hefur verið dæmd til að greiða ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur í uppeldisbætur fyrir Kristinn Pálsson fyrir veru sína hjá Stella Azzura á Ítalíu. Niðurstaða í málinu lá fyrir seint í gærdag (5. febrúar). Ein af niðurstöðum dómsins sem telur níu blaðsíður er sú að leikheimild Kristins hafi orðið til hjá Stella Azzura þegar hann varð 18 ára og því sé ítalski klúbburinn sannanlega uppeldisklúbbur leikmannsins. Körfuknattleiksdeild UMFN mun auðvitað mótmæla þeirri fásinnu harðlega enda Kristinn leikmaður Ungmennafélags Njarðvíkur frá rúmlega 6 ára aldri til þess tíma er hann fór til Ítalíu þá liðlega 15 ára gamall. Lítið sem ekkert tillit er tekið til þess í dómi FIBA. Njarðvík er dæmt til uppeldisbóta í þremur liðum; - Vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða. - Vegna skólagöngu leikmannsins á Ítalíu. - Vegna uppihalds leikmannsins á Ítalíu. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur mun ekki áfrýja dómnum þar sem málið tefst enn frekar fyrir vikið. Er það skoðun KKD UMFN að nú sé löngu orðið tímabært að hugað sé að hagsmunum leikmannsins og hann fái um frjálst höfuð strokið og geti haldið áfram sínum ferli. Allt afl er nú sett í að gera upp við ítalska körfuknattleikssambandið svo Kristinn öðlist leikheimild fyrir næstu umferð Domino´s-deildar karla. Vitanlega mun þessi ákvörðun höggva skörð í fjárhagsáætlun deildarinnar en hagsmunir leikmannsins eru settir í öndvegi. Þeir sem til þekkja vita hve þungur þessi dómur er fyrir starf deildarinnar enda langt liðið á tímabilið og viðlíka útgjöld mikið áfall. Stjórn deildarinnar rær nú öllum árum að því útvega fjármagn til að leysa málið. Uppkomin staða er til háborinnar skammar fyrir FIBA enda nokkuð einsýnt að víða á meginlandi Evrópu er verið að egna leikmannagildrur og þessum aðferðum er verið að beita gegn grunlausum ungmennum, fjölskyldum þeirra og félögum. Það er nokkuð ljóst að það fer enginn leikmaður í viðlíka „unglingaprógramm“ nema hafa fengið viðeigandi þjálfun og hafa viðeigandi getu. Einhverstaðar er hún sprottin. Allt kapp er nú lagt á það að Kristinn komist í grænt fyrir fimmtudag en ef það hefst ekki þá eigi síðar en strax í þarnæstu umferð. Allir sem komið hafa að málinu eiga þakkir skildar fyrir sitt framlag, einkum og sér í lagi Kristinn Pálsson fyrir mikið æðruleysi gagnvart stöðunni, aðrir leikmenn Njarðvíkurliðsins og þjálfarateymið. Þá ber einnig að þakka Körfuknattleikssambandi Íslands fyrir veitt liðsinni í málinu. Fyrir hönd Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Friðrik Ragnarsson Formaður
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Dagskráin: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Kristinn fær ekki að spila með Njarðvík Kristinn Pálsson gekk til liðs við Njarðvík fyrr í vetur þegar hann kom heim úr háskólaboltanum. Nú má hann hins vegar ekki leika með Njarðvík vegna málsmeðferðar hjá FIBA. 24. janúar 2018 20:29