NBA: Detroit Pistons vinnur alla leiki sína eftir að liðið fékk Blake Griffin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2018 07:30 Blake Griffin. Vísir/Getty Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111 NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Detroit Pistons hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og leikmenn Utah Jazz hafa nú unnið sex leiki í röð.Blake Griffin og Andre Drummond áttu báðir góðan leik þegar Detroit Pistons vann 111-91 sigur á Portland Trail Blazers. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá þriðji í röð síðan að félagið skipti á leikmönnum og fékk Blake Griffin frá Los Angeles Clippers. Blake Griffin var með 21 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar í sigrinum í nótt en Andre Drummond skoraði 17 stig og tók 17 fráköst. Anthony Tolliver bætti við 15 stigum og þeir Reggie Bullock og Langston Galloway voru báðir með 13 stig. Damian Lillard skoraði 20 stig fyrir Portland og C.J. McCollum var með 14 stig.Rodney Hood skoraði 30 stig í 133-109 sigri Utah Jazz á New Orleans Pelicans. Þetta var aðeins annar leikurinn hjá Hood efrir að hafa kom aftur eftir meiðsli en sjötti sigurleikur Utah Jazz í röð. Spænski leikstjórnandinn Ricky Rubio var með 20 stig og 11 stoðsendingar og franski miðherjinn Rudy Gobert var með 19 stig og 10 fráköst. Jazz-liðið hitti úr 14 af 21 þriggja stiga skoti sínu sem er mögnuð nýting. Jrue Holiday skoraði 28 stig fyrir Pelíkanana og Anthony Davis var með 15 stig og 11 fráköst. New Orleans Pelicans hefur nú tapað fjórum af fimm leikjum sínum eftir að stórstjarnan DeMarcus Cousins sleit hásin 26. janúar síðastliðinn.Dallas Mavericks var tíu stigum yfir á móti Los Angeles Clippers, 101-91, þegar aðeins 4:42 mínútur voru eftir af leiknum en tapaði lokakaflanum 13-0 og þar með leiknum með þremur stigum, 104-101. Dallas klikkaði á síðustu sjö skotum sínum í leiknum og tapaði að auki fjórum boltum. Danilo Gallinari skoraði 28 stig fyrir Los Angeles Clippers og Tobias Harris var með 19 stig. Lou Williams kom með 15 stig og 8 stoðsendingar inn af bekknum. Wesley Matthews skoraði 23 stig fyrir Dallas og Devin Harris var með 16 stig. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á 25 mínútum.Orlando Magic vann baráttuna um Flórídaskagann þegar Magic-liðið sótti 111-109 sigur til nágranna sinna í Miami Heat. Mario Hezonja skoraði 20 stig fyrir Orlando en hann kom inn í byrjunarliðið fyrir Aaron Gordon sem var meiddur. Þetta var aðeins þriðji útisigur Orlando liðsins í síðustu 24 leikjum.Sacramento Kings liðið skoraði aðeins 9 stig í fyrsta leikhluta á heimavelli en tókst að vinna sig til baka og vinna 104-98 sigur á Chicago Bulls. Bulls komst mest 21 stigi yfir í leiknum og var 28-9 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Bogdan Bogdanovic var stigahæstur hjá Sacramento Kings með 15 stig. Zach LaVine skoraði 27 stig fyrir Chicago og Justin Holiday var með 20 stig. Finninn Lauri Markkanen missti af sínum þriðja leik í röð en hann var að verða pabbi. Kris Dunn var ekki heldur með Bulls.Úrslitin úr öllum leikjum NBA-deildarinnar í nótt: Los Angeles Clippers - Dallas Mavericks 104-101 Sacramento Kings - Chicago Bulls 104-98 Denver Nuggets - Charlotte Hornets 121-104 New Orleans Pelicans - Utah Jazz 109-133 Miami Heat - Orlando Magic 109-111 Detroit Pistons - Portland Trail Blazers 111-91 Indiana Pacers - Washington Wizards 102-111
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira