Nýr formaður Skotvís: Veiðar og náttúruvernd ekki andstæðir pólar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Sem dæmi um fyrirkomulag sem gefist hefur vel nefnir Áki Ármann Jónsson hreindýraveiðar í Vatnajökulsþjóðgarði. vísir/stefán Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Aðkoma að endurskoðun á veiðilöggjöfinni og málefni miðhálendisþjóðgarðs eru meðal þess sem verður í brennidepli hjá nýjum formanni Skotveiðifélags Íslands (Skotvís). Ný stjórn tók við um helgina. Fyrir tæpum tveimur vikum féllst ríkisstjórnin á tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þess efnis að skipuð yrði þverpólitísk nefnd með fulltrúum allra flokka á þingi, auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga og fulltrúa forsætis- og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun starfa samráðshópur þeirra sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta, til að mynda náttúruverndarsamtök, útivistarsamtök, ferðaþjónustuaðilar, bændur og orkufyrirtæki.Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís„Við ætlum að taka þátt í þeirri vinnu og standa vakt um hagsmuni skotveiðimanna svo tryggt sé að samvinna og samráð verði haft um skotveiði,“ segir Áki Ármann Jónsson nýkjörinn formaður Skotvís. Áki heftur starfað sem sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun undanfarin fimmtán ár en var áður veiðistjóri. Aðrir stjórnarmenn eru Jón Víðir Hauksson varaformaður, Jón Þór Víglundsson, Nanna Traustadóttir, Einar Haraldsson, Emil Birgir Hallgrímsson og Sigurbjörn Snjólfsson. Ekki er til ein algild regla um hvort veiði sé leyfð í þjóðgörðum eður ei. Eru þeir í raun með mismunandi skilgreind verndarviðmið. „Hingað til hefur sú leið yfirleitt verið farin að hægt sé að halda áfram hefðbundnum nytjum. Þá verður auðvitað að vera tryggt að náttúran fái að þróast áfram á sínum forsendum og veiðarnar séu sjálfbærar,“ segir Áki. Sem dæmi um fyrirkomulag sem hafi gefið ágæta raun nefnir hann meðal annars hreindýraveiðar innan Vatnajökulsþjóðgarðs. „Það á ekki að banna veiðar bara til að banna þær.“ Áki segir að nýrrar stjórnar bíði fleiri verkefni. Til standi að taka veiðistjórnunarkerfið og vopnalög til endurskoðunar á næstunni. „Ég geri fastlega ráð fyrir að sú vinna fari af stað á árinu,“ segir Áki. „Í allri vinnu og umræðu um náttúruvernd verður að muna að veiðar og umhverfisvernd eru ekki andstæðir pólar. Oft á tíðum eru veiðar jákvæðar fyrir náttúruvernd og geta stundum unnið sérstaklega með hagsmunum náttúrunnar,“ segir hann. „Aðalatriðið er að bera virðingu fyrir náttúrunni.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira