Andið eðlilega hlýtur alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2018 22:58 Ísold Uggadóttir er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar. Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, hlaut í kvöld alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Evrópufrumsýning Andið eðlilega var á hátíðinni á föstudagskvöld og á laugardagskvöld hlaut myndin svo alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á lokakvöldi hátíðarinnar þar sem hin svokölluðu Drekaverðlaun voru veitt í ýmsum flokkum. Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. Þá segir að Andið eðlilega búi bæði yfir húmor og að hún snerti tilfinningalega við áhorfandanum, og að í myndinni séu tvær sterkar kvenpersónur í aðalhlutverkum.Ísold tekur við verðlaununum í Gautaborg.Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur Andið eðlilega, er himinlifandi með viðtökurnar í Gautaborg. „Ég er ánægð með gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda og kollega á hátíðinni. Ég lít á það sem mikinn heiður að hafa hlotið alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin,” segir Ísold. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í byrjun mars. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 22. Janúar 2018. Hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2. Febrúar 2018. Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Andið eðlilega, kvikmynd Ísoldar Uggadóttur, hlaut í kvöld alþjóðleg gagnrýnendaverðlaun (FIPRESCI) á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Evrópufrumsýning Andið eðlilega var á hátíðinni á föstudagskvöld og á laugardagskvöld hlaut myndin svo alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin á lokakvöldi hátíðarinnar þar sem hin svokölluðu Drekaverðlaun voru veitt í ýmsum flokkum. Í umsögn dómnefndar um Andið eðlilega segir að alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin hljóti að þessu sinni kvikmynd sem fáist við þann risastóra vanda sem fólksflutningar yfir landamæri í Evrópulöndum og víðar séu. Þá segir að Andið eðlilega búi bæði yfir húmor og að hún snerti tilfinningalega við áhorfandanum, og að í myndinni séu tvær sterkar kvenpersónur í aðalhlutverkum.Ísold tekur við verðlaununum í Gautaborg.Ísold Uggadóttir, leikstjóri og handritshöfundur Andið eðlilega, er himinlifandi með viðtökurnar í Gautaborg. „Ég er ánægð með gríðarlega góð viðbrögð áhorfenda og kollega á hátíðinni. Ég lít á það sem mikinn heiður að hafa hlotið alþjóðlegu gagnrýnendaverðlaunin,” segir Ísold. Andið eðlilega verður frumsýnd á Íslandi í byrjun mars. Með aðalhlutverk fara leikkonurnar Kristín Þóra Haraldsdóttir og Babetida Sadjo. Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Andið eðlilega er fyrsta kvikmynd Ísoldar í fullri lengd. Áður hefur hún leikstýrt stuttmyndunum Góðir gestir, Njálsgata, Clean og Útrás Reykjavík, sem allar voru valdar til sýninga á kvikmyndahátíðum víða um heim og hlutu fjölda viðurkenninga. Ísold lauk meistaranámi í leikstjórn og handritagerð frá Columbia háskóla í New York vorið 2011. Skúli Fr. Malmquist framleiðir myndina fyrir hönd Zik Zak kvikmynda, en meðframleiðendur eru þær Inga Lind Karlsdóttir, Lilja Ósk Snorradóttir og Birna Anna Björnsdóttir, auk meðframleiðenda frá Belgíu og Svíþjóð. Andið eðlilega var heimsfrumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni 22. Janúar 2018. Hún var Evrópufrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg 2. Febrúar 2018.
Tengdar fréttir Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11 Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30 Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Ísold datt ekki í hug að hún hlyti verðlaunin Það er margt spennandi framundan hjá leikstjóranum. 28. janúar 2018 11:11
Íslendingarnir geisluðu á rauða dreglinum á Sundance Íslenska kvikmyndin Andið eðlilega í leikstjórn Ísoldar Uggadóttur var sýnd á kvikmyndahátíðinni Sundance í Park City í Bandaríkjunum. 23. janúar 2018 12:30
Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni Íslenski leikstjórinn hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn. 28. janúar 2018 07:50