Kate Upton sakar stofnanda Guess um kynferðislega áreitni Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 21:45 Kate Upton tekur þátt í MeToo byltingunni sem hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum síðan í október á síðasta ári. Mynd/getty Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða. MeToo Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira
Fyrirsætan Kate Upton birti færslur á Twitter og Instagram á fimmtudag undir millumerkinu #MeToo. Þar sagðist hún vonsvikin með að svo þekkt kvennamerki eins og Guess sé enn að valdefla Paul Marciano sem listrænan stjórnanda. Marciano er einn stofnanda Guess og kynnti nýja línu á fimmtudaginn ásamt Jennifer Lopez. Á Instagram skrifaði fyrirsætan: „Hann ætti ekki að fá að nota völd sín í þessum bransa til þess að áreita konur andlega og kynferðislega.“ Marciano þvertók fyrir þessar ásakanir í samtali við TMZ og sagði að ef hún væri með einhverjar ásakanir ætti hún að gera það hjá lögreglu eða fyrir dómstólum. Hann segir að Guess hafi hætt samstarfinu við fyrirsætuna af því að þegar herferðir merkisins hefðu gert hana fræga, hafi hún byrjað að mæta á tökustað lítandi „hræðilega“ út. Telur hann að það sé ástæða þessa ásakana.Paul Marciano, einn stofnanda Guess.Vísir/GettyJennifer Lopez sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún segir að afstaða sín í svona málum sé mjög augljós. „Ég samþykki ekki kynferðislega áreitni, brot eða misferli. Allar ásakanir ættu að vera rannsakaðar að fullu. Ég held áfram að styðja rétt okkar sem konur.“ Síðan Upton steig fram og tjáði sig um Marciano hafa fleiri konur sagt sögur af honum á Twitter. Kate Upton hefur verið í nokkrum herferðum fyrir Guess. Í samtali við TMZ sagði hún að hún sé spennt fyrir því að sagan komi öll fram í heild sinni og gaf í skyn að það væri ekki langt þangað til. Hlutabréf Guess hafa hrunið niður um 18 prósent frá því á fimmtudag samkvæmt frett á vef CNN. Guess ætlar að skoða málið og athuga hvort grípa þurfi til aðgerða.
MeToo Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Hittast á laun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Fleiri fréttir Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Sjá meira