Erlent

Lífstíðarfangelsi fyrir að aka á hóp manna fyrir utan mosku í London

Atli Ísleifsson skrifar
Darren Osborne er faðir fjögurra barna á langan sakaferil að baki.
Darren Osborne er faðir fjögurra barna á langan sakaferil að baki. lögreglan í london
Dómstóll í Bretlandi hefur dæmt hinn 48 ára Darren Osborne í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa ekið sendiferðabíl inn í hóp fólks sem staddur var fyrir utan mosku í Lundúnum í júní á síðasta ári.

Osborne þarf að afplána 43 ár hið minnsta áður en hann á möguleika á reynslulausn. BBC segir frá.

Einn maður, hinn 51 árs Makram Ali, lést og tólf slösuðust í árásinni sem var gerð fyrir utan mosku við Finsbury Park í norðurhluta Lundúna þann 19. júní.

Dómarinn Bobbie Cheema-Grubb sagði að Osborne, sem er frá Cardiff, hafi reiknað með að verða skotinn til bana eftir að hafa framkvæmt árásina.

„Þetta var hryðjuverkaárás – þú ætlaðir þér að drepa,“ sagði dómarinn við Osborne í réttinum í dag. „Guð blessi ykkur öll, takk fyrir,“ sagði Osborne þegar hann var leiddur út úr dómssalnum.

Osborne er faðir fjögurra barna á langan sakaferil að baki.


Tengdar fréttir

Einn látinn og átta slasaðir í London

Einn er látinn og átta slasaðir eftir að maður ók sendiferðabíl inn í hóp fólks fyrir utan mosku í norðurhluta Lundúna um miðnætti í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×