Íslenskt „golfeinvígi“ í Ástralíu í lok febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 16:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni GSÍ/Seth Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira