Langt í að raforkuframleiðsla með vindorku geti hafist í Dölum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. febrúar 2018 14:30 Fjárfestar horfa hýru auga til lands í Dalasýslu vegna áforma um vindorkuver. Vísir/Jóhann K. Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“ Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Húsfyllir var á íbúafundi í Dalabyggð þar sem sveitarstjórn kynnti áform um uppbyggingu vindorkuvers, níu kílómetra utan við Búðardal. Annar eigandi Storm Orku sem hyggur á uppbygginguna segir hugmyndina skammt á veg komna. Forvitni dró íbúa Dalabyggðar á íbúafund sveitarstjórnar í Dalabúð í gærkvöldi þar sem áform fyrirtækisins Storm Orku, að reisa 36 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða, voru kynnt. Sveitarstjórn undirritaði viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Storm Orku snemma í haust áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Fram kom á fundinum í gær að vindmyllurnar yrðu flestar þrjátíu og sex og að hver og ein yrði ekki hætti en 150 metrar í hæstu stöðu. Raforkuframleiðslan gæti orðið að hámarki 130 MW sem tengd yrði burðarlínu Landsnets. Nokkrir íbúar Dalabyggðar komu í ræðustól og gagnrýndu sveitarstjórn fyrir slægleg vinnubrögð og leyndarhyggju í málinu og kröfðust sumir þess að málið yrði sett í biðstöðu þar til stjórnvöld hafi mótað heildstæða stefnu um nýtingu vinorku og vindorkuver. „Við fáum engar upplýsingar og það átti bara að keyra þetta í gegn án þess að láta nokkurn mann vita. Mér finnst það bara ekki í lagi. Mér finnst ég bara vera stödd í einhverri miðri martröð og athugasemdir okkar snúa að vinnubrögðum sveitarstjórnar. Ég get bara ekki hugsað til þess ef þetta hefði bara farið í gegn án þess að fólki hefði verið gefinn kostur á því að koma með athugasemdir eða kynna sér málið. Við sjáum það líka þegar við förum af stað hérna að fólk veit ekkert um þetta.“ Þetta sagði Steinunn Sigurbjörnsdóttir íbúa á fundinum í gær. Storm Orka eru í eigu bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona en þeir keyptu landið að Hróðnýjarstöðum í ágúst á síðasta ári, gagngert til þess að vinna að hugmyndum að vindorkuveri á jörðinni. Sigurður sagði vinnuna mun skemur komna en menn gerðu sér grein fyrir. „Það er búið að vinna hellingsundirbúningsvinnu en það er miklu meiri vinna sem er eftir. Á þessu stigi er þetta bara hugmynd,“ sagði Sigurður í samtali við fréttastofu í gærkvöldi. Er það í hendi að þið getið byrjað að framleiða raforku frá þessum stað? „Það er langt frá því, alveg ofboðslega langt frá því.“
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45 Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45 Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Nýting vindorku er nýtt viðfangsefni í skipulagsgerð hér á landi Starfshópur á vegum umhverfisráðherra vinnur að því að greina hvort fjallað sé með nægjanlegum hætti um vindorkuver í lögum og reglugerðum 23. janúar 2018 18:45
Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Áform uppi um að reisa þrjátíu til fjörutíu vindmyllur í Dalabyggð, sem geta hver og ein verið allt af 180 metra há 23. janúar 2018 18:45
Húsfyllir í Dalabúð vegna íbúafundar um vindorkuver Fjárfestar skoða nú kosti þess að byggja upp vindorkuvirkjanir í Dölum. Um milljarða fjárfestingu er að ræða en uppbyggingin hefur lítið sem ekkert verið kynnt íbúum. 31. janúar 2018 20:45