Sænskur „áhrifavaldur“ dæmdur fyrir duldar auglýsingar Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2018 10:40 Kissie þarf að merkja auglýsingarnar betur á miðlum sínum. Wikipedia Sænskur dómstóll sakfelldi í gær sænska bloggarann og „áhrifavaldinn“ Kissie fyrir að vera með duldar auglýsingar á miðlum sínum. Samkvæmt dómnum verður Alexandra „Kissie“ Nilsson að merkja færslur sínar með skýrum hætti ef um auglýsingar sé að ræða, ellegar eiga á hættu að þurfa að greiða 100 þúsund sænskar krónur í sekt, um 1,3 milljónir íslenska króna. SVT greinir frá málinu. Sænski einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn kvað upp dóm sinn í gær, en hann hafði tvær færslur á bloggi hennar og eitt á Instagram-síðu hennar frá vordögum 2016 til skoðunar. Telur dómurinn að færslurnar hafi ekki verið merktar með skilmerkilegum hætti til að almenningur gæti gert sér grein fyrir að um auglýsingu hafi verið að ræða.Sjá einnig: Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Færslurnar sem um ræðir voru duldar auglýsingar fyrirtækis sem selur notaða farsíma, en það var umboðsmaður neytenda í Svíþjóð sem stefndi bloggaranum í september 2016. Gunnar Wikström, talsmaður embættisins, segir dóminn mikilvægan fyrir sænska neytendur og svokallaða „áhrifavalda“ sömuleiðis. Hann vonast til að þó að dómurinn snúi einungis að bloggaranum Kissie þá þurfi aðrir „áhrifavaldar“ nú einnig að breyta hegðun sinni. Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænskur dómstóll sakfelldi í gær sænska bloggarann og „áhrifavaldinn“ Kissie fyrir að vera með duldar auglýsingar á miðlum sínum. Samkvæmt dómnum verður Alexandra „Kissie“ Nilsson að merkja færslur sínar með skýrum hætti ef um auglýsingar sé að ræða, ellegar eiga á hættu að þurfa að greiða 100 þúsund sænskar krónur í sekt, um 1,3 milljónir íslenska króna. SVT greinir frá málinu. Sænski einkaleyfa- og markaðsdómstóllinn kvað upp dóm sinn í gær, en hann hafði tvær færslur á bloggi hennar og eitt á Instagram-síðu hennar frá vordögum 2016 til skoðunar. Telur dómurinn að færslurnar hafi ekki verið merktar með skilmerkilegum hætti til að almenningur gæti gert sér grein fyrir að um auglýsingu hafi verið að ræða.Sjá einnig: Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Færslurnar sem um ræðir voru duldar auglýsingar fyrirtækis sem selur notaða farsíma, en það var umboðsmaður neytenda í Svíþjóð sem stefndi bloggaranum í september 2016. Gunnar Wikström, talsmaður embættisins, segir dóminn mikilvægan fyrir sænska neytendur og svokallaða „áhrifavalda“ sömuleiðis. Hann vonast til að þó að dómurinn snúi einungis að bloggaranum Kissie þá þurfi aðrir „áhrifavaldar“ nú einnig að breyta hegðun sinni.
Neytendur Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira