Vogunarsjóður Soros skortseldi fyrir 550 milljónir í Norwegian Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Auðjöfurinn George Soros. Vísir/EPA Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Vogunarsjóður heimsþekkta auðjöfursins George Soros hefur skortselt 183 þúsund hlutabréf í norska flugfélaginu Norwegian fyrir alls 42 milljónir norskra króna sem jafngildir um 547 milljónum króna. Frá þessu var greint í norska viðskiptamiðlinum E24 í gær. Skortstaða hans í flugfélaginu, sem á í harðri samkeppni við íslensku flugfélögin Icelandair og WOW air, er um 0,51 prósent af útgefnu hlutafé Norwegian. Taki fjárfestir skortstöðu í hlutabréfum félags skapast honum hagnaður við verðlækkun viðkomandi bréfa. Með öðrum orðum veðjar fjárfestirinn á að bréfin lækki í verði. Bjørn Kjos, forstjóri flugfélagsins, er á meðal þeirra sem hafa lánað hlutabréf sín til fjárfesta sem vilja taka skortstöðu í félaginu. Hann sagðist þó skömmu fyrir jól ætla að draga úr lánveitingum sínum enda þætti honum gengi bréfanna hafa sveiflast fullmikið. Hlutabréf í Norwegian hafa lengi verið þau mest skortseldu á hlutabréfamarkaðinum í Ósló. Heildarskortstaða fjárfesta í félaginu nemur um 12,33 prósentum af hlutafé þess. Til viðbótar við vogunarsjóð Soros hefur fjárfestingarfélagið Blackrock og bankinn JP Morgan skortselt hlutabréf í Norwegian í umtalsverðum mæli. Hlutabréf flugfélagsins hafa hækkað um 26 prósent í verði það sem af er árinu. George Soros vakti heimsathygli fyrir að hafa fellt breska pundið árið 1992. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku bætti vogunarsjóður hans umtalsvert við hlut sinn í eignarhaldsfélaginu Glitni HoldCo á síðasta ári. Er vogunarsjóðurinn þriðji stærsti hluthafi Glitnis með 14,1 prósents hlut, en eignarhluturinn var 5,6 prósent í lok ársins 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira