Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Kjartan Kjartansson skrifar 19. febrúar 2018 19:02 Ríkið fær 23,4 milljarða króna fyrir 13% eignarhlut sinn í Arion banka. Vísir/Stefán Ríkið ætti að selja 13% eignarhlut sinn í Arion banka til Kaupskila ehf. samkvæmt tillögu Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra. Bankasýslan telur að Kaupskil hafi ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa hlutinn. Kaupskil er dótturfélag Kaupþings. Félagið virkjaði kauprétt sinn í síðustu viku og sendi Bankasýslunni, sem fer með hlutinn fyrir hönd ríkisins, erindi þess efni. Bankaskýslan skilaði Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, tillögu sinni í dag. Í tilkynningu á vefsíðu sinni vísar Bankasýslan í hluthafasamkomulag frá árinu 2009 sem gefi Kaupskilum „einhliða, ótvíræðan og fortakslausan“ samningsbundinn rétt til að kaupa hlut ríkisins í Arion banka. Stofnunin hafi yfirfarið útreikning á kaupréttarverðinu og fengið staðfestingu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á því. Niðurstaðan sé að kaupréttarverð, miðað við uppgjör þann 21. febrúar nk., sé 23.422.585.119 kr. sem sé sama verð og birtist í tilkynningu Kaupskila ehf. um nýtingu kaupréttarins. Í hluthafasamkomulaginu kom fram hvernig kaupréttarverðið skyldi reiknað út. Undirliggjandi forsendur voru að ríkissjóður skyldi ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag sitt til bankans miðað við tiltekna vexti, 5% áhættuálag og árafjölda. Bjarni sagði í síðustu viku að 23,4 milljarðar króna fyrir eignarhlutinn væru viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann þegar hann var fjármagnaður eftir hrun árið 2009. Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Ríkið ætti að selja 13% eignarhlut sinn í Arion banka til Kaupskila ehf. samkvæmt tillögu Bankasýslu ríkisins til fjármálaráðherra. Bankasýslan telur að Kaupskil hafi ótvíræðan og fortakslausan samningsbundinn rétt til að kaupa hlutinn. Kaupskil er dótturfélag Kaupþings. Félagið virkjaði kauprétt sinn í síðustu viku og sendi Bankasýslunni, sem fer með hlutinn fyrir hönd ríkisins, erindi þess efni. Bankaskýslan skilaði Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, tillögu sinni í dag. Í tilkynningu á vefsíðu sinni vísar Bankasýslan í hluthafasamkomulag frá árinu 2009 sem gefi Kaupskilum „einhliða, ótvíræðan og fortakslausan“ samningsbundinn rétt til að kaupa hlut ríkisins í Arion banka. Stofnunin hafi yfirfarið útreikning á kaupréttarverðinu og fengið staðfestingu endurskoðunarfyrirtækisins Grant Thornton á því. Niðurstaðan sé að kaupréttarverð, miðað við uppgjör þann 21. febrúar nk., sé 23.422.585.119 kr. sem sé sama verð og birtist í tilkynningu Kaupskila ehf. um nýtingu kaupréttarins. Í hluthafasamkomulaginu kom fram hvernig kaupréttarverðið skyldi reiknað út. Undirliggjandi forsendur voru að ríkissjóður skyldi ávaxta upphaflegt hlutafjárframlag sitt til bankans miðað við tiltekna vexti, 5% áhættuálag og árafjölda. Bjarni sagði í síðustu viku að 23,4 milljarðar króna fyrir eignarhlutinn væru viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann þegar hann var fjármagnaður eftir hrun árið 2009.
Tengdar fréttir Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15 Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Bjarni segir verð fyrir hlut í Arion banka fela í sér viðunandi ávöxtun Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að 23,4 milljarðar króna fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka sé viðunandi ávöxtun á því fé sem ríkið setti inn í bankann við fjármögnun hans árið 2009. Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, hefur virkjað kauprétt á hlutnum og fundaði ráðherranefnd um efnahagsmál um málið síðdegis í dag. 15. febrúar 2018 19:15
Ætla að nýta kauprétt á hlut ríkisins í Arion banka Kaupskil, dótturfélag Kaupþings ehf, hefur tilkynnt Bankasýslu ríkisins um að félagið hyggist nýta sér kauprétt á kauprétt á þrettán prósent hlut ríkisins í Arion banka hf. Kaupverðið er 23,4 milljarðar króna. 15. febrúar 2018 10:29