Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 18:45 Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09