Næsti hvellur á miðvikudag Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2018 07:02 Það mun blása á miðvikudag. VÍSIR/ANTON BRINK Samkvæmt nýjustu spákortum Veðurstofunnar virðist næsta lægð ganga yfir landið á miðvikudag. Henni mun að öllum líkindum fylgja talsverð rigning á sunnanverðu landinu og mun ganga í storm eða rok. Þess vegna eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið á miðvikudag. Spár gera ráð fyrir að um snarpan hvell sé að ræða og stendur versta veðrið yfir í 4-5 klukkustundir á hverjum stað. Veðurhæðin virðist þó vera heldur minni en í eldri líkanakeyrslum, að sögn veðurfræðings. „Það er þó ennþá nokkuð langt í miðvikudag og spár verða nákvæmari og óvissa minni þegar að nær dregur,“ bætir hann við.Léttir til á Norðurlandi Í um 650 kílómetra suðvestur af Reykjanestá er 965 mb lægð og eru skil frá henni að ganga yfir allt landið þessa stundina. Eftir skilin verður hægari sunnanátt í skamman tíma, en hvessir svo aftur upp í sunnan 13 til 18 m/s, sunnanáttin verður allsráðandi síðdegis. Það rignir víða á láglendi, einkum um landið sunnanvert en léttir til um landið norðanvert er líður á daginn og rigningin verður að skúrum sunnan- og vestantil. Hitinn verður á bilinu 2 til 8 stig. Suðvestlægari vindur í nótt og veður fer kólnandi, slydduél í nótt en él á morgun og bjartviðri um landið austanvert.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands. Vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnan storm, en mögulega rok eða ofsaveður vestantil á landinu. Snjókoma, slydda eða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig á láglendi uppúr hádegi. Lægir seinnipartinn, fyrst vestast. Suðvestan 8-15 um kvöldið, él og kólnandi veður, en áfram hvasst og rigning eða slydda austast.Á fimmtudag:Suðvestan 13-18 og él, en heludr hægari og léttskýjað norðaustantil. Frost um land allt.Á föstudag:Sunnan stormur eða rok með talsverðri rigningu eða slyddu en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Suðvestan átt og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Suðlæg átt og rigning um austanvert landið en þurrt vestantil. Hlýnar í veðri. Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Samkvæmt nýjustu spákortum Veðurstofunnar virðist næsta lægð ganga yfir landið á miðvikudag. Henni mun að öllum líkindum fylgja talsverð rigning á sunnanverðu landinu og mun ganga í storm eða rok. Þess vegna eru gular viðvaranir í gildi fyrir allt landið á miðvikudag. Spár gera ráð fyrir að um snarpan hvell sé að ræða og stendur versta veðrið yfir í 4-5 klukkustundir á hverjum stað. Veðurhæðin virðist þó vera heldur minni en í eldri líkanakeyrslum, að sögn veðurfræðings. „Það er þó ennþá nokkuð langt í miðvikudag og spár verða nákvæmari og óvissa minni þegar að nær dregur,“ bætir hann við.Léttir til á Norðurlandi Í um 650 kílómetra suðvestur af Reykjanestá er 965 mb lægð og eru skil frá henni að ganga yfir allt landið þessa stundina. Eftir skilin verður hægari sunnanátt í skamman tíma, en hvessir svo aftur upp í sunnan 13 til 18 m/s, sunnanáttin verður allsráðandi síðdegis. Það rignir víða á láglendi, einkum um landið sunnanvert en léttir til um landið norðanvert er líður á daginn og rigningin verður að skúrum sunnan- og vestantil. Hitinn verður á bilinu 2 til 8 stig. Suðvestlægari vindur í nótt og veður fer kólnandi, slydduél í nótt en él á morgun og bjartviðri um landið austanvert.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á þriðjudag:Suðvestan 10-15 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað norðaustan- og austanlands. Vægt frost, en hiti rétt yfir frostmarki með suður- og vesturströndinni.Á miðvikudag:Útlit fyrir sunnan storm, en mögulega rok eða ofsaveður vestantil á landinu. Snjókoma, slydda eða rigning, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnar í veðri, hiti 1 til 6 stig á láglendi uppúr hádegi. Lægir seinnipartinn, fyrst vestast. Suðvestan 8-15 um kvöldið, él og kólnandi veður, en áfram hvasst og rigning eða slydda austast.Á fimmtudag:Suðvestan 13-18 og él, en heludr hægari og léttskýjað norðaustantil. Frost um land allt.Á föstudag:Sunnan stormur eða rok með talsverðri rigningu eða slyddu en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig.Á laugardag:Suðvestan átt og él, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Suðlæg átt og rigning um austanvert landið en þurrt vestantil. Hlýnar í veðri.
Veður Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira