„Mikilvægt skref“ fyrir Hafnfirðinga að losna loks við raflínurnar segir bæjarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 19:45 Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur. Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira
Flutningur tveggja háspennulína mun marka tímamót og er mikill áfangi fyrir Hafnfirðinga að sögn bæjarstjóra. Fyrirhuguð framkvæmd við flutning raflínanna hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en bæjarstjóri segir það alvarlegt mál ef ekki verður af framkvæmdinni. Bygging nýrrar háspennulínu frá Hamranesi um Sandskeið er forsenda þess að hægt verði að fjarlægja Hamraneslínur og flytja svokallaðar Ísallínur fjær byggð í Vallahverfi í Hafnarfirði. Til stendur að þar sem raflínurnar liggja nú verði reist íbúðabyggð fyrir um 2-3 þúsund manns. Flutningur línanna hefur staðið til í á annan áratug að sögn Haralds L. Haraldssonar, bæjarstjóra í Hafnarfirði, sem fagnar því að Landsnet hafi loks um helgina auglýst útboð í verkið. Íbúar í Hafnarfirði hafa lengi þrýst á að línurnar verði fjarlægðar. „Þeim var lofað því, þeir íbúar sem búa næst línunum hérna á Völlunum, þeim var lofað því að þessar línur væru farnar í dag þannig að þetta eru alveg stórt mál hjá okkur tímamót að núna skuli verið að bjóða út þetta verk,“ segir Haraldur í samtali við Stöð 2.„Alvarlegt mál“ ef úrskurðurinn setur strik í reikninginn Samkvæmt samningi við Landsnet ættu línurnar að víkja þegar á þessu ári að sögn Haraldar. „En það er ljóst miðað við það að framkvæmdir eru ekki byrjaðar en eru vonandi að fara af stað núna, þannig að við sjáum að þær ættu þá að vera farnar á næsta ári.“ Þótt Hafnfirðingar fagni áformunum hefur framkvæmdin þó verið nokkuð umdeild. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa gefið út framkvæmdaleyfi fyrir línulögnunum en Náttúruverndarsamtök hafa kært áformin til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, meðal annars vegna þess að nýjar línur koma til með að liggja nærri vatnsverndarsvæði. Úrskurðar er að vænta í næsta mánuði. „Ég treysti því að þetta verk sé vel undirbúið og þau gögn sem að ég hef séð og við höfum farið yfir, að þá teljum við að þetta eigi alveg að standast þann úrskurð. En það væri mjög alvarlegt mál ef það gerði það ekki,“ segir Haraldur.
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Sjá meira