Innlent

Daníel Bjarnason vann Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunin

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Verðlaunin voru afhent í Berlín í dag en þetta er í áttunda skipti sem verðlaunin er veitt.
Verðlaunin voru afhent í Berlín í dag en þetta er í áttunda skipti sem verðlaunin er veitt. Vísir/Ernir
Daníel Bjarnason er sigurvegari Norrænu kvikmyndatónskáldsverðlaunanna 2018 fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Daníel var tilnefndur til verðlaunanna af STEF fyrir Ísland.

Verðlaunin voru afhent í Berlín í dag en þetta er í áttunda skipti sem verðlaunin er veitt. Í fréttatilkynningu frá STEF kemur fram að Daníel hafi ekki verið viðstaddur afhendingu verðlaunanna en umboðsmaður hans Edna Pletchetero tók við þeim fyrir hans hönd.

Dómnefndin rökstuddi verðlaunaafhendinguna með eftirfarandi hætti:  „Hin frábæra tónlist Daníels virkar á köflum sem hálfgerð árás á skilningarvit áhorfandans. Upplifunin er unaðslega óþægileg, ef þannig mætti orða það. Hljóðrásin veitir hinni brengluðu kvikmynd aukna dýpt og undirstrikar brothætt sálarlíf persónanna. Tónræn áferð er frumleg og framvinda stefja óvænt. Framúrskarandi kvimyndatónlist.“

Atli Örvarsson vann verðlaunin árið 2016 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Hrútar og sama ár fékk Jóhann Jóhannsson sérstök heiðursverðlaun hátíðarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×