Aukið framboð grænmetisfæðis í skólum og stofnunum Reykjavíkurborgar
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur hvatt ríki heims til að minnka neyslu dýraafurða verulega vegna heilsufars- og umhverfisþátta. Rannsóknir hafa sýnt að búfénaður í landbúnaði, sem samanstendur af nautgriparækt, svínarækt, sauðfjárrækt og kjúklingarækt, ber ábyrgð á 18 prósentum af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum eða meira en samanlagðri losun allra vélknúinna ökutækja á jörðinni, sem nemur um 13 prósentum af heildarlosun. Tölfræðin byggir á gögnum frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Talið er að losun landbúnaðarins á gróðurhúsalofttegundum muni vaxa að óbreyttu um 80 prósent fyrir árið 2050.
Nýlega birt úttekt sem verkfræðistofa gerði fyrir Samband garðyrkjubænda (SG) sýnir að kolefnis-spor íslensks grænmetis fer niður í 26% af því spori sem innflutt grænmeti skilur eftir sig. Að meðaltali getur verið nærri helmingsmunur á losun CO2 – íslenskri framleiðslu í hag.
Í kjölfar Parísarsáttmálans sem undirritaður var í desember 2015 þegar ríki heims skuldbundu sig til að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda og setja fram aðgerðir og mæla árangur þeirra hafa mörg ríki tekið skref til umhverfisvænni neysluhátta. Þýskaland og Portúgal hafa m.a bannað neyslu kjöts á opinberum viðburðum á vegum ríkisins, Belgía hefur tekið rautt kjöt úr fæðuhringnum og sett í flokk með ruslfæði og Kanada mun á þessu ári gefa út nýjan fæðuhring, uppfærðan samkvæmt nýjustu rannsóknum vegna þrýstings frá sérfræðingum innan heilbrigðisstéttarinnar. Mun nýr fæðuhringur Kanada sérstaklega mæla með aukinni neyslu grænmetis, heilkorna og plöntupróteins. Talið er að mjólkurvörur og rautt kjöt verði ekki innan ramma hringsins frekar en hvítur sykur og sódíum og telst þetta með stærri skrefum sem vestrænt ríki hefur tekið í lýðheilsumálum.
Landlæknisembætti Íslands varar við því á heimasíðu sinni að miðað við framleiðslutölur frá hagstofunni neyti Íslendingar rauðs kjöts í mun meiri mæli en ráðleggingar segja til um og hvetur til aukinnar neyslu plöntufæðis en þrátt fyrir það er fæðuhringurinn óbreyttur og Ísland eftirbátur flestra vestrænna þjóða í þessum málum og þar vil ég gjarna sjá úrbætur.
Ég held að við séum öll sammála um að við viljum að börn okkar fái umfram allt heilsusamlegan mat á leikskólum og í skólum og á þeim stöðum sem sú innleiðing hefur þegar átt sér stað er mikil ánægja bæði meðal skjólstæðinga og starfsfólks. Mötuneyti í þjónustumiðstöðvum borgarinnar sem þjónusta bæði öryrkja og eldri borgara eru þar engin undantekning, það þarf að uppfæra matseðil samkvæmt ráðleggingum um lýðheilsu og umhverfismál.
Ég mun beita mér fyrir því að Reykjavíkurborg uppfæri matarinnkaup á vegum borgarinnar samkvæmt umhverfisstefnu sinni og með tilliti til heilsufarslegra þátta ef ég kemst í borgarstjórn.
Höfundur er innkaupastjóri og býður sig fram í prófkjöri Pírata í Reykjavík.
Skoðun
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar
Gott knatthús veldur deilum
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Göngum fyrir friði
Guttormur Þorsteinsson skrifar
Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Sigvaldi Einarsson skrifar
Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins
Reynir Böðvarsson skrifar
Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Þorvarður Sveinsson skrifar
Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Jón Frímann Jónsson skrifar
„Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
2027 væri hálfkák
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvað eru jólin fyrir þér?
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar
Landið helga?
Ingólfur Steinsson skrifar
Að sinna orkuþörf almennings
Kristín Linda Árnadóttir skrifar
Tímamót
Jón Steindór Valdimarsson skrifar
Menntun fyrir Hans Vögg
Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar
Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur
Erna Bjarnadóttir skrifar
Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Jól í sól versus jóla í dimmu
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar