Gera þarf betur hvað varðar mannréttindi intersex-fólks Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 20:00 Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Á Íslandi skortir víðtækari jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá eru mannréttindi intersex fólks oft virt að vettugi, bæði hérlendis og erlendis, þegar gripið er til óþarfa skurðaðgerða, jafnvel þegar ung börn eiga í hlut. Þetta var meðal þess sem var til umræðu á málþingi um mannréttindi intersex fólks sem fram fór í dag. Meðal þeirra sem þar fluttu erindi var Piet de Bruyn, skýrslugjafi Evrópuráðsins um réttindi hinsegin fólks og höfundur skýrslu ráðsins um mannréttindi intersex fólks. „Intersex-fólk fæðist með kyneinkenni sem passa hvorki við hugmyndir um karlkyn né kvenkyn. Það er aðeins öðruvísi en það er allt og sumt. Það þarf ekki að laga það, það þarf ekki að lækna það, það þarf bara að virða þetta fólk sem manneskjur,“ segir de Bruyn, í samtali við Stöð2. Rannsóknir sýna að um 1,7% Evrópubúa fæðist með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni og eru þessir einstaklingar oft látnir sæta óafturkræfum inngripum á borð við skurðaðgerðir eða hormónameðferðir í þeim tilgangi að laga kyneinkenni að væntingum um dæmigert útlit og form. Slík inngrip eru jafnvel gerð á mjög ungum börnum en þetta hafa mannréttindasamtök lengi gagnrýnt.Margar leiðir til að gera betur „Þótt það væri bara ein manneskja í Evrópu ættum við að líta á þetta sem mjög alvarlegt mannréttindabrot,“ segir de Bruyn. Í skýrslu Evrópuráðsins eru gefin ráðgefandi fyrirmæli um hvernig ríki geti gert bragarbót á. Meðal þess sem lagt er til er að fresta líkamlegu inngripi þar til einstaklingur getur sjálfur tekið þátt í ákvörðuninni, bætt heilbrigðisþjónusta sem sniðin er að þörfum intersex-fólks, sveigjanlegri löggjöf um skráningu kyns, bann við hvers konar mismunun gegn intersex-fólki og síðast en ekki síst, vitundarvakning á meðal almennings og heilbrigðisstarfsfólks. Ísland er engin undantekning hvað þetta varðar en þróunin virðist vera í rétta átt að sögn de Bruyn sem staddur er hér á landi sérstaklega til að taka þátt í ráðstefnunni og vekja máls á mannréttindum intersex-fólks. „Ég hef heyrt að það sé pólitískur vilji til að breyta lögunum og laga þau að mannréttindum og það tel ég mjög mikilvægt. Ég er hér til að styðja þá hugmynd að setja ný lög um þessi mál.“ Að málþinginu í dag stóðu mannréttindasamtökin Intersex Ísland, Samtökin 78, Íslandsdeild Amnesty International og Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira