VAR-skandall þegar Man Utd tryggði sér farseðil í 8-liða úrslit Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. febrúar 2018 19:30 Lukaku sá til þess að Man Utd er komið í 8-liða úrslit enska bikarsins vísir/getty Manchester United er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninar eftir 0-2 sigur á Huddersfield í dag. Romelu Lukaku var munurinn á liðunum en þessi belgíski sóknarmaður gerði bæði mörkin. Það fyrra strax á 3.mínútu og það síðara á 55.mínútu. Leikurinn þótti ekki mikið fyrir augað en verður líklega helst minnst fyrir dómaraskandal og það þrátt fyrir að notast hafi verið við VAR myndbandadómgæsluna. Juan Mata skoraði löglegt mark undir lok fyrri hálfleiks en var ranglega dæmdur rangstæður og það þrátt fyrir að leikurinn hafi verið stöðvaður til að skoða atvikið á myndbandi. Hreint ótrúleg niðurstaða. Enski boltinn
Manchester United er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninar eftir 0-2 sigur á Huddersfield í dag. Romelu Lukaku var munurinn á liðunum en þessi belgíski sóknarmaður gerði bæði mörkin. Það fyrra strax á 3.mínútu og það síðara á 55.mínútu. Leikurinn þótti ekki mikið fyrir augað en verður líklega helst minnst fyrir dómaraskandal og það þrátt fyrir að notast hafi verið við VAR myndbandadómgæsluna. Juan Mata skoraði löglegt mark undir lok fyrri hálfleiks en var ranglega dæmdur rangstæður og það þrátt fyrir að leikurinn hafi verið stöðvaður til að skoða atvikið á myndbandi. Hreint ótrúleg niðurstaða.