Þeir fimm þingmenn sem fengu hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári vildu ekki svara fyrirspurn Vísis þess efnis. Fram hefur komið að Ásmundur Friðriksson hlaut hæstu endurgreiðsluna. Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi greiðslurnar og bárust svör frá 48 þingmönnum. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal þeirra tíu sem fengu hæstu endurgreiðslurnar.4,6 milljóna endurgreiðsla Ásmundar Endurgreiðslur á aksturskostnaði til þingmanna hafa mikið verið á milli tannanna á fólki síðustu daga eftir að í ljós kom að Alþingi endurgreiddi tíu þingmönnum tæpar 30 milljónir vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Það kom fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Þar var greint frá hversu háar tíu hæstu greiðslurnar höfðu verið. Síðan þá hefur komið í ljós að sá þingmaður sem hlaut hæstu endurgreiðsluna er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ásmundur fékk 4.621.144 krónur endurgreiddar vegna aksturs 47.644 kílómetra á síðasta ári. Enginn annar þingmaður af efstu tíu hefur stigið fram og greint frá endurgreiðslum til sín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur boðað að allar slíkar upplýsingar verði gerðar aðgengilegar á vef Alþingis. Sú ákvörðun þarf þó að fara í gegnum forsætisnefnd sem fundar ekki fyrr en í næstu viku. Því brá Vísir á það ráð að senda fyrirspurn á alla sitjandi þingmenn varðandi greiðslur ofan á þingfararkaup. Fyrirspurnin var svohljóðandi:Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt?Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig?Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu?Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017?Fyrirspurnin var send á þriðjudag og sendi Vísir ítrekun í gær á þá þingmenn sem höfðu ekki svarað. Að endingu svöruðu 48 þingmenn af 63.Miðað við 15 þúsund kílómetra Svör þingmanna má lesa hér fyrir neðan en um álag og aukakostnað ofan á þingfararkaup gilda ákveðnar reglur. Almennt þingfararkaup er 1.101.194 krónur á mánuði. Auk þess eiga allir þingmenn rétt að fá greiddan starfskostnað sem nemur 40 þúsund krónum á mánuði og ferðakostnað sem nemur 30 þúsund krónum á mánuði. Þingmenn Suður-, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis fá mánaðarlegar greiðslur í húsnæðis- og dvalarkostnaðs vegna búsetu í Reykjavík. Þá hafa ráðherrar og forseti Alþingis rétt á bíl ásamt bílstjóra. Varaforsetar fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Formenn fastanefnda fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Fyrsti varaformaður fastanefndar fær 10% álag á þingfararkaup og annar varaformaður 5% álag. Varaformaður fastanefndar eða þingflokks fær greitt 15% álag á þingfararkaup þann tíma sem formaður er utan þings og varamaður hans situr á þingi. Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup. Þá segir að þurfi þingmaður að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skuli hann fá til afnota bílaleigubíl sem skrifstofa Alþingis leggur til. Grafík/Gvendur Reykjavíkurkjördæmi norður Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi utanríkisráðherra Rétt er að taka fram að hann hefur gegnt ráðherraembætti frá janúar 2017 og á þeim tíma haft aðgang að bíl og bílstjóra.Færð þú greiðslur ofan á þingafarakaup þitt? Já, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fær Guðlaugur Þór starfskostnaðargreiðslu að upphæð kr. 40.000.- (í launaútborgun). Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn, núverandi forsætisráðherraSem forsætisráðherra er ég á launum sem slíkur og því á fyrsta spurning ekki við. Ég hef fengið greitt frá Alþingi vegna bílaleigubíla sem ég hef tekið til að mæta á fundi úti á landi en hef ekki haldið akstursdagbók og því ekki fengið sérstakar aksturgreiðslur.Helgi Hrafn Gunnarsson, PíratarHér er það sem ég veit um: Ég fæ 15% álag þegar Þórhildur Sunna þingflokksformaður er erlendis. Ég man ekki nákvæmlega hversu margir dagar það hafa verið hingað til, en þeir voru eitthvað um 1-3. (Veit ekki einu sinni hvort að helgin taldist með.) Ég veit ekki hver upphæðin var og þyrfti að grennslast fyrir í launaseðla til að svara því. Nei, ég fékk engar sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu á síðasta ári, og veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma fengið þær. Það er hugsanlegt að ég hafi nýtt þær einhvern tíma á kjörtímabilinu 2013-2016 án þess að ég viti það, en það hefði þá verið þáverandi aðstoðarmaður þingflokks sem myndi vita það, þar sem ég hef þá allavega ekki séð um það sjálfur.Helga Vala Helgadóttir, SamfylkinginEins og allir þingmenn fæ ég starfskostnað sem er 40 þ. f. skatt og ferðakostnað sem er 30 þ. f. skatt. Þá fæ ég 15% álag vegna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Varðandi ferðakostnað á síðasta ári þá fékk ég engar slíkar greiðslur. Held þetta sé upptalið.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, SjálfstæðisflokkurinnFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ég fæ 15% vegna formennsku í Utanríkismálanefnd. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Nokkrar greiðslur vegna ferða sem farnar eru með innanlandsflugi. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei hef staðið að þeim kostnaði sjálf. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? --Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænÉg fæ sem annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar greitt álag sem er 5% af þingfararkaupi. Nei, fékk ekki sérstakar akstursgreiðslur.Þorsteinn Víglundsson, ViðreisnTekið skal fram að Þorsteinn gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra.Sem varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar fæ ég greitt 10% álag ofan á þingfararkaup. Aðrar greiðslur hef ég ekki þegið ofan á þingfararkaup á þessu kjörtímabili né því síðasta. Ég er ekki í hópi þeirra þingmanna sem fékk sérstakar akstursgreiðslur á árinu 2017.Birgir Ármannsson, SjálfstæðisflokkurinnBirgir Ármannsson svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? -- Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? ---Ólafur Ísleifsson, Flokkur fólksinsSem formaður þingflokks er mér greitt 15% álag á þingfararkaup skv. reglum Alþingis. Akstursgreiðslur til mín voru engar 2017.Halldóra Mogensen, PíratarÉg fæ 15% álag ofan á þingfararkaupið mitt vegna formennsku í velferðarnefnd. Ég fæ einnig 40.000 kr í starfskostnað og 30.000 kr í ferðakostnað. Ég hef aldrei sótt um sérstakar akstursgreiðslur. Reykjavíkurkjördæmi suður Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi dómsmálaráðherra Sigríður svaraði ekki fyrirspurn Vísis en vert er að taka fram að hún hefur gegnt ráðherraembætti frá janúar 2017 og hefur haft aðgang að bíl og bílstjóra. Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn, núverandi heilbrigðisráðherra Ég er ráðherra og því á fyrsta spurning ekki við. Það er fastur mánaðarlegur kostnaður, annars vegar 30 þúsund krónur í ferðakostnað og hins vegar 40 þúsund krónur í starfskostnað. Aksturskostnaður fyrir árið 2017 var 0 krónur.Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingin Ég þáði ekki greiðslur vegna aksturs árið 2017. Ég hef hins vegar 5% álag á þingfararkaup þar sem ég er varaformaður fjárlaganefndar. Þá fæ ég einnig greiðslur vegna starfskostnaðar að upphæð kr. 40.000 og vegna ferðakostnaðar í kjördæmi að upphæð kr. 30.000.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Ég er þingflokksformaður og fæ 15% álag ofan á kaupið mitt vegna þess. Ég sit í alþjóðanefnd – Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins og fæ greidda dagpeninga þegar ég ferðast á vegum þingsins. Þingið kaupir flugmiðana mína en ég greiði hótelkostnað og annað uppihald með dagpeningunum. Ég er því miður með rosa flensu núna og sé mér ekki fært að fletta upp hverri einustu greiðslu vegna þingstarfa erlendis, dagpeningarnir eru breytilegir eftir lengd ferðar og eftir áfangastað. Til þess að vita það með vissu þyrfti ég að fara í gegnum alla launaseðlana mína og ég hef ekki orku í það núna. Ég hef ekki fengið sérstaka aksturspeninga. Ég fæ, eins og aðrir þingmenn á höfuðborgarsvæðinu 40 þúsund kr í starfskostnað og 30 þúsund í ferðakostnað á mánuði. Ég hef fengið endurgreitt alls 3 flugferðir til Akureyrar, einu sinni fyrir fund með Pírötum á Akureyri og fram og til baka til þess að taka þátt í fundi fólksins. Samtals sirka 60 þúsund. Allar nánari upplýsingar má finna hér.Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokkur 1. Já, eins og allir í forsætisnefnd. 2. Skilst að það sé 15% ofan á þingfararkaup. 3. Ég hef aldrei óskað eftir endurgreiðslu vegna aksturs. Mér skilst þó að allir þingmenn fái fast kr. 30.000.- á mánuði. Sjálfur ek ég um 7.000 km á ári sem tengist störfum mínum sem þingmaður.Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri græn Nei og nei.Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn 1. Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Já, ég fæ 15% álag sem þingflokksformaður Viðreisnar. 2. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Sjá svar við spurningu 1. 3. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. 4. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Sjá svar við spurningu 3.Inga Sæland, Flokkur fólksins 1. Ég er formaður stjórnmálaflokks og því með eitt og hálft þingfararkaup. 2. Nei ég er ekki einn af þeim þingmönnum sem fékk sérstakar akstursgreiðslur á árinu 2017.Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkur, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Engar greiðslur hlotið.Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Svar við fyrstu spurningu er já. Ég fæ sem einn af varaforsetum þingsins 15% álag á þingfararkaup. Ég fæ einnig eins og allir aðrir þingmenn fasta ferðakostnaðargreiðslu og starfskostnaðargreiðslu í hverjum mánuði. Allar upphæðir þar að lútandi er að finna á vef alþingis. Ég sat ekki á þingi á síðasta ári og fékk því ekki sérstakar akstursgreiðslur.Björn Leví Gunnarsson, Píratar Engar greiðslur ofan á þingfararkaup utan föstu starfs- og ferðakostnaðargreiðslnanna frá forsætisnefnd. Fæ ekki sérstakar akstursgreiðslur, húsnæðisgreiðslur eða annað álag. SuðvesturkjördæmiGrafík/Gvendur Suðvesturkjördæmi Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson svaraði ekki fyrirspurn Vísis en tekið skal fram að hann hefur gegnt ráðherraembætti frá miðju ári 2013 og allan þann tíma haft bíl og bíltsjóra til afnota. Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokkur Bryndís sendi Vísi mynd af launaseðli. Sem 6. varaforseti Alþingis fær hún 15% álag á þingfararkaup. Ekkert umfram fastar 40 þúsund krónur í starfskostnað og 30 þúsund í ferðakostnað.Ég hef einu sinni fengið akstursgreiðslu ég finn ekki í fljótu bragði eitthvað um það á seðli en það var rvk- stykkisholmur-rvk, km sinnum föst upphæð man ekki hvað það var nákvæmlega.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri græn a og b) Já, ég fæ greiðslur ofan á þingfararkaup mitt sem 1. varaformaður utanríkismálanefndar skv. þessu hér sem eru 10% álag ofan á þingfararkaup. c) Nei. En ég fæ eins og allir þingmenn fastan ferðastyrk á mánuði að upphæð 30 þúsund krónum til að standa straum af ferðalögum um kjördæmi mitt - sjá hér um ferðakostnað. Ég hef aldrei rukkað Alþingi um akstursgreiðslur um kjördæmið mitt, heldur læt þessa föstu upphæð duga í þau ferðalög og þann akstur sem þarf um kjördæmi mitt.Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingin Ég fæ í efniskostnað 40.000 f. skatt og ferðakostnað sem er 30.000 f. skatt. Þetta eru fastar greiðslur sem allir þingmenn fá. Þá fæ ég 10% álag sem 1. varaformaður Allsherjar og menntamálanefndar. Ég hef einu sinni hagnýtt mér styrk til símakaupa upp á 80 þúsund krónur, sem er sambærilegur við slíka styrki til síma- eða gleraugnakaupa hjá VR. Ég hef engar greiðslur fengið vegna aksturs.Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokkurinn, var ráðherra janúar – nóvember 2017Tekið skal fram að Jón gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra. Fæ sérstakar greiðslur fyrir akstur í kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu, í dag 30.000 kr. á mánuði. Engar greiðslur fyrir akstur utan kjördæmis 2017. Fæ 10% álag á þingfararkaup vegna varaformennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.Gunnar Bragi Sveinsson, MiðflokkurinnGunnar Bragi svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ViðreisnTekið skal fram að Þorgerður Katrín gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra. Nei. Engar akstursgreiðslur fengið.Jón Þór Ólafsson, Píratar Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Já, sem varaforseti fæ ég 15% ofan á þingfararkaupið. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Neib, hef aldrei fengið slíkt.Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokkurinn Ég fæ 15% álag á þingfararkaup sem formaður fjárlaganefndar. Endurgreiddur aksturskostnaður kr. 47.190 (árið 2017) Endurgreiddur kostnaður vegna gistingar kr. 16.800 (árið 2017) Ég vísa svo til vinnu Forsætisnefndar Alþingis þar sem þær reglur sem í gildi eru, eru til endurskoðunar, er varðar fyrirkomulag þeirra, eftirfylgni og upplýsingagjöf. Það er svo von mín að í framhaldinu verði regluverkið einfalt og skýrt og að allar upplýsingar um greiðslur til þingmanna verði opinberar.Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokkur Ég fæ álagsgreiðslu vegna formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég fékk ekki sérstakar akstursgreiðslur á síðasta ári, en var og er með 30 þúsund krónur í ferðakostnað á mánuði samkvæmt reglum um þingfararkostnað og allir þingmenn fá.Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri græn Þar sem ég er 1. varaformaður velferðarnefndar fæ ég 10% álag á þingfararkaup vegna þess. Að auki fæ ég föstu starfskostnaðar og akstursgreiðslurnar sem eru 40 þúsund og 30 þúsund. Ég fékk enga reikninga greidda vegna aksturs í fyrra.Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Ég fæ 40.000 krónur í starfkostnað og 30.000 krónur í bifreiðakostnað ofan á þinglaunin. Ekkert annað.Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei, á þessu kjörtímabil hef ég ekki fengið neinar slíkar greiðslur. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Sjá svar að ofan (engar greiðslur). Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei, engar slíkar greiðslur fengið. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Sjá svar að ofan (engar greiðslur). SuðurkjördæmiGrafík/Gvendur Suðurkjördæmi Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokkurinn2017 er eina heila árið sem ég hef verið á þingi. Ég kom inn á þing í október 2016. Aksturinn sem er síðan endurgreiddur af alþingi er 12.867 kílómetrar sem gerir í endurgreiddum aksturskostnaði 1.371.380. Það er innan við þessa 15 þúsund kílómetra reglu. Þingfararkaupið sjálft er 1.101.194 kr. Ég er formaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þá kemur 15 % álag sem er 165.179 kr. Svo er húsnæðiskostnaður vegna þess að ég rek tvö heimili. Annað í Vestmannaeyjum og hitt á höfuðborgarsvæðinu. Endurgreiddur húsnæðiskostnaður er 134.041 kr. Á þetta bætist fastur starfskostnaður sem er 40 þúsund krónur og svo er eitthvað sem heitir fastur ferðakostnaður sem er r 30 þúsund krónur og allt með öllu gerir þetta á mánuði 1.470.414 kr.Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherraSigurður Ingi svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Birgir Þórarinsson, Miðflokkurinn Ég er ekki með sérstaka álagsgreiðslu á þingfararkaup. Hins vegar fæ ég greiðslu vegna húsnæðiskostnaðar upp á 44.680 kr og greiðslu vegna ferðakostnaðar upp á 30.000 kr. Hvað varðar akstursgreiðslur þá settist ég á þing í desember sl. Ég sótti námskeið fyrir nýja þingmenn í Þinghúsinu og fékk vegna þess aksturgreiðslu upp á 77.300 kr. Eftir að þingið tók til starfa hef ég haft afnot af bílaleigubíl (Skoda Octavia) á vegum þingsins.Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur svaraði ekki fyrirspurn Vísis en fyrir liggur að hann hlaut 4.621.144 króna endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar árið 2017.Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri grænSem svar við fyrirspurnum Vísis um greiðslur til mín utan þingfararkaups 2017 vil ég taka þetta fram: 1. Ég þigg þær föstu greiðslur sem allir landsbyggðaþingmenn notast við. Upphæðir eru á vef Alþingis. 2. Ég fæ greiddan ferðakostnað til/frá og í útlöndum vegna setu í alþjóðanefndum Alþingis, skv. greiðslunótum og í formi dagpeninga, skv. opinberum reglum. 3. Ég fæ greitt fyrir innanlandsflug, einkum til Hafnar og Vestmannaeyja, og gistingu ef um slíkt er að ræða, skv. greiðslunótum. 4. Ég fæ greiddan akstur (pr. ekinn km) í Suðurkjördæmi samkvæmt færslum á akstursdagsbók.is. Sá akstur var langt innan við 10.000 km mörk 2017. Hvað ábyrgar tölur varðar vísa ég í tilvonandi birtingar á vef Alþingis á öllum upplýsingum um greiðslur til þingmanna sem forseti Alþingis hefur boðað í bréfi til fjölmiðla. Ég hef ekki afrit af frumritum nóta og annarra gagna sem til þarf. Tel auk þess vænlegt að upplýsingar um greiðslur til allra þingmanna liggi fyrir í einu.Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingin Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Samkvæmt launaseðli 1. febrúar 2018: Greiðslur ofan á mánaðarlaun: Álag vegna þingflokksformennsku: 165.179 kr. Starfskostnaður: 40.000 kr. Húsnæðiskostnaður: 44.680 kr. Ferðakostnaður: 30.000 kr. Samtals: 279.859 kr. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Km. heild: 23.469 km Akstur til og frá heimili: 17.290 km Samtals kr: 2.471.403 krSilja Dögg Gunnarsdóttir, FramsóknarflokkurinnSkv. síðasta launaseðli hef ég ekki álag á þingfararkaup en á launaseðlinum eru greiðslur vegna húsnæðiskostnaðar kr. 44.680, starfskostnaðar kr. 40.000 og ferðakostnaðar í kjördæmi kr. 30.000. Endurgr. akstur skv. akstursdagbók eru eftirfarandi 2017: 18.182 km eða 1.929.818 kr. 2016: 27.881 km eða 2.783.528 kr. 2015: 24.458 km eða 2.665.770 kr. 2014: 27.337 km eða 2.887.342 kr. 2013: 17.873 km eða 1.983.677 krKarl Gauti Hjaltason, Flokkur fólksinsÁ árinu 2017 voru akstursgreiðslur mínar frá alþingi kr 171.600, en ég var kjörinn fyrst inn í lok október 2017.Vilhjálmur Árnason, SjálfstæðisflokkurinnVilhjálmur svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Smári McCarthy, PíratarJá, ég fæ ferðakostnað 30.000 kr, starfskostnað 40.000 kr, og húsnæðiskostnað 134.041 kr. Ég hef ekki innheimt akstursgreiðslur. Ferða- og starfskostnaðinn fá allir þingmenn fast; hann lækkaði í kjölfar viðstöðulausrar gagnrýni Pírata á hækkanir kjararáðs. Húsnæðiskostnaðinn fæ ég þar sem ég er þingmaður Suðurkjördæmis en búsettur í Reykjavík. Mér finnst skrýtið að ég fái hann greiddan, en rökin fyrir honum eru væntanlega að sumir þingmenn eru að jafnaði búsettir úti á landi en eru með fasta viðdvöl í Reykjavík vegna starfa sinna. Ég á ekki annað heimili úti á landi, og þarf því ekki á þessu að halda, en þetta er ekki valkvæð greiðsla heldur hluti af ákvörðun Forsætisnefndar Alþingis, og væntanlega þarf jafnt yfir alla að ganga. Þetta leggst svo ofan á þingfararkaup. Þess ber að geta að hvorki húsnæðiskostnaður né fastur ferðakostnaður reiknast inn í skattstofn. Ég hef ekki persónulega þörf fyrir þessar sporslur, en er ekki alfarið á móti tilvist þeirra vegna þess að aðstæður margra þingmanna eru flóknari en mínar. Sumir þurfa að halda úti tvö heimili og þurfa að ferðast mun meira en ég. Það eru málefnaleg rök fyrir því að þingmenn geti verið búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar verður að teljast óeðlilegt ef menn rukka þingið fyrir hvern einasta ekna kílómeter, eða fyrir ferðir sem frambjóðandi eða á vegum flokksins síns. Það geri ég ekki; slíkt borga ég sjálfur. Sér í lagi rukka ég ekki um akstursgreiðslur eins og áður sagði. Ég hef þó tvívegis tekið bílaleigubíl á kostnað þingsins vegna óhjákvæmilegra þingstarfa, þegar ég var sjálfur bíllaus. NorðausturkjördæmiGrafík/Gvendur Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ég hef verið a ferð um kjördæmið i kjördæmavikunni og hef ekki haft tök á að taka saman umbeðnar upplýsingar með þessum fyrirvara. Vek þó athygli á að forseti Alþingis hefur gefið út að þessar upplýsingar verða gerðar opinberar á næstunni og það tel ég rétt og eðlilegt. Loks vek ég athygli á því að ég hef frá því um mitt ár 2013 gengt ráðherraembætti og því eru greiðslur vegna aksturkostnaðar á þessu tímabili litlar ef einhverjar.Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri græn – núverandi forseti Alþingis Ég vonast til þess að svör við flestum þessara spurninga verði gerðar aðgengilegar fyrir alla þingmenn á vef Alþingis innan skamms. Varðandi endurgreiðslur til mín vegna aksturs eigin bifreiðar í þágu míns þingmanns starfs þá heyra þær því sem næst sögunni til. Ég nota f.o.f flug og þá bílaleigubíl í framhaldi af því sem yfirleitt sparar bæði tíma og peninga, enda hvatt til þess af þinginu og lögð rík áhersla á að nota alltaf hagkvæmasta ferðamáta. Ég slæ á að akstur eigin bíls hafi verið svona á bilinu 1500-3000 km. sl. ár. Þ.e ein til þrjár ferðir frá Reykjavík í kjördæmið og/eða í fundaferðum í önnur kjördæmi, t.d. Þegar þingflokkurinn er í úthlaupi saman.Sigmundur DavíðGunnlaugsson, MiðflokkurinnSigmundur svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkurinn Ég held tvö heimili og fæ greiðslur vegna þess skv. reglum þingsins. Ég nota ávallt bílaleigubíla þegar ég ek vegna starfsins.Logi Einarsson, Samfylkingin Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Já. Mánaðarlaun: 1.101.194,- Álag fyrir formennsku stjórnmálaflokks: 550.597,- Starfskostnaður: 40.000,- Ferðakostnaður: 30.000,- Húsnæðisstyrkur: 187.657,- Aðalheimili fjölskyldunnar er á Akureyri. Þar búa kona mín og dóttir en ég þarf að halda til í Reykjavík á virkum dögum og margar helgar. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei.Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkurinn Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei, ég sinni engum störfum i þinginu þar sem álag kemur til. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Já. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Já ég fékk greiðslur fyrir akstur eigin bifreiðar uppá 99.770kr eða fyrir 907km.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri græn Já sem þingflokksformaður fæ ég 15% álag á þingfararkaupið. Ég held tvö heimili, í Reykjavík og í Ólafsfirði og fæ húsnæðisgreiðslur skv. reglum. Ég tek alla jafna bílaleigubíl frá Akureyri til Ólafsfjarðar þegar ég fer heim en í 3 skipti var ég á einkabíl á milli og 1 skipti Reykjavík - Akureyri var ég á einkabíl og fékk þær greiðslur skv. reglum samtals 621 km.Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokkurinn Vegna fyrstu tveggja spurninganna vísa ég í starfskjör Alþingis. Vegna seinni spurninganna tveggja, þá hef ég ekki fengið akstursgreiðslur frá Alþingi.Líneik Anna Sævarsdóttir, FramsóknarflokkurinnLíneik Anna svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hún er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samfylkingin Ég er með laun í samræmi við lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, þ.e. kr. 1.101.194,-. Ég fæ svo eins og allir aðrir þingmenn í samræmi við þessi sömu lög greiddan starfskostnað og ferðakostnað. Þar sem ég er þingmaður úr landsbyggðakjördæmi þá fæ ég greiddan húsnæðiskostnað og þar sem ég held tvö heimili, og geri það sannarlega, fæ ég greitt álag ofan á þá greiðslu. 187 þúsund í húsnæðiskostnað. Ég hef ekki skilað inn reikningum vegna aksturs enda eru það tilmæli fjármálaskrifstofu að við notum bílaleigubíla í lengri ferðir og fasta ferðakostnaðargreiðslan á að standa undir styttri ferðum innanbæjar. NorðvesturkjördæmiGrafík/Gvendur Norðvesturkjördæmi Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Haraldur svaraði ekki fyrirspurn Vísis. Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn, núverandi félagsmálaráðherra Ásmundur Einar svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænKjör þingmanna liggja fyrir á vef Alþingis og nánari persónugreinanleg kjör falla undir persónuverndarlög eins og komið hefur fram í svörum forseta Alþingis. Minn endurgreiddi akstur á ársgrundvelli er ekki á topp tíu lista og er innan eðlilegra marka.Bergþór Ólason, MiðflokkurinnBergþór Ólason svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraÞórdís Kolbrún svaraði ekki fyrirspurn Vísis en tekið skal fram að Þórdís hefur gegnt ráðherraembætti síðan í janúar 2017 og allan þann tíma haft bíl og bílstjóra til afnota.Guðjón S. Brjánsson, SamfylkinginSpurningarnar voru þessar og að hluta get ég svarað þeim strax: Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Ég sit sem 1. varaforseti þingsins og ég held að því fylgi einhver aukaleg þóknun, sennilega 15%. Sömuleiðis sit ég sem formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins en engin sérstök greiðsla fylgir því verkefni. Um aðrar reglubundnar álagsgreiðslur eða tilfallandi er ekki að ræða að mér vitandi. Álag á þingfararkaup v. setu sem 1. varaforseti Alþingis, 15%: 165.179 kr. Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað 53.616 kr. Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs 44.680 kr. Ferðakostnaður í kjördæmum 30.000 kr. Starfskostnaður 40.000 kr. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? NEIHalla Signý Kristjánsdóttir, FramsóknarflokkurinnFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? ég er annar varaformaður í einni nefnd og fæ greitt 5% álag fyrir það á mán Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei, tek bílaleigubíl ef ég þarf um kjördæmið og svo er ég með flugkort frá Alþingi og „má“ nýta það í þrjár ferðir á mánuði heim, er búsett í Bolungarvík. Landsbyggðarþingmenn fá aðgang að langtímaleigubíl að hámarki 67 þús á mán til aksturs í RVK, ef þeir taka dýrari bíl greiða þeir mismun. Ég nýti mér það og er með lítinn bíl og nýti hann í styttri ferðir á fundi um kjördæmið ef færð er góð Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017?Sigurður Páll Jónsson, MiðflokkurinnSigurður svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017. Þau sem náðu ekki endurkjöri í október 2017. Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Eygló Harðardóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.Grafík/Gvendur 19 nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi eftir kosningarnar í lok október í fyrra og því eru 19 fyrrverandi þingmenn sem sátu meirihluta síðasta árs en fengu ekki senda fyrirspurn. Vísir hringdi þó í þá alla og voru þeir spurðir hvort þeir væru á lista þeirra tíu sem fengu hæstar endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar á árinu 2017.Björt Ólafsdóttir, Björt framtíð - Reykjavík norðurTekið skal fram að Björt var ráðherra janúar – nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra. Nei ég fékk bara engar greiðslur.Birgitta Jónsdóttir, Píratar - Reykjavík norðurNei ég hef aldrei fengið akstursgreiðslur á öllum þeim tíma sem ég var á þingi.Ásta Guðrún Helgadóttir, Píratar - Reykjavík suðurÉg hef aldrei sótt um neinar aksturstengdar greiðslur utan þess sem fast er í þingfararkaupinu. Hef farið á Vestfirði, fékk bílaleigubíl frá þinginu.Nichole Leigh Mosty, Björt framtíð - Reykjavík suðurNei ég sótti aldrei um. Ég fór með strætó og þegar ég vann seint á kvöldin fór ég heim með leigubíl og ég er viss um að ég lagði út hærri kostnað en þennan 30 þúsund. Innan míns kjördæmis for ég annað hvort gangandi eða með strætó. Þingmenn fá nógu mikið greitt. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn - Reykjavík suðurNei, mig minnir að það hafi ekki verið neitt. Ekkert notað þetta. Gunnar Hrafn Jónsson, Píratar - Reykjavík suðurSvaraði ekki í síma.Pawel Bartoszek, Viðreisn - Reykjavík suðurÉg var bara í Reykjavík og þáði þennan fasta akstursstyrk en ég var ekki með nein útgjöld annað en það. Ekkert út frá greiddum reikningum. En ég tók nú einu sinni bílaleigubíl frá þeim aðila sem þingið skiptir við og hef aldrei verið á flottari bíl.Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur - SuðvesturkjördæmiEfast stórlega um það. Ekki með þetta fyrir framan mig. Fyrst og fremst sinnti ég mínu kjördæmi, sem er ekki stórt þó það sé fjölmennt. Það var ekki mikill akstur.Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkurinn - SuðvesturkjördæmiÞað held ég alls ekki. Held ég hafi fengið einhver 2-300 þúsund. Ósköp einfaldlega það var algjört lágmarkTheodóra S. Þorsteinsdóttir, Björt framtíð - SuðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Óttarr Proppé, Björt framtíð - SuðvesturkjördæmiTekið skal fram að Óttarr var ráðherra janúar - nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra.Nei ég hef aldrei sótt um endurgreiðslu á akstri á þeim tíma sem ég var á þingi.Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokkur - SuðurkjördæmiTekið skal fram að Unnur Brá var forseti Alþingis janúar - nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra. Svaraði ekki í síma. Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn - SuðurkjöræmiÉg bara hef ekki hugmynd um það.Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkur - NorðausturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Benedikt Jóhannesson, Viðreisn - NorðausturkjördæmiTekið skal fram að Benedikt var ráðherra janúar – nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra.Ég fékk ekki krónu. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Píratar - NorðausturkjördæmiÞetta er innan við 300 þúsund á öllu árinu sem ég hef fengið. Ég innheimti ekki nema fyrir brot af því sem ég fór á einkabílnum mínum. Ég fór um kjördæmið og í kosningabaráttunni fór ég allt á mínum einkabíl, bæði 2016 og 2017 og greiddi það sjálfur úr eigin vasa og eða Píratar sjálfir. Ekkert innheimt til Alþingis vegna þessa.Eva Pandóra Baldursdóttir, Píratar - NorðvesturkjördæmiÉg er ekki ein af þessum tíu.Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokkur - NorðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokkurinn - NorðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma. Eftirfarandi þingmenn svöruðu ekki fyrirspurn Vísis eða svöruðu ekki í síma þegar hringt var í þá. Undanskildir í þessari upptalningu eru þeir sem svöruðu ekki en voru ráðherrar janúar – nóvember 2017 og þeir sem svöruðu ekki en tóku sæti á þingi eftir þingkosningarnar 2017. Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík norður. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Árnason, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata í Reykjavík suður. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/Valli 15 þúsund kílómetra reglan tekin upp 2016 Ákvæði um notkun bílaleigubíla í lengri ferðum kom inn í starfsreglur Alþingis á árinu 2013. „Þá kemur inn almenn viðmiðun um það að það eigi að nota bílaleigubíla frekar en akstur á eigin bíl ef það sé hagkvæmara. En þá er ekki nein kílómetratala þar nefnd til viðmiðunar heldur er bara ætlast til þess að menn meti það hvort það sé ódýrara að taka bílaleigubíl í einhvern tíma heldur en að fara í langa ferð á eigin bíl. Það má segja að það sé byrjað að beina þessu í þann farveg að menn eigi að taka bílaleigubíl ef það er hagstæðara árið 2013,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „En það er síðan haustið 2016, í október 2016 sem það kemur inn viðmiðun við 15 þúsund kílómetra markið. Það byggir þá á úttektum og könnun sem sérstök nefnd á vegum forsætisnefndar sem hafði, undir forystu Kristjáns Möller, unnið og einhverjir útreikningar höfðu leitt í ljós að það væri einhver skurðpunktur við þessa 15 þúsund kílómetra.“ Aðspurður um hvernig breytingum á starfsreglum sé komið til skila til þingmanna segir Steingrímur að þær séu birtar á vef Alþingis og ætlast sé til að þingmenn þekki til þeirra. Það gerist yfirleitt sjálfkrafa að þeir sem bundnir séu ákveðnum reglum viti hvernig þær eru. Allar starfsreglur eru svo kynntar nýkjörnum þingmönnum áður en þeir taka sæti á þingi. „Það hefur yfirleitt breiðst bara út í kerfinu og kemur til framkvæmda jafnt og þétt. En svo náttúrulega hefur kannski eitthvað tekið lengri tíma að fella þetta allt í þennan farveg. Á þessum tíma hafa verið tvennar kosningar og mannabreytingar miklar, það kann ýmislegt að hafa leitt til þess að þetta hafi ekki alveg náð að skila sér.“ Nú tekur þú við vinna í forsætisnefnd við að fara yfir reglur um akstursgreiðslur og hefur Steingrímur tilkynnt að hann vilji að upplýsingar um slíkan kostnað verði gerðar opinberar. Forsætisnefnd mun funda á mánudag og fara yfir hvernig upplýsingum verði miðlað framvegis.Telur þú að það sé pólitískur vilji fyrir því að gera þessar upplýsingar opinberar? „Það ætla ég nú rétt að vona. Allavega að það verði tekin einhver marktæk skref í því, ég ætla að beita mér fyrir því.“ Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Kjaramál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent
Þeir fimm þingmenn sem fengu hæstar endurgreiðslur vegna aksturs á síðasta ári vildu ekki svara fyrirspurn Vísis þess efnis. Fram hefur komið að Ásmundur Friðriksson hlaut hæstu endurgreiðsluna. Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi greiðslurnar og bárust svör frá 48 þingmönnum. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknar, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal þeirra tíu sem fengu hæstu endurgreiðslurnar.4,6 milljóna endurgreiðsla Ásmundar Endurgreiðslur á aksturskostnaði til þingmanna hafa mikið verið á milli tannanna á fólki síðustu daga eftir að í ljós kom að Alþingi endurgreiddi tíu þingmönnum tæpar 30 milljónir vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. Það kom fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata. Þar var greint frá hversu háar tíu hæstu greiðslurnar höfðu verið. Síðan þá hefur komið í ljós að sá þingmaður sem hlaut hæstu endurgreiðsluna er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Ásmundur fékk 4.621.144 krónur endurgreiddar vegna aksturs 47.644 kílómetra á síðasta ári. Enginn annar þingmaður af efstu tíu hefur stigið fram og greint frá endurgreiðslum til sín. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefur boðað að allar slíkar upplýsingar verði gerðar aðgengilegar á vef Alþingis. Sú ákvörðun þarf þó að fara í gegnum forsætisnefnd sem fundar ekki fyrr en í næstu viku. Því brá Vísir á það ráð að senda fyrirspurn á alla sitjandi þingmenn varðandi greiðslur ofan á þingfararkaup. Fyrirspurnin var svohljóðandi:Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt?Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig?Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu?Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017?Fyrirspurnin var send á þriðjudag og sendi Vísir ítrekun í gær á þá þingmenn sem höfðu ekki svarað. Að endingu svöruðu 48 þingmenn af 63.Miðað við 15 þúsund kílómetra Svör þingmanna má lesa hér fyrir neðan en um álag og aukakostnað ofan á þingfararkaup gilda ákveðnar reglur. Almennt þingfararkaup er 1.101.194 krónur á mánuði. Auk þess eiga allir þingmenn rétt að fá greiddan starfskostnað sem nemur 40 þúsund krónum á mánuði og ferðakostnað sem nemur 30 þúsund krónum á mánuði. Þingmenn Suður-, Norðaustur- og Norðvesturkjördæmis fá mánaðarlegar greiðslur í húsnæðis- og dvalarkostnaðs vegna búsetu í Reykjavík. Þá hafa ráðherrar og forseti Alþingis rétt á bíl ásamt bílstjóra. Varaforsetar fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Formenn fastanefnda fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Fyrsti varaformaður fastanefndar fær 10% álag á þingfararkaup og annar varaformaður 5% álag. Varaformaður fastanefndar eða þingflokks fær greitt 15% álag á þingfararkaup þann tíma sem formaður er utan þings og varamaður hans situr á þingi. Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup. Þá segir að þurfi þingmaður að aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári í starfi sínu skuli hann fá til afnota bílaleigubíl sem skrifstofa Alþingis leggur til. Grafík/Gvendur Reykjavíkurkjördæmi norður Guðlaugur Þór Þórðarson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi utanríkisráðherra Rétt er að taka fram að hann hefur gegnt ráðherraembætti frá janúar 2017 og á þeim tíma haft aðgang að bíl og bílstjóra.Færð þú greiðslur ofan á þingafarakaup þitt? Já, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi fær Guðlaugur Þór starfskostnaðargreiðslu að upphæð kr. 40.000.- (í launaútborgun). Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. Katrín Jakobsdóttir, Vinstri græn, núverandi forsætisráðherraSem forsætisráðherra er ég á launum sem slíkur og því á fyrsta spurning ekki við. Ég hef fengið greitt frá Alþingi vegna bílaleigubíla sem ég hef tekið til að mæta á fundi úti á landi en hef ekki haldið akstursdagbók og því ekki fengið sérstakar aksturgreiðslur.Helgi Hrafn Gunnarsson, PíratarHér er það sem ég veit um: Ég fæ 15% álag þegar Þórhildur Sunna þingflokksformaður er erlendis. Ég man ekki nákvæmlega hversu margir dagar það hafa verið hingað til, en þeir voru eitthvað um 1-3. (Veit ekki einu sinni hvort að helgin taldist með.) Ég veit ekki hver upphæðin var og þyrfti að grennslast fyrir í launaseðla til að svara því. Nei, ég fékk engar sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu á síðasta ári, og veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma fengið þær. Það er hugsanlegt að ég hafi nýtt þær einhvern tíma á kjörtímabilinu 2013-2016 án þess að ég viti það, en það hefði þá verið þáverandi aðstoðarmaður þingflokks sem myndi vita það, þar sem ég hef þá allavega ekki séð um það sjálfur.Helga Vala Helgadóttir, SamfylkinginEins og allir þingmenn fæ ég starfskostnað sem er 40 þ. f. skatt og ferðakostnað sem er 30 þ. f. skatt. Þá fæ ég 15% álag vegna formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Varðandi ferðakostnað á síðasta ári þá fékk ég engar slíkar greiðslur. Held þetta sé upptalið.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, SjálfstæðisflokkurinnFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ég fæ 15% vegna formennsku í Utanríkismálanefnd. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Nokkrar greiðslur vegna ferða sem farnar eru með innanlandsflugi. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei hef staðið að þeim kostnaði sjálf. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? --Steinunn Þóra Árnadóttir, Vinstri grænÉg fæ sem annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar greitt álag sem er 5% af þingfararkaupi. Nei, fékk ekki sérstakar akstursgreiðslur.Þorsteinn Víglundsson, ViðreisnTekið skal fram að Þorsteinn gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra.Sem varaformaður Efnahags- og viðskiptanefndar fæ ég greitt 10% álag ofan á þingfararkaup. Aðrar greiðslur hef ég ekki þegið ofan á þingfararkaup á þessu kjörtímabili né því síðasta. Ég er ekki í hópi þeirra þingmanna sem fékk sérstakar akstursgreiðslur á árinu 2017.Birgir Ármannsson, SjálfstæðisflokkurinnBirgir Ármannsson svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? -- Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? ---Ólafur Ísleifsson, Flokkur fólksinsSem formaður þingflokks er mér greitt 15% álag á þingfararkaup skv. reglum Alþingis. Akstursgreiðslur til mín voru engar 2017.Halldóra Mogensen, PíratarÉg fæ 15% álag ofan á þingfararkaupið mitt vegna formennsku í velferðarnefnd. Ég fæ einnig 40.000 kr í starfskostnað og 30.000 kr í ferðakostnað. Ég hef aldrei sótt um sérstakar akstursgreiðslur. Reykjavíkurkjördæmi suður Sigríður Á. Andersen, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi dómsmálaráðherra Sigríður svaraði ekki fyrirspurn Vísis en vert er að taka fram að hún hefur gegnt ráðherraembætti frá janúar 2017 og hefur haft aðgang að bíl og bílstjóra. Svandís Svavarsdóttir, Vinstri græn, núverandi heilbrigðisráðherra Ég er ráðherra og því á fyrsta spurning ekki við. Það er fastur mánaðarlegur kostnaður, annars vegar 30 þúsund krónur í ferðakostnað og hins vegar 40 þúsund krónur í starfskostnað. Aksturskostnaður fyrir árið 2017 var 0 krónur.Ágúst Ólafur Ágústsson, Samfylkingin Ég þáði ekki greiðslur vegna aksturs árið 2017. Ég hef hins vegar 5% álag á þingfararkaup þar sem ég er varaformaður fjárlaganefndar. Þá fæ ég einnig greiðslur vegna starfskostnaðar að upphæð kr. 40.000 og vegna ferðakostnaðar í kjördæmi að upphæð kr. 30.000.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Píratar Ég er þingflokksformaður og fæ 15% álag ofan á kaupið mitt vegna þess. Ég sit í alþjóðanefnd – Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins og fæ greidda dagpeninga þegar ég ferðast á vegum þingsins. Þingið kaupir flugmiðana mína en ég greiði hótelkostnað og annað uppihald með dagpeningunum. Ég er því miður með rosa flensu núna og sé mér ekki fært að fletta upp hverri einustu greiðslu vegna þingstarfa erlendis, dagpeningarnir eru breytilegir eftir lengd ferðar og eftir áfangastað. Til þess að vita það með vissu þyrfti ég að fara í gegnum alla launaseðlana mína og ég hef ekki orku í það núna. Ég hef ekki fengið sérstaka aksturspeninga. Ég fæ, eins og aðrir þingmenn á höfuðborgarsvæðinu 40 þúsund kr í starfskostnað og 30 þúsund í ferðakostnað á mánuði. Ég hef fengið endurgreitt alls 3 flugferðir til Akureyrar, einu sinni fyrir fund með Pírötum á Akureyri og fram og til baka til þess að taka þátt í fundi fólksins. Samtals sirka 60 þúsund. Allar nánari upplýsingar má finna hér.Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokkur 1. Já, eins og allir í forsætisnefnd. 2. Skilst að það sé 15% ofan á þingfararkaup. 3. Ég hef aldrei óskað eftir endurgreiðslu vegna aksturs. Mér skilst þó að allir þingmenn fái fast kr. 30.000.- á mánuði. Sjálfur ek ég um 7.000 km á ári sem tengist störfum mínum sem þingmaður.Kolbeinn Óttarsson Proppé, Vinstri græn Nei og nei.Hanna Katrín Friðriksson, Viðreisn 1. Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Já, ég fæ 15% álag sem þingflokksformaður Viðreisnar. 2. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Sjá svar við spurningu 1. 3. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei. 4. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Sjá svar við spurningu 3.Inga Sæland, Flokkur fólksins 1. Ég er formaður stjórnmálaflokks og því með eitt og hálft þingfararkaup. 2. Nei ég er ekki einn af þeim þingmönnum sem fékk sérstakar akstursgreiðslur á árinu 2017.Lilja Alfreðsdóttir, Framsóknarflokkur, núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Engar greiðslur hlotið.Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokkurinn Svar við fyrstu spurningu er já. Ég fæ sem einn af varaforsetum þingsins 15% álag á þingfararkaup. Ég fæ einnig eins og allir aðrir þingmenn fasta ferðakostnaðargreiðslu og starfskostnaðargreiðslu í hverjum mánuði. Allar upphæðir þar að lútandi er að finna á vef alþingis. Ég sat ekki á þingi á síðasta ári og fékk því ekki sérstakar akstursgreiðslur.Björn Leví Gunnarsson, Píratar Engar greiðslur ofan á þingfararkaup utan föstu starfs- og ferðakostnaðargreiðslnanna frá forsætisnefnd. Fæ ekki sérstakar akstursgreiðslur, húsnæðisgreiðslur eða annað álag. SuðvesturkjördæmiGrafík/Gvendur Suðvesturkjördæmi Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra Bjarni Benediktsson svaraði ekki fyrirspurn Vísis en tekið skal fram að hann hefur gegnt ráðherraembætti frá miðju ári 2013 og allan þann tíma haft bíl og bíltsjóra til afnota. Bryndís Haraldsdóttir, Sjálfstæðisflokkur Bryndís sendi Vísi mynd af launaseðli. Sem 6. varaforseti Alþingis fær hún 15% álag á þingfararkaup. Ekkert umfram fastar 40 þúsund krónur í starfskostnað og 30 þúsund í ferðakostnað.Ég hef einu sinni fengið akstursgreiðslu ég finn ekki í fljótu bragði eitthvað um það á seðli en það var rvk- stykkisholmur-rvk, km sinnum föst upphæð man ekki hvað það var nákvæmlega.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri græn a og b) Já, ég fæ greiðslur ofan á þingfararkaup mitt sem 1. varaformaður utanríkismálanefndar skv. þessu hér sem eru 10% álag ofan á þingfararkaup. c) Nei. En ég fæ eins og allir þingmenn fastan ferðastyrk á mánuði að upphæð 30 þúsund krónum til að standa straum af ferðalögum um kjördæmi mitt - sjá hér um ferðakostnað. Ég hef aldrei rukkað Alþingi um akstursgreiðslur um kjördæmið mitt, heldur læt þessa föstu upphæð duga í þau ferðalög og þann akstur sem þarf um kjördæmi mitt.Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingin Ég fæ í efniskostnað 40.000 f. skatt og ferðakostnað sem er 30.000 f. skatt. Þetta eru fastar greiðslur sem allir þingmenn fá. Þá fæ ég 10% álag sem 1. varaformaður Allsherjar og menntamálanefndar. Ég hef einu sinni hagnýtt mér styrk til símakaupa upp á 80 þúsund krónur, sem er sambærilegur við slíka styrki til síma- eða gleraugnakaupa hjá VR. Ég hef engar greiðslur fengið vegna aksturs.Jón Gunnarsson, Sjálfstæðisflokkurinn, var ráðherra janúar – nóvember 2017Tekið skal fram að Jón gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra. Fæ sérstakar greiðslur fyrir akstur í kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu, í dag 30.000 kr. á mánuði. Engar greiðslur fyrir akstur utan kjördæmis 2017. Fæ 10% álag á þingfararkaup vegna varaformennsku í umhverfis- og samgöngunefnd.Gunnar Bragi Sveinsson, MiðflokkurinnGunnar Bragi svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, ViðreisnTekið skal fram að Þorgerður Katrín gegndi ráðherraembætti janúar - nóvember 2017 og hafði þá aðgang að bíl og bílstjóra. Nei. Engar akstursgreiðslur fengið.Jón Þór Ólafsson, Píratar Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Já, sem varaforseti fæ ég 15% ofan á þingfararkaupið. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Neib, hef aldrei fengið slíkt.Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokkurinn Ég fæ 15% álag á þingfararkaup sem formaður fjárlaganefndar. Endurgreiddur aksturskostnaður kr. 47.190 (árið 2017) Endurgreiddur kostnaður vegna gistingar kr. 16.800 (árið 2017) Ég vísa svo til vinnu Forsætisnefndar Alþingis þar sem þær reglur sem í gildi eru, eru til endurskoðunar, er varðar fyrirkomulag þeirra, eftirfylgni og upplýsingagjöf. Það er svo von mín að í framhaldinu verði regluverkið einfalt og skýrt og að allar upplýsingar um greiðslur til þingmanna verði opinberar.Óli Björn Kárason, Sjálfstæðisflokkur Ég fæ álagsgreiðslu vegna formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd. Ég fékk ekki sérstakar akstursgreiðslur á síðasta ári, en var og er með 30 þúsund krónur í ferðakostnað á mánuði samkvæmt reglum um þingfararkostnað og allir þingmenn fá.Ólafur Þór Gunnarsson, Vinstri græn Þar sem ég er 1. varaformaður velferðarnefndar fæ ég 10% álag á þingfararkaup vegna þess. Að auki fæ ég föstu starfskostnaðar og akstursgreiðslurnar sem eru 40 þúsund og 30 þúsund. Ég fékk enga reikninga greidda vegna aksturs í fyrra.Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokkur fólksins Ég fæ 40.000 krónur í starfkostnað og 30.000 krónur í bifreiðakostnað ofan á þinglaunin. Ekkert annað.Jón Steindór Valdimarsson, Viðreisn Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei, á þessu kjörtímabil hef ég ekki fengið neinar slíkar greiðslur. Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Sjá svar að ofan (engar greiðslur). Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei, engar slíkar greiðslur fengið. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Sjá svar að ofan (engar greiðslur). SuðurkjördæmiGrafík/Gvendur Suðurkjördæmi Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokkurinn2017 er eina heila árið sem ég hef verið á þingi. Ég kom inn á þing í október 2016. Aksturinn sem er síðan endurgreiddur af alþingi er 12.867 kílómetrar sem gerir í endurgreiddum aksturskostnaði 1.371.380. Það er innan við þessa 15 þúsund kílómetra reglu. Þingfararkaupið sjálft er 1.101.194 kr. Ég er formaður í allsherjar- og menntamálanefnd og þá kemur 15 % álag sem er 165.179 kr. Svo er húsnæðiskostnaður vegna þess að ég rek tvö heimili. Annað í Vestmannaeyjum og hitt á höfuðborgarsvæðinu. Endurgreiddur húsnæðiskostnaður er 134.041 kr. Á þetta bætist fastur starfskostnaður sem er 40 þúsund krónur og svo er eitthvað sem heitir fastur ferðakostnaður sem er r 30 þúsund krónur og allt með öllu gerir þetta á mánuði 1.470.414 kr.Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokkurinn, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherraSigurður Ingi svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Birgir Þórarinsson, Miðflokkurinn Ég er ekki með sérstaka álagsgreiðslu á þingfararkaup. Hins vegar fæ ég greiðslu vegna húsnæðiskostnaðar upp á 44.680 kr og greiðslu vegna ferðakostnaðar upp á 30.000 kr. Hvað varðar akstursgreiðslur þá settist ég á þing í desember sl. Ég sótti námskeið fyrir nýja þingmenn í Þinghúsinu og fékk vegna þess aksturgreiðslu upp á 77.300 kr. Eftir að þingið tók til starfa hef ég haft afnot af bílaleigubíl (Skoda Octavia) á vegum þingsins.Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokkurinn Ásmundur svaraði ekki fyrirspurn Vísis en fyrir liggur að hann hlaut 4.621.144 króna endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar árið 2017.Ari Trausti Guðmundsson, Vinstri grænSem svar við fyrirspurnum Vísis um greiðslur til mín utan þingfararkaups 2017 vil ég taka þetta fram: 1. Ég þigg þær föstu greiðslur sem allir landsbyggðaþingmenn notast við. Upphæðir eru á vef Alþingis. 2. Ég fæ greiddan ferðakostnað til/frá og í útlöndum vegna setu í alþjóðanefndum Alþingis, skv. greiðslunótum og í formi dagpeninga, skv. opinberum reglum. 3. Ég fæ greitt fyrir innanlandsflug, einkum til Hafnar og Vestmannaeyja, og gistingu ef um slíkt er að ræða, skv. greiðslunótum. 4. Ég fæ greiddan akstur (pr. ekinn km) í Suðurkjördæmi samkvæmt færslum á akstursdagsbók.is. Sá akstur var langt innan við 10.000 km mörk 2017. Hvað ábyrgar tölur varðar vísa ég í tilvonandi birtingar á vef Alþingis á öllum upplýsingum um greiðslur til þingmanna sem forseti Alþingis hefur boðað í bréfi til fjölmiðla. Ég hef ekki afrit af frumritum nóta og annarra gagna sem til þarf. Tel auk þess vænlegt að upplýsingar um greiðslur til allra þingmanna liggi fyrir í einu.Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingin Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Samkvæmt launaseðli 1. febrúar 2018: Greiðslur ofan á mánaðarlaun: Álag vegna þingflokksformennsku: 165.179 kr. Starfskostnaður: 40.000 kr. Húsnæðiskostnaður: 44.680 kr. Ferðakostnaður: 30.000 kr. Samtals: 279.859 kr. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Km. heild: 23.469 km Akstur til og frá heimili: 17.290 km Samtals kr: 2.471.403 krSilja Dögg Gunnarsdóttir, FramsóknarflokkurinnSkv. síðasta launaseðli hef ég ekki álag á þingfararkaup en á launaseðlinum eru greiðslur vegna húsnæðiskostnaðar kr. 44.680, starfskostnaðar kr. 40.000 og ferðakostnaðar í kjördæmi kr. 30.000. Endurgr. akstur skv. akstursdagbók eru eftirfarandi 2017: 18.182 km eða 1.929.818 kr. 2016: 27.881 km eða 2.783.528 kr. 2015: 24.458 km eða 2.665.770 kr. 2014: 27.337 km eða 2.887.342 kr. 2013: 17.873 km eða 1.983.677 krKarl Gauti Hjaltason, Flokkur fólksinsÁ árinu 2017 voru akstursgreiðslur mínar frá alþingi kr 171.600, en ég var kjörinn fyrst inn í lok október 2017.Vilhjálmur Árnason, SjálfstæðisflokkurinnVilhjálmur svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Smári McCarthy, PíratarJá, ég fæ ferðakostnað 30.000 kr, starfskostnað 40.000 kr, og húsnæðiskostnað 134.041 kr. Ég hef ekki innheimt akstursgreiðslur. Ferða- og starfskostnaðinn fá allir þingmenn fast; hann lækkaði í kjölfar viðstöðulausrar gagnrýni Pírata á hækkanir kjararáðs. Húsnæðiskostnaðinn fæ ég þar sem ég er þingmaður Suðurkjördæmis en búsettur í Reykjavík. Mér finnst skrýtið að ég fái hann greiddan, en rökin fyrir honum eru væntanlega að sumir þingmenn eru að jafnaði búsettir úti á landi en eru með fasta viðdvöl í Reykjavík vegna starfa sinna. Ég á ekki annað heimili úti á landi, og þarf því ekki á þessu að halda, en þetta er ekki valkvæð greiðsla heldur hluti af ákvörðun Forsætisnefndar Alþingis, og væntanlega þarf jafnt yfir alla að ganga. Þetta leggst svo ofan á þingfararkaup. Þess ber að geta að hvorki húsnæðiskostnaður né fastur ferðakostnaður reiknast inn í skattstofn. Ég hef ekki persónulega þörf fyrir þessar sporslur, en er ekki alfarið á móti tilvist þeirra vegna þess að aðstæður margra þingmanna eru flóknari en mínar. Sumir þurfa að halda úti tvö heimili og þurfa að ferðast mun meira en ég. Það eru málefnaleg rök fyrir því að þingmenn geti verið búsettir utan höfuðborgarsvæðisins. Hins vegar verður að teljast óeðlilegt ef menn rukka þingið fyrir hvern einasta ekna kílómeter, eða fyrir ferðir sem frambjóðandi eða á vegum flokksins síns. Það geri ég ekki; slíkt borga ég sjálfur. Sér í lagi rukka ég ekki um akstursgreiðslur eins og áður sagði. Ég hef þó tvívegis tekið bílaleigubíl á kostnað þingsins vegna óhjákvæmilegra þingstarfa, þegar ég var sjálfur bíllaus. NorðausturkjördæmiGrafík/Gvendur Norðausturkjördæmi Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ég hef verið a ferð um kjördæmið i kjördæmavikunni og hef ekki haft tök á að taka saman umbeðnar upplýsingar með þessum fyrirvara. Vek þó athygli á að forseti Alþingis hefur gefið út að þessar upplýsingar verða gerðar opinberar á næstunni og það tel ég rétt og eðlilegt. Loks vek ég athygli á því að ég hef frá því um mitt ár 2013 gengt ráðherraembætti og því eru greiðslur vegna aksturkostnaðar á þessu tímabili litlar ef einhverjar.Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri græn – núverandi forseti Alþingis Ég vonast til þess að svör við flestum þessara spurninga verði gerðar aðgengilegar fyrir alla þingmenn á vef Alþingis innan skamms. Varðandi endurgreiðslur til mín vegna aksturs eigin bifreiðar í þágu míns þingmanns starfs þá heyra þær því sem næst sögunni til. Ég nota f.o.f flug og þá bílaleigubíl í framhaldi af því sem yfirleitt sparar bæði tíma og peninga, enda hvatt til þess af þinginu og lögð rík áhersla á að nota alltaf hagkvæmasta ferðamáta. Ég slæ á að akstur eigin bíls hafi verið svona á bilinu 1500-3000 km. sl. ár. Þ.e ein til þrjár ferðir frá Reykjavík í kjördæmið og/eða í fundaferðum í önnur kjördæmi, t.d. Þegar þingflokkurinn er í úthlaupi saman.Sigmundur DavíðGunnlaugsson, MiðflokkurinnSigmundur svaraði ekki fyrirspurn Vísis.Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkurinn Ég held tvö heimili og fæ greiðslur vegna þess skv. reglum þingsins. Ég nota ávallt bílaleigubíla þegar ég ek vegna starfsins.Logi Einarsson, Samfylkingin Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Já. Mánaðarlaun: 1.101.194,- Álag fyrir formennsku stjórnmálaflokks: 550.597,- Starfskostnaður: 40.000,- Ferðakostnaður: 30.000,- Húsnæðisstyrkur: 187.657,- Aðalheimili fjölskyldunnar er á Akureyri. Þar búa kona mín og dóttir en ég þarf að halda til í Reykjavík á virkum dögum og margar helgar. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei.Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkurinn Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Nei, ég sinni engum störfum i þinginu þar sem álag kemur til. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Já. Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017? Já ég fékk greiðslur fyrir akstur eigin bifreiðar uppá 99.770kr eða fyrir 907km.Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri græn Já sem þingflokksformaður fæ ég 15% álag á þingfararkaupið. Ég held tvö heimili, í Reykjavík og í Ólafsfirði og fæ húsnæðisgreiðslur skv. reglum. Ég tek alla jafna bílaleigubíl frá Akureyri til Ólafsfjarðar þegar ég fer heim en í 3 skipti var ég á einkabíl á milli og 1 skipti Reykjavík - Akureyri var ég á einkabíl og fékk þær greiðslur skv. reglum samtals 621 km.Anna Kolbrún Árnadóttir, Miðflokkurinn Vegna fyrstu tveggja spurninganna vísa ég í starfskjör Alþingis. Vegna seinni spurninganna tveggja, þá hef ég ekki fengið akstursgreiðslur frá Alþingi.Líneik Anna Sævarsdóttir, FramsóknarflokkurinnLíneik Anna svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hún er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Samfylkingin Ég er með laun í samræmi við lög um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, þ.e. kr. 1.101.194,-. Ég fæ svo eins og allir aðrir þingmenn í samræmi við þessi sömu lög greiddan starfskostnað og ferðakostnað. Þar sem ég er þingmaður úr landsbyggðakjördæmi þá fæ ég greiddan húsnæðiskostnað og þar sem ég held tvö heimili, og geri það sannarlega, fæ ég greitt álag ofan á þá greiðslu. 187 þúsund í húsnæðiskostnað. Ég hef ekki skilað inn reikningum vegna aksturs enda eru það tilmæli fjármálaskrifstofu að við notum bílaleigubíla í lengri ferðir og fasta ferðakostnaðargreiðslan á að standa undir styttri ferðum innanbæjar. NorðvesturkjördæmiGrafík/Gvendur Norðvesturkjördæmi Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokkurinn Haraldur svaraði ekki fyrirspurn Vísis. Ásmundur Einar Daðason, Framsóknarflokkurinn, núverandi félagsmálaráðherra Ásmundur Einar svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Vinstri grænKjör þingmanna liggja fyrir á vef Alþingis og nánari persónugreinanleg kjör falla undir persónuverndarlög eins og komið hefur fram í svörum forseta Alþingis. Minn endurgreiddi akstur á ársgrundvelli er ekki á topp tíu lista og er innan eðlilegra marka.Bergþór Ólason, MiðflokkurinnBergþór Ólason svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Sjálfstæðisflokkurinn, núverandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherraÞórdís Kolbrún svaraði ekki fyrirspurn Vísis en tekið skal fram að Þórdís hefur gegnt ráðherraembætti síðan í janúar 2017 og allan þann tíma haft bíl og bílstjóra til afnota.Guðjón S. Brjánsson, SamfylkinginSpurningarnar voru þessar og að hluta get ég svarað þeim strax: Færð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? Ef já, hvaða greiðslur eru það og hversu háar í hverju tilfelli fyrir sig? Ég sit sem 1. varaforseti þingsins og ég held að því fylgi einhver aukaleg þóknun, sennilega 15%. Sömuleiðis sit ég sem formaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins en engin sérstök greiðsla fylgir því verkefni. Um aðrar reglubundnar álagsgreiðslur eða tilfallandi er ekki að ræða að mér vitandi. Álag á þingfararkaup v. setu sem 1. varaforseti Alþingis, 15%: 165.179 kr. Álag á húsnæðis- og dvalarkostnað 53.616 kr. Húsnæðis- og dvalarkostnaður vegna heimanaksturs 44.680 kr. Ferðakostnaður í kjördæmum 30.000 kr. Starfskostnaður 40.000 kr. Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? NEIHalla Signý Kristjánsdóttir, FramsóknarflokkurinnFærð þú greiðslur ofan á þingfararkaup þitt? ég er annar varaformaður í einni nefnd og fæ greitt 5% álag fyrir það á mán Ert þú einn af þeim þingmönnum sem á síðasta ári fékk sérstakar akstursgreiðslur frá þinginu? Nei, tek bílaleigubíl ef ég þarf um kjördæmið og svo er ég með flugkort frá Alþingi og „má“ nýta það í þrjár ferðir á mánuði heim, er búsett í Bolungarvík. Landsbyggðarþingmenn fá aðgang að langtímaleigubíl að hámarki 67 þús á mán til aksturs í RVK, ef þeir taka dýrari bíl greiða þeir mismun. Ég nýti mér það og er með lítinn bíl og nýti hann í styttri ferðir á fundi um kjördæmið ef færð er góð Ef já, hversu há var sú upphæð fyrir árið 2017?Sigurður Páll Jónsson, MiðflokkurinnSigurður svaraði ekki fyrirspurn Vísis en hann er einn þeirra 19 þingmanna sem tóku sæti á Alþingi eftir þingkosningarnar í október 2017. Þau sem náðu ekki endurkjöri í október 2017. Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Eygló Harðardóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.Grafík/Gvendur 19 nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi eftir kosningarnar í lok október í fyrra og því eru 19 fyrrverandi þingmenn sem sátu meirihluta síðasta árs en fengu ekki senda fyrirspurn. Vísir hringdi þó í þá alla og voru þeir spurðir hvort þeir væru á lista þeirra tíu sem fengu hæstar endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar á árinu 2017.Björt Ólafsdóttir, Björt framtíð - Reykjavík norðurTekið skal fram að Björt var ráðherra janúar – nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra. Nei ég fékk bara engar greiðslur.Birgitta Jónsdóttir, Píratar - Reykjavík norðurNei ég hef aldrei fengið akstursgreiðslur á öllum þeim tíma sem ég var á þingi.Ásta Guðrún Helgadóttir, Píratar - Reykjavík suðurÉg hef aldrei sótt um neinar aksturstengdar greiðslur utan þess sem fast er í þingfararkaupinu. Hef farið á Vestfirði, fékk bílaleigubíl frá þinginu.Nichole Leigh Mosty, Björt framtíð - Reykjavík suðurNei ég sótti aldrei um. Ég fór með strætó og þegar ég vann seint á kvöldin fór ég heim með leigubíl og ég er viss um að ég lagði út hærri kostnað en þennan 30 þúsund. Innan míns kjördæmis for ég annað hvort gangandi eða með strætó. Þingmenn fá nógu mikið greitt. Hildur Sverrisdóttir, Sjálfstæðisflokkurinn - Reykjavík suðurNei, mig minnir að það hafi ekki verið neitt. Ekkert notað þetta. Gunnar Hrafn Jónsson, Píratar - Reykjavík suðurSvaraði ekki í síma.Pawel Bartoszek, Viðreisn - Reykjavík suðurÉg var bara í Reykjavík og þáði þennan fasta akstursstyrk en ég var ekki með nein útgjöld annað en það. Ekkert út frá greiddum reikningum. En ég tók nú einu sinni bílaleigubíl frá þeim aðila sem þingið skiptir við og hef aldrei verið á flottari bíl.Eygló Harðardóttir, Framsóknarflokkur - SuðvesturkjördæmiEfast stórlega um það. Ekki með þetta fyrir framan mig. Fyrst og fremst sinnti ég mínu kjördæmi, sem er ekki stórt þó það sé fjölmennt. Það var ekki mikill akstur.Vilhjálmur Bjarnason, Sjálfstæðisflokkurinn - SuðvesturkjördæmiÞað held ég alls ekki. Held ég hafi fengið einhver 2-300 þúsund. Ósköp einfaldlega það var algjört lágmarkTheodóra S. Þorsteinsdóttir, Björt framtíð - SuðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Óttarr Proppé, Björt framtíð - SuðvesturkjördæmiTekið skal fram að Óttarr var ráðherra janúar - nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra.Nei ég hef aldrei sótt um endurgreiðslu á akstri á þeim tíma sem ég var á þingi.Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokkur - SuðurkjördæmiTekið skal fram að Unnur Brá var forseti Alþingis janúar - nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra. Svaraði ekki í síma. Jóna Sólveig Elínardóttir, Viðreisn - SuðurkjöræmiÉg bara hef ekki hugmynd um það.Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkur - NorðausturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Benedikt Jóhannesson, Viðreisn - NorðausturkjördæmiTekið skal fram að Benedikt var ráðherra janúar – nóvember 2017 og hafði því á því tímabili aðgang að bíl og bílstjóra.Ég fékk ekki krónu. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Píratar - NorðausturkjördæmiÞetta er innan við 300 þúsund á öllu árinu sem ég hef fengið. Ég innheimti ekki nema fyrir brot af því sem ég fór á einkabílnum mínum. Ég fór um kjördæmið og í kosningabaráttunni fór ég allt á mínum einkabíl, bæði 2016 og 2017 og greiddi það sjálfur úr eigin vasa og eða Píratar sjálfir. Ekkert innheimt til Alþingis vegna þessa.Eva Pandóra Baldursdóttir, Píratar - NorðvesturkjördæmiÉg er ekki ein af þessum tíu.Elsa Lára Arnardóttir, Framsóknarflokkur - NorðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma.Teitur Björn Einarsson, Sjálfstæðisflokkurinn - NorðvesturkjördæmiSvaraði ekki í síma. Eftirfarandi þingmenn svöruðu ekki fyrirspurn Vísis eða svöruðu ekki í síma þegar hringt var í þá. Undanskildir í þessari upptalningu eru þeir sem svöruðu ekki en voru ráðherrar janúar – nóvember 2017 og þeir sem svöruðu ekki en tóku sæti á þingi eftir þingkosningarnar 2017. Birgir Ármannsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokkins í Reykjavík norður. Gunnar Bragi Sveinsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, núverandi samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins. Vilhjálmur Árnason, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, núverandi þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata í Reykjavík suður. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi. Valgerður Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Elsa Lára Arnardóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Teitur Björn Einarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, boðar að upplýsingar um starfskostnaðargreiðslur verði birtar á vef Alþingis.Vísir/Valli 15 þúsund kílómetra reglan tekin upp 2016 Ákvæði um notkun bílaleigubíla í lengri ferðum kom inn í starfsreglur Alþingis á árinu 2013. „Þá kemur inn almenn viðmiðun um það að það eigi að nota bílaleigubíla frekar en akstur á eigin bíl ef það sé hagkvæmara. En þá er ekki nein kílómetratala þar nefnd til viðmiðunar heldur er bara ætlast til þess að menn meti það hvort það sé ódýrara að taka bílaleigubíl í einhvern tíma heldur en að fara í langa ferð á eigin bíl. Það má segja að það sé byrjað að beina þessu í þann farveg að menn eigi að taka bílaleigubíl ef það er hagstæðara árið 2013,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við Vísi. „En það er síðan haustið 2016, í október 2016 sem það kemur inn viðmiðun við 15 þúsund kílómetra markið. Það byggir þá á úttektum og könnun sem sérstök nefnd á vegum forsætisnefndar sem hafði, undir forystu Kristjáns Möller, unnið og einhverjir útreikningar höfðu leitt í ljós að það væri einhver skurðpunktur við þessa 15 þúsund kílómetra.“ Aðspurður um hvernig breytingum á starfsreglum sé komið til skila til þingmanna segir Steingrímur að þær séu birtar á vef Alþingis og ætlast sé til að þingmenn þekki til þeirra. Það gerist yfirleitt sjálfkrafa að þeir sem bundnir séu ákveðnum reglum viti hvernig þær eru. Allar starfsreglur eru svo kynntar nýkjörnum þingmönnum áður en þeir taka sæti á þingi. „Það hefur yfirleitt breiðst bara út í kerfinu og kemur til framkvæmda jafnt og þétt. En svo náttúrulega hefur kannski eitthvað tekið lengri tíma að fella þetta allt í þennan farveg. Á þessum tíma hafa verið tvennar kosningar og mannabreytingar miklar, það kann ýmislegt að hafa leitt til þess að þetta hafi ekki alveg náð að skila sér.“ Nú tekur þú við vinna í forsætisnefnd við að fara yfir reglur um akstursgreiðslur og hefur Steingrímur tilkynnt að hann vilji að upplýsingar um slíkan kostnað verði gerðar opinberar. Forsætisnefnd mun funda á mánudag og fara yfir hvernig upplýsingum verði miðlað framvegis.Telur þú að það sé pólitískur vilji fyrir því að gera þessar upplýsingar opinberar? „Það ætla ég nú rétt að vona. Allavega að það verði tekin einhver marktæk skref í því, ég ætla að beita mér fyrir því.“