Fjórðungur fálka hefur lent í skothríð á Íslandi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. febrúar 2018 07:00 Höglin sem sitja í Ógn sjást greinilega á röntgenmynd. Dýraspítalinn í Víðidal „Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Þessi barbarimsi er því miður við lýði hérna,“ segir Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, um skotgleðina sem virðist ríkja meðal byssumanna gagnvart fálkum á Íslandi. Á miðnætti á þriðjudag barst Náttúrufræðistofnun særður fálki sem Sigurður R. Magnússon á Hnjúki í Vatnsdal fann særðan og ófleygan eftir gaddavír. Dætur Sigurðar höfðu þá gefið fálkanum nafnið Ógn. Við skoðun að morgni miðvikudags kom í ljós að Ógn hefur einhvern tíma orðið fyrir haglaskoti. Nú dvelur Ógn, sem er kvenfálki, í hundabúri í Húsdýragarðinum. Ólafur segir fugla oft fljúga á girðingar eða línur og skera sig. „Fálkinn er á sýklalyfjum núna og þegar sá skammtur er búinn verður hann væntanlega settur út,“ segir Ólafur. Spurður hvort batahorfurnar séu góðar kveðst hann ekki viss um það. „Þetta er ljótt sár.“ Að sögn Ólafs hefur um fjórðungur þeirra vel rúmlega eitt hundrað fálka, sem almenningur hefur komið í hendur Náttúrfræðistofnunar á síðustu tíu til fimmtán árum og verið krufðir og röntgenmyndaðir, reynst hafa högl í sér eftir byssumenn. Þessir fuglar og hræ hafi fundist víða um landið.Fálkinn Ógn nýtur nú aðhlynningar og dvelur í hundabúri í Húsdýragarðinum. Óvíst er með batahorfur. Fréttablaðið/Anton Brink„Þetta er eins konar siðleysi,“ segir Ólafur aðspurður um ástæður þess að menn skjóta á fálka. „Þetta gæti líka verið þekkingarleysi; að menn átti sig ekki á hvað flýgur hjá. Þetta gætu einnig verið fordómar; að menn hatist út í fálkann og skjóti á hann til að tortíma tegundinni.“ Ólafur telur að stór hluti þeirra fugla sem Náttúrufræðistofnun hefur krufið hafi sloppið undan skotmanninum með högl í sér. Við höfum fengið fugla sem hafa sloppið undan skyttunum en síðan verið að dragast upp í langan tíma út af sýkingum í sárunum. En á stóran hluta fuglanna er skotið einhver tíma í lífsferlinu og þeir lifa árásina af og eitthvað annað verður þeim síðan að grandi.“ Aspurður segist Ólafur telja að fyrrnefnt hlutfall af fálkum með högl í sér endurspegli skothríðina á fálka almennt. Þannig að einn af hverjum fjórum fálkum af þeim um tvö þúsund fuglum sem íslenski stofninn telji fái í sig skot fyrr eða síðar. „Þetta er tiltölulega sjaldgæfur fugl og er á válista. Fálkar hafa verið alfriðaðir í nærri 70 ár. Samt er ein algengasta dánarorsökin skotsár.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira