Tekjur Landsvirkjunar þær mestu í sögunni Kristján Már Unnarsson skrifar 15. febrúar 2018 20:45 Séð yfir hvelfingu Fljótsdalsstöðvar. Þar er orkan frá Kárahnjúkum virkjuð. Vísir/Vilhelm. Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. Þetta gerist á sama tíma og tvær stórvirkjanir eru í smíðum. Þetta kemur fram í ársreikningum Landsvirkjunar sem birtir voru í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að tekjur hafi verið þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Met hafi verið slegin, bæði í orkusölu og orkuframleiðslu, en alls nam seld raforka 14,3 tervattstundum, sem var yfir fimm prósenta aukning frá fyrra ári.Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Álverð hækkaði um 23 prósent milli ára, sem skilar Landsvirkjun hærri tekjum.Vísir/Pjetur.Fimm virkjanir hafi slegið vinnslumet, Kárahnjúkar, Sigalda, Búðarháls, Sultartangi og Steingrímsstöð. Ytri aðstæður hafi einnig verið hagstæðar og verð á áli hækkað um 23 prósent á milli ára en hluti raforkusamninga er tengdur álverði. Þá hafi tvær virkjanir verið í smíðum. Fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar var gangsettur í nóvember og stefnt er að gangsetningu Búrfellsvirkjunar tvö um mitt þetta ár.Frá Þeistareykjum. Átta borholur skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að hagnaður fyrir fjármagnsliði sé sá mælikvarði sem félagið horfi til þegar metinn sé grunnrekstur fyrirtæksins. Hann hafi aldrei verið meiri og numið sextán milljörðum króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um afkomu Landsvirkjunar: Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Hagnaður Landsvirkjunar fyrir fjármagnsliði varð meiri en nokkru sinni fyrr á nýliðnu ári, eða sextán milljarðar króna, og raforkuframleiðsla sló öll met. Þetta gerist á sama tíma og tvær stórvirkjanir eru í smíðum. Þetta kemur fram í ársreikningum Landsvirkjunar sem birtir voru í dag. Forstjórinn, Hörður Arnarson, segir að tekjur hafi verið þær hæstu í sögu fyrirtækisins. Met hafi verið slegin, bæði í orkusölu og orkuframleiðslu, en alls nam seld raforka 14,3 tervattstundum, sem var yfir fimm prósenta aukning frá fyrra ári.Frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Álverð hækkaði um 23 prósent milli ára, sem skilar Landsvirkjun hærri tekjum.Vísir/Pjetur.Fimm virkjanir hafi slegið vinnslumet, Kárahnjúkar, Sigalda, Búðarháls, Sultartangi og Steingrímsstöð. Ytri aðstæður hafi einnig verið hagstæðar og verð á áli hækkað um 23 prósent á milli ára en hluti raforkusamninga er tengdur álverði. Þá hafi tvær virkjanir verið í smíðum. Fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar var gangsettur í nóvember og stefnt er að gangsetningu Búrfellsvirkjunar tvö um mitt þetta ár.Frá Þeistareykjum. Átta borholur skila nú 110 megavatta orku.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar kemur fram að hagnaður fyrir fjármagnsliði sé sá mælikvarði sem félagið horfi til þegar metinn sé grunnrekstur fyrirtæksins. Hann hafi aldrei verið meiri og numið sextán milljörðum króna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um afkomu Landsvirkjunar:
Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Ný stórvirkjun byggð inni í fjalli við Búrfell Sautján milljarða króna framkvæmdir við nýja Búrfellsvirkjun, við hlið þeirrar gömlu, eru komnar á fulla ferð. 3. október 2016 19:45