Greiðslur til þingmanna verði aðgengilegar á heimasíðu Alþingis Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. febrúar 2018 20:30 Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur. Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
Stefnt er að því að skýrar upplýsingar um kostnað og greiðslur til þingmanna verði brátt aðgengilegar á heimasíðu Alþingis. Forseti þingsins kveðst sammála ákalli um aukið gagnsæi. Aftur á móti geti þingið ekki endurskoðað gjaldskrána sem þingmenn fá greitt eftir. Samkvæmt gildandi reglum er þingmönnum ætlaðar ýmsar aukagreiðslur. Þannig fá m.a. formenn nefnda, flokka og varaforsetar álag allt frá 15% og upp í 50% ofan á laun sín. Þingmenn utan af landi fá fasta mánaðarlega greiðslu og í sumum tilvikum álag að auki. Þá er greiddur ferðakostnaður án takmarkana fyrir akstur innan og utan kjördæmis. Ofan á þetta bætist svo kostnaður fyrir síma, tölvubúnað og svokallaður starfskostnaður.Tímabært að gera betur grein fyrir reglum Það er því ljóst að kostnaður skattborgara við hvern þingmann er oftast talsvert meiri en þingfararkaupið eitt. Hins vegar er erfitt fyrir hinn almenna borgara að henda reiður á því hver fær nákvæmlega hvað og hversu mikið. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tekur undir það að auka eigi gagnsæið í reglunum.„Ég held að það sé eðlilegt að við gerum miklu betur grein fyrir þessu og höfum opnara og aðgengilegra. Ég vona bara að góð samstaða geti tekist um það,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Hann segir markmiðið að upplýsingar um þessar aukagreiðslur verði öllum opnar, helst á vef Alþingis. Hann segir aftur á móti stuðst við opinberan taxta þegar aksturspeningar eru reiknaðir og því ekki á forræði þingsins að meta hvort þingmenn græði á slíkum greiðslum.Vill ekki ræða mál einstakra þingmanna Í Kastljósi í gær upplýsti Ásmundur Friðriksson að hann hefði þegið aksturspening í kosningabaráttu í prófkjöri en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar í fyrra. Þykir Steingrími eðlilegt að innheimta slíkan pening? „Ég ætla ekki að ræða þetta út frá málefnum einstaks þingmanns en það er alveg rétt að liður í þessari vinnu gæti verið að skerpa á því, framfylgni reglnanna.“Hafa þingmenn þá haft val um það sjálfir hvort þeir fylgi þessum reglum eða ekki?„Það er kannski ekki alveg bara þannig, en þessi regla eða viðmiðun er nú nýlega tilkomin og kannski hefur tekið svolítinn tíma að fella þetta allt saman undir hana.“Þá segir Steingrímur að til standi að taka reglurnar til endurskoðunar innan forsætisnefndar og sú vinna hafi raunar þegar verið hafin fyrir áramót. „Málið er á dagskrá í forsætisnefnd og ég held menn verði að sýna því aðeins skilning að nú þurfum við að fá tíma til að halda áfram þeirri vinnu,“ segir Steingrímur.
Alþingi Tengdar fréttir „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný Sjá meira
„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ásmundur Friðriksson segir að hann hafi ekki sett leikreglurnar varðandi endurgreiðlsu vegna aksturskostnaðar. 14. febrúar 2018 20:58
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent