Útvarp Reykjavík Pálmi Guðmundsson skrifar 15. febrúar 2018 11:00 Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Íslenskir fjölmiðlar, nýir og gamlir, eru allir að ganga í gegnum miklar breytingar í stafrænum heimi. Væntingar neytenda eru meiri en áður og neysluvenjur breyttar. Óbreytt er þó enn að ríkisstofnunin RÚV keppir af miklum þunga á auglýsingamarkaði og fyrirferð hennar veldur því að samkeppnisumhverfið er minni aðilum erfitt. Almennt eru einungis tveir tekjustofnar tilteknir þegar fjallað er um fjármögnun RÚV: útvarpsgjald og auglýsingatekjur. RÚV er samt sem áður fjármagnað með fjölbreyttari hætti en það. Nefskattur skilar RÚV um fjórum milljörðum árlega og auglýsingar rúmlega tveimur milljörðum. Að auki fá úthýst sjónvarpsverkefni fyrir RÚV árlega um hundrað milljónir króna í styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, endurgreiðslu frá ráðuneyti nýsköpunar og atvinnumála og reglulega styrki frá Nordisk TV & Film fund. RÚV fær ennfremur liðveislu frá EBU, innkaupasambandi norrænu sjónvarpsstöðvanna. Þá hefur Ríkisútvarpið selt myndefni, lóðir og leigt húsnæði, tæki og tól. Fyrirferð RÚV á auglýsingamarkaði er mikil og verðmyndandi en heildarvelta stofnunarinnar er álíka og samanlögð ársvelta auglýsinga þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins. Eitt er að hafa RÚV án auglýsinga líkt og aðrar þjóðir í kringum okkur ákváðu að gera og annað að hófstilla umsvifin. Eignarhald á fjölmiðlum tók miklum stakkaskiptum þegar tvö fjarskiptafélög hófu innreið sína á fjölmiðlamarkaðinn. Bæði félög eru í dreifðu eignarhaldi, þau eru að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða landsmanna og skráð í Kauphöll Íslands. Viðhorfsmælingar hafa sýnt að þjóðin vill öflugt RÚV og umræða sem þessi snýr ekki að því að veikja þessa mikilvægu og vinsælu stofnun. Nú eru helstu fjölmiðlar landsins að mestu komnir í eigu almennings og ekki lengur sérhagsmunamál fárra einstaklinga. Því höfum við aldrei fyrr haft betra tækifæri til að koma RÚV inn í nútímalegra rekstrarumhverfi en einmitt núna. Með því að endurhugsa RÚV á auglýsingamarkaði má tryggja að þessi mikilvægi miðill geti einbeitt sér að því lögbundna hlutverki sínu, að reka fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Þar sem lögð er sérstök rækt við íslenska tungu, menningararfleifð og tengsl við almenning án þess að þarfir auglýsenda hafi þar nokkur áhrif. Brotthvarf eða takmarkanir á RÚV á auglýsingamarkaði myndi skapa stóraukið svigrúm fyrir fleiri fjölmiðla til að láta ljós sitt skína og þar með auka fjölbreytni í efnisvali og þjónustu fyrir fólkið í landinu.Höfundur er fjölmiðlafræðingur og dagskrárstjóri Sjónvarps Símans.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun