Fangar vilja óháða sálfræðinga til starfa í fangelsum landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 "Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna,“ segir formaður Afstöðu – félags fanga. Fjórir sálfræðingar starfa nú hjá Fangelsismálastofnun og skipta þremur stöðugildum. VÍSIR/VILHELM Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Nauðsynlegt er að utanaðkomandi, óháðir sálfræðingar sinni fangelsum landsins en ekki sálfræðingar Fangelsismálastofnunar. Þetta er mat formanns félags fanga. Lítið hefur breyst í sálfræði- og geðheilbrigðisþjónustu við fanga undanfarið ár en Ríkisendurskoðun hefur ítrekað gert athugasemdir við það fyrirkomulag sem nú er við lýði.Fangi á Kvíabryggju svipti sig lífi í fyrradag. Er það annað sjálfsvígið innan veggja fangelsa landsins á innan við ári. Í mars í fyrra fyrirfór fangi á Akureyri sér. Í kjölfarið var rætt á Alþingi um stöðu fanga. „Það má segja það að það sé eiginlega uppi sama staða og þá,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. „Geðheilbrigðisþjónusta er jafn hræðileg og hún hefur verið. Til að mynda hefur enginn geðlæknir komið á Litla-Hraun frá árinu 2013.“Sjá einnig: Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Sú breyting var gerð í fyrra að stöðugildum sálfræðinga Fangelsismálastofnunar var fjölgað úr tveimur í þrjú.Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fangaÁ móti var meðferðarfulltrúum fækkað um einn. Guðmundur segir óhentugt að sálfræðingarnir starfi hjá Fangelsismálastofnun. „Það er gífurlega slæmt ef það ríkir ekki trúnaður milli sálfræðings og skjólstæðings hans. Sú staða er uppi nú. Það sem þyrfti að gera er að semja við staðbundna sálfræðinga og félagsráðgjafa sem eru óháðir stofnuninni líkt og tíðkast á Norðurlöndunum,“ segir Guðmundur. Formaðurinn bætir því við að ekki þurfi fleiri öryggismyndavélar í fangelsin heldur vanti fleira fagfólk. „Með utanaðkomandi fagfólki skapast meira traust sem þýðir að auðveldara verður fyrir fanga að vinna úr sínum málum. Þeir sérfræðingar gætu síðan komið með tillögur til fangelsisyfirvalda um hvaða skref sé réttast að taka í máli hvers og eins.“ Ástand í heilbrigðismálum innan veggja fangelsa hefur verið í ólestri undanfarinn áratug. Ríkisendurskoðun gerði athugasemdir við ástand heilbrigðis- og geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum árið 2010. Sú athugasemd var ítrekuð 2013, 2015 og 2017. Þá er vert að minnast á að fjárframlög til Fangelsismálastofnunar voru lækkuð um fjórtán milljónir í síðustu fjárlögum. Á grundvelli athugasemdanna var skipaður starfshópur í árslok 2015 til að fara yfir málefnið og átti hann að skila af sér fullnustuáætlun. „Fangar áttu ekki fulltrúa í hópnum og við höfum ekki enn heyrt frá þeim starfshópi til að koma athugasemdum okkar að,“ segir Guðmundur. „Öðru hvoru taka pólitíkusar sig til og tala um að nú verði að fara í þessi mál. Hingað til hefur lítið verið gert. Það er leiðinlegt að sjálfsvíg þurfi að koma til til þess að fólk sjái að við erum hérna.“ Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
Lögregla rannsakar andlát fanga á Kvíabryggju Fanginn fannst látinn síðdegis í gær. 13. febrúar 2018 23:07