„Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 20:58 Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. Vísir/Pjetur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fólk skorti oft skilning á því að á landsbyggðinni sé mikil eftirspurn eftir því að þingmenn komi í heimsókn og séu sýnilegir. Þá segir hann að hann hafi ekki sett leikreglurnar hvað varði endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar og að hann keyri ekki hvaða bíl sem er. Þetta kom fram í Kastljósþætti kvöldsins á RÚV. Aksturspeningar Ásmundar hafa verið mikið í umræðunni eftir að í ljós kom að hann fær endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur sem nemur 4,6 milljónum króna fyrir árið 2017.Segist ekki vera sammála útreikningum FÍBSamkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Ásmundur segist ekki vera sammála útreikningum FÍB. „Ég ætla ekki að draga FÍB í efa en ég geri hins vegar athugasemdir við verðfall á bílnum. Ég var búinn að kanna það sjálfur fyrir áramót og það er nú töluvert meira en þetta. Ég held að ég hafi farið með meira í olíu en þetta,“ segir hann. „Hitt er að þessi ríkistaxti. Hann á við alla þingmenn, alla ríkisstarfsmenn og mjög marga í atvinnulífinu sem miða akstur starfsmanna sinna við taxta ríkisins. Það er ekkert við mig að sakast,“ bætir hann við.Upphæðin kom á óvartÁsmundur segir jafnframt að hann leggi tölurnar ekki saman frá mánuði til mánaðar. „Þetta kom mér því töluvert á óvart. Mér fannst þær svolítið háar,“ segir þingmaðurinn. „Ég er þannig maður að starfið mitt er jafnan áhugamálið mitt númer eitt og ég er óþreytandi við að sinna kjördæminu. Ég hef líka verið óþreytandi við að sinna starfinu í þinginu.“ Segir hann að nauðsynlegt sé að ríkið endurskoði taxtann. „Mér finnst að ríkið eigi að endurskoða þennan taxta ef hann er hvati til þess að menn séu að fá einhvern aukapening út úr honum. Ég held að það sé ekki eðlilegt. Þetta á að borga rekstur af bílnum og kannski aðeins rúmlega það.“„Ég geri kröfur um hvers konar bíl ég ek á. Þingið er ekki að fara að leigja einhverja toppbíla“Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmaður meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. „Ég held að þær reglur hafi verið settar í lok síðasta þings án samráðs við okkur þingmennina sem erum í þessum heimaakstri. Það eru þingmenn sem hafa verið í viðræðum við núverandi forsætisnefnd um þessar reglur,“ segir hann. Þá segist Ásmundur ekki vera sáttur með þá bíla sem er boðið upp á og hefur litla trú á því að þingið bjóði upp á góða bíla. „Ég gerði athugasemd við þá bíla sem var verið að bjóða. Ég ætlaði ekki að keyra á ónýtum bílaleigubílum sem eru keyrðir hundruð þúsunda kílómetra,“ segir Ásmundur. „Ég geri kröfur um hvers konar bíl ég ek á. Þingið er ekki að fara að leigja einhverja toppbíla. Þetta snýst um það að ég njóti öryggis á vegunum og geti ferðast á milli á öruggan og góðan hátt.“Rukkar þingið um aksturspening í prófkjöri Ásmundur segist rukka þingið um pening þegar kemur að prófkjöri og ferðum tengdum því. „Ég geri það. Þetta eru reglurnar og ég kom bara inn í þetta umhverfi. Mér finnst eðlilegt að menn taki þetta til skoðunar en ég setti ekki leikreglurnar,“ segir þingmaðurinn. Aðspurður hvort þetta sé góð nýting á tíma þingmanns segir hann að þetta sé yfirleitt viðbót við þann tíma sem hann er á þinginu. „Ég er ekki að ferðast þegar ég er að starfa í þinginu. Þetta er á kvöldin og um helgar. Starf þingmanna á landsbyggðinni byggir nefnilega á því að vera að heimsækja fólkið.“ „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur? Þið hafið engan skilning á því að á landsbyggðinni er mikil eftirspurn eftir því að þingmennirnir komi í heimsókn, séu sýnilegir ekki bara fyrir kosningar heldur allan tímann. Þannig þingmaður er ég og þannig ætla ég að vera.“Nær einelti en fréttaflutningiÞá telur hann umræðuna um endurgreiðsu sína vegna aksturskostnaðar jarða við einelti. „Ég verð að segja eins og er því þið eruð alltaf að fara í þennan leik. Þið eruð búin að vera í heila viku að fjalla um þetta hérna hjá Ríkisútvarpinu. Fólk hefur sagt við mig að þetta sé miklu nær einelti en fréttaflutningi,“ segir hann. Jafnframt telur Ásmundur að það hafi verið illa að honum vegið í síðasta þætti af Vikulokunum í umsjá Helga Seljans. „Sjáðu bara Helga seljan. Hann kallar hérna á skoðanabræður sína í þáttinn sinn og þar taka þeir klukkutíma í að drulla yfir mig. Hvers konar vinnubrögð eru það?“ Aksturskostnaður þingmanna Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að fólk skorti oft skilning á því að á landsbyggðinni sé mikil eftirspurn eftir því að þingmenn komi í heimsókn og séu sýnilegir. Þá segir hann að hann hafi ekki sett leikreglurnar hvað varði endurgreiðslu vegna aksturskostnaðar og að hann keyri ekki hvaða bíl sem er. Þetta kom fram í Kastljósþætti kvöldsins á RÚV. Aksturspeningar Ásmundar hafa verið mikið í umræðunni eftir að í ljós kom að hann fær endurgreiðslu vegna kostnaðar við akstur sem nemur 4,6 milljónum króna fyrir árið 2017.Segist ekki vera sammála útreikningum FÍBSamkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeigenda fyrir Morgunútvarpið á Rás 2 kostar það Ásmund rúmlega tvær milljónir króna á ári að reka bíl sinn miðað við notkun hans í fyrra. Það er um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. Ásmundur segist ekki vera sammála útreikningum FÍB. „Ég ætla ekki að draga FÍB í efa en ég geri hins vegar athugasemdir við verðfall á bílnum. Ég var búinn að kanna það sjálfur fyrir áramót og það er nú töluvert meira en þetta. Ég held að ég hafi farið með meira í olíu en þetta,“ segir hann. „Hitt er að þessi ríkistaxti. Hann á við alla þingmenn, alla ríkisstarfsmenn og mjög marga í atvinnulífinu sem miða akstur starfsmanna sinna við taxta ríkisins. Það er ekkert við mig að sakast,“ bætir hann við.Upphæðin kom á óvartÁsmundur segir jafnframt að hann leggi tölurnar ekki saman frá mánuði til mánaðar. „Þetta kom mér því töluvert á óvart. Mér fannst þær svolítið háar,“ segir þingmaðurinn. „Ég er þannig maður að starfið mitt er jafnan áhugamálið mitt númer eitt og ég er óþreytandi við að sinna kjördæminu. Ég hef líka verið óþreytandi við að sinna starfinu í þinginu.“ Segir hann að nauðsynlegt sé að ríkið endurskoði taxtann. „Mér finnst að ríkið eigi að endurskoða þennan taxta ef hann er hvati til þess að menn séu að fá einhvern aukapening út úr honum. Ég held að það sé ekki eðlilegt. Þetta á að borga rekstur af bílnum og kannski aðeins rúmlega það.“„Ég geri kröfur um hvers konar bíl ég ek á. Þingið er ekki að fara að leigja einhverja toppbíla“Í starfsreglum Alþingis kemur fram að aki þingmaður meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli hann fá til afnota bílaleigubifreið sem skrifstofa Alþingis leggi til. Ásmundur ók um 47 þúsund kílómetra á síðasta ári. „Ég held að þær reglur hafi verið settar í lok síðasta þings án samráðs við okkur þingmennina sem erum í þessum heimaakstri. Það eru þingmenn sem hafa verið í viðræðum við núverandi forsætisnefnd um þessar reglur,“ segir hann. Þá segist Ásmundur ekki vera sáttur með þá bíla sem er boðið upp á og hefur litla trú á því að þingið bjóði upp á góða bíla. „Ég gerði athugasemd við þá bíla sem var verið að bjóða. Ég ætlaði ekki að keyra á ónýtum bílaleigubílum sem eru keyrðir hundruð þúsunda kílómetra,“ segir Ásmundur. „Ég geri kröfur um hvers konar bíl ég ek á. Þingið er ekki að fara að leigja einhverja toppbíla. Þetta snýst um það að ég njóti öryggis á vegunum og geti ferðast á milli á öruggan og góðan hátt.“Rukkar þingið um aksturspening í prófkjöri Ásmundur segist rukka þingið um pening þegar kemur að prófkjöri og ferðum tengdum því. „Ég geri það. Þetta eru reglurnar og ég kom bara inn í þetta umhverfi. Mér finnst eðlilegt að menn taki þetta til skoðunar en ég setti ekki leikreglurnar,“ segir þingmaðurinn. Aðspurður hvort þetta sé góð nýting á tíma þingmanns segir hann að þetta sé yfirleitt viðbót við þann tíma sem hann er á þinginu. „Ég er ekki að ferðast þegar ég er að starfa í þinginu. Þetta er á kvöldin og um helgar. Starf þingmanna á landsbyggðinni byggir nefnilega á því að vera að heimsækja fólkið.“ „Viljum við hafa þingmenn af landsbyggðinni eða viljum við að allir séu 101 rottur? Þið hafið engan skilning á því að á landsbyggðinni er mikil eftirspurn eftir því að þingmennirnir komi í heimsókn, séu sýnilegir ekki bara fyrir kosningar heldur allan tímann. Þannig þingmaður er ég og þannig ætla ég að vera.“Nær einelti en fréttaflutningiÞá telur hann umræðuna um endurgreiðsu sína vegna aksturskostnaðar jarða við einelti. „Ég verð að segja eins og er því þið eruð alltaf að fara í þennan leik. Þið eruð búin að vera í heila viku að fjalla um þetta hérna hjá Ríkisútvarpinu. Fólk hefur sagt við mig að þetta sé miklu nær einelti en fréttaflutningi,“ segir hann. Jafnframt telur Ásmundur að það hafi verið illa að honum vegið í síðasta þætti af Vikulokunum í umsjá Helga Seljans. „Sjáðu bara Helga seljan. Hann kallar hérna á skoðanabræður sína í þáttinn sinn og þar taka þeir klukkutíma í að drulla yfir mig. Hvers konar vinnubrögð eru það?“
Aksturskostnaður þingmanna Stj.mál Tengdar fréttir Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00 Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08 Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gæti farið hring um landið á tíu daga fresti Greiðslur til Ásmundar Friðrikssonar vegna aksturs jafngilda útborguðum launum grunnskólakennara. 10. febrúar 2018 07:00
Ásmundur leggur einkabíl sínum Ásmundur Friðriksson þingmaður ætlar að fara á bílaleigubíl. 14. febrúar 2018 16:08
Rekstrarkostnaður við bíl Ásmundar rúmlega tvær milljónir króna Um 2,6 milljónum króna minna en Ásmundur fékk í aksturskostnað frá Alþingi árið 2017 en greiðsla til hans vegna þess nam 4,6 milljónum króna. 14. febrúar 2018 08:44