Arion banki hagnaðist um 14,4 milljarða Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 19:31 Höskuldur H. Ólafsson er bankastjóri Arion banka. Arion banki Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann. Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Vona að Musk takmarki tolla Trumps Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Vilja þvinga Google til að selja Chrome Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Hagnaður samstæðu Arion banka á árinu 2017 nam 14,4 milljörðum króna samanborið við 21,7 milljarða króna árið 2016. Hagnaður dróst því saman um þriðjung frá 2016. Arðsemi eigin fjár var 6,6% en var 10,5% á árinu 2016. Heildareignir námu 1.147,8 milljörðum króna í árslok samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 225,6 milljörðum króna, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016. Eiginfjárhlutfall bankans var 24,0% í árslok en var 26,8% í árslok 2016. Hlutfall almenns eiginfjárþáttar 1 lækkaði og nam 23,6% samanborið við 26,1% í árslok 2016. Lækkun frá fyrra ári kemur einkum til vegna 25 milljarða króna arðgreiðslu eða kaupa á eigin bréfum, sem samþykkt var á hluthafafundi 12. febrúar sl. og framkvæmd verður á næstu vikum.Afkoman „viðunandi“ þótt einskiptisatburðir setji svip á áriðHöskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að grunnrekstur bankans sé góður, tekjugrunnur setrkur og fjárhagslegur styrkur mikill. Hann segir jafnframt að afkoma ársins 2017 sé viðunandi þótt einskiptisatburðir hafi sett nokkurn svip á árið. „Þetta gerir bankanum kleift að ráðast í sérstaka arðgreiðslu að fjárhæð 25 milljarðar króna sem ákveðin var á hluthafafundi 12. febrúar síðastliðinn. Arðgreiðslan er í samræmi við það markmið bankans að hagræða eiginfjárhlutfalli sínu á þann veg að það verði í meira samræmi við erlenda og innlenda banka,“ segir hann í fréttatilkynningu. Þá segir Höskuldur að Arion banki sé áfram með sterka stöðu á sínum mörkuðum og að bankinn hafi tekið afgerandi forystu þegar kemur að framsæknum nýjungum í viðskiptabankaþjónustu. „Sú forysta hefur skilað sér í betri þjónustu, auknum tekjum, aukinni skilvirkni og aukinni ánægju viðskiptavina,” segir hann.Lánavöxtur umfram vöxt í efnahagslífinuÍ tilkynningunni kemur jafnframt fram að Arion banki einetji sér að lánavöxtur sé almennt umfram vöxt í efnahagslífinu. Sú varð raunin á liðnu ári en lán til viðskiptavina jukust um rúm 7% á árinu. Lán til fyrirtækja jukust um tæp 7% en lán til einstaklinga um rúm 8%. „Horfur fram á veg eru góðar og ljóst að viðburðaríkt ár er framundan. Íslenskt efnahagslífi er í blóma og stöðugleiki einkennir flest svið samfélagsins,” segir hann. „Bankinn er vel í stakk búinn að taka þátt í uppbyggingu sem er framundan, innviðauppbyggingu sem og öðrum þeim verkefnum sem viðskiptavinir taka sér fyrir hendur.”Heildarniðurfellingar vegan United Silicon námu fjórðum milljörðumÞá segir Höskuldur að erfiðleikar og gjaldþrot kísilverksmiðju United Silicon hafi sett mark sitt á afkomu ársins. Heildarniðurfellingar bankans vegna United Silicon á árinu námu fjórum milljörðum, að teknu tilliti til skattaáhrifa. „Arion banki hefur óskað eftir því við skiptastjóra þrotabúsins að ganga að veðum bankans í félaginu með það að markmiði að gera nauðsynlegar úrbætur á verksmiðunni og selja hana eins fljótt og auðið er. Það er jákvætt að við verðum vör við mikinn áhuga á kísilverksmiðjunni meðal alþjóðlegra aðila í kísiliðnaði,“ segir hann.
Viðskipti Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Vona að Musk takmarki tolla Trumps Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Vilja þvinga Google til að selja Chrome Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira