Segja aðildarríki NATO enn verja of litlu til varnarmála Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2018 17:01 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, James Mattis og aðrir varnarmálaráðherrar NATO. Vísir/AFP James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar. Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir aðildarríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, enn verja of litlu til varnarmála og þar þyrfti að bæta úr. Hann sagði varnarmálaráðherrum NATO að þeir ættu að fylgja fordæmi Bandaríkjanna, en Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lagði nýverið til að fjárframlög til aðgerða ríkisins í Evrópu yrðu aukin um þrjátíu prósent. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum innan NATO. Þeir sögðu Mattis hafa minnt þá á ummæli Trump um að NATO-ríki yrðu að standa við skuldbindingar sínar ellegar eiga á hættu að missa stuðning Bandaríkjanna.Varnarmálaráðherra NATO funduðu í Brussel í dag um áætlanir aðildarríkja um hvernig þau ætla að leggja þau tvö prósent af vergri framleiðslu til varnarmála, sem þeim ber að gera samkomulagi sem samþykkt var á leiðtogafundi NATO árið 2014, og gera það fyrir árið 2024. Fimmtán af 28 ríkjum NATO hafa lagt fram áætlanir um hvernig því markmiði verði náð og verður farið yfir þær á leiðtogafundi NATO í sumar. Spánverjar hafa gefið út að þeir muni ekki vera komnir upp í tvö prósent árið 2024. Belgía, Lúxemborg, Ítalía, Portúgal, Noregur og Danmörk eru einnig á eftir áætlun og reiknað er með að Ungverjaland verði komið upp í tvö prósent árið 2026. Bretland, Grikkland, Rúmenía og Eystrasaltsríkin verja þegar umræddum tveimur prósentum, eða nálægt því, til varnarmála og búist er við því að Frakkland og Tyrkland nái þeim áfanga á næstu árum. Einhverjir embættismenn sögðu á fundinum að taka þyrfti tillit til þess að ríki eins og Ítalí og Þýskaland væru þegar að leggja mikið til verkefna NATO eins og í Afganistan. „Þetta er ekki bara um hráar tölur. Þetta er einnig spurning um hver er að gera hvað,“ sagði Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands. Mattis var þó staðfastur á því að öll ríki NATO þyrftu að standa við skuldbindingar sínar.
Bandaríkin NATO Noregur Rúmenía Tengdar fréttir Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27 Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33 Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00 Mest lesið Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Innlent Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Erlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Lenti á Íslandi eftir fæðingu í háloftunum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Erlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Mona Lisa fær sérherbergi Forsætisráðherra Serbíu segir af sér í kjölfar mótmæla Sökuð um að hafa pyntað dóttur sína fyrir fylgjendur og peninga Google breytir nafninu á Mexíkóflóa Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæstreng Senda Trump skilaboð og auka viðbúnað við Grænland Þjóðaröryggisráðgjafi skildi gögnin sín ítrekað eftir á glámbekk Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Sjá meira
Öryggismál í brennidepli á fundum Tillerson í Evrópu Rex Tillerson kemur til Brussel í dag. 4. desember 2017 10:27
Trump vill að bandamenn sínir borgi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tjáði aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins á fundi í dag að þau þyrftu að borga sinn skerf af framlögum til varnarmála. Hann talaði einnig um hryðjuverkaógnina. 25. maí 2017 16:33
Trump skaut á leiðtoga annarra NATO-ríkja Bandaríkjaforseti vill aukin framlög aðildarríkja NATO til varnarmála. 23 ríki verja minna í varnarmál en miðað er við. NATO framtíðarinnar þyrfti að einbeita sér að hryðjuverkum. Bretar ósáttir við Bandaríkjamenn vegna leka um ranns 26. maí 2017 07:00