Meira barnalán hjá stelpunum okkar Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2018 09:30 Hólmfríður Magnúsdóttir á æfingu með Íslandi á EM. tom Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR og íslenska landsliðsins í fótbolta, er ólétt en frá þessu greinir hún á Instagram-síðu sinni. Framherjinn öflugi deilir sónarmynd og skrifar: „Spennandi tímar framundan, en mikið hlakka ég til ný hlutverks í lok júní þá ætlar einn lítill prins að láta sjá sig. Núna hefst lífið af alvöru.“ Það er því ljóst að Hólmfríður verður frá keppni næstu mánuðina og verður hún því vafalítið ekki í leikmannahóp íslenska liðsins á Algarve-mótinu sem kynntur verður á morgun. Þá missir hún væntanlega af fyrri helming Pepsi-deildarinnar með KR sem er mikil blóðtaka fyrir Vesturbæjarliðið. Hólmfríður kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og skoraði sex mörk í þrettán leikjum fyrir KR sem var í mikilli fallbaráttu. Hólmfríður á að baki 112 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og 37 mörk en hún er önnur landsliðskonan sem tilkynnir óléttu sína á skömmum tíma en ekki er langt síðan að Dagný Brynjarsdóttir tilkynnti að hún gengur með sitt fyrsta barn. Hólmfríður og Dagný voru báðar í leikmannahópnum á EM síðasta sumar en Hólmfríður hefur farið á öll þrjú Evrópumótin með stelpunum okkar. Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur eru einnig óléttar. Spennandi tímar framundan, en mikið hlakka ég til ný hlutverks í lok júní þá ætlar einn lítill prins að láta sjá sig. Núna hefst lífið af alvöru A post shared by Hólmfríður Magnúsdóttir (@holmfridur84) on Feb 13, 2018 at 9:16am PST Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður KR og íslenska landsliðsins í fótbolta, er ólétt en frá þessu greinir hún á Instagram-síðu sinni. Framherjinn öflugi deilir sónarmynd og skrifar: „Spennandi tímar framundan, en mikið hlakka ég til ný hlutverks í lok júní þá ætlar einn lítill prins að láta sjá sig. Núna hefst lífið af alvöru.“ Það er því ljóst að Hólmfríður verður frá keppni næstu mánuðina og verður hún því vafalítið ekki í leikmannahóp íslenska liðsins á Algarve-mótinu sem kynntur verður á morgun. Þá missir hún væntanlega af fyrri helming Pepsi-deildarinnar með KR sem er mikil blóðtaka fyrir Vesturbæjarliðið. Hólmfríður kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og skoraði sex mörk í þrettán leikjum fyrir KR sem var í mikilli fallbaráttu. Hólmfríður á að baki 112 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og 37 mörk en hún er önnur landsliðskonan sem tilkynnir óléttu sína á skömmum tíma en ekki er langt síðan að Dagný Brynjarsdóttir tilkynnti að hún gengur með sitt fyrsta barn. Hólmfríður og Dagný voru báðar í leikmannahópnum á EM síðasta sumar en Hólmfríður hefur farið á öll þrjú Evrópumótin með stelpunum okkar. Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur eru einnig óléttar. Spennandi tímar framundan, en mikið hlakka ég til ný hlutverks í lok júní þá ætlar einn lítill prins að láta sjá sig. Núna hefst lífið af alvöru A post shared by Hólmfríður Magnúsdóttir (@holmfridur84) on Feb 13, 2018 at 9:16am PST
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar ráðinn landsliðsþjálfari Fótbolti Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 28-23 | Sigurganga Vals á enda Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Fleiri fréttir Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Sjá meira