Innlent

Skólahald fellur niður á Kjalarnesi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Klébergsskóli á Kjalarnesi þegar viðraði aðeins betur.
Klébergsskóli á Kjalarnesi þegar viðraði aðeins betur.
Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og á leikskólanum Bergi.

Að sögn skólastjórans er það gert vegna veðurs og ekki síst vegna þess að veginum um Kjalarnes hefur verið lokað.

„Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir í tilkynningu á vef skólans.

Sjá einnig: Lægð dagsins annars eðlis

Spáð er roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustanlands núna með morgninum og að það standi fram að hádegi. Ef spáin gengur eftir telur Veðurstofan hættu á foktjóni á þessum slóðum og að ferðaveður verði hættulegt í takmörkuðu skyggni og síðan rigningu. 

Gangi spáin eftir mun Vegagerðin hvað og hverju lýsa yfir óvissustigi á hringveginum frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði og segir miklar líkur á að það þurfi að loka vegum á þessu tímabili, það er að segja fram að hádegi. 

Á Suðausturlandi er spáð jafnaðarvindi upp á 20 til 28 metra á sekúndu en að vindhraðinn geti farið upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá sunnanverðu Reykjanesi, austur um allt Suðurland og allt upp til Djúpavogs á Austfjörðum. 



Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi

Vindurinn verður heldur hægari suðvestantil á svæðinu. Svo er appelsínugul viðvörun i gildi fyrir alla aðra landshluta, þannig að Vegagerðin gæti þurft að grípa víðar til lokana en á áðurnefndum vegum.

Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þegar farnar að undirbúa sig fyrir óveðrið, en ekki næst samband við lögregluna á Suðurlandi fyrr en á skrifstofutíma, þrátt fyrir þetta óvissuástand.


Tengdar fréttir

Lægð dagsins annars eðlis

Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×