Skólahald fellur niður á Kjalarnesi Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. febrúar 2018 07:11 Klébergsskóli á Kjalarnesi þegar viðraði aðeins betur. Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og á leikskólanum Bergi. Að sögn skólastjórans er það gert vegna veðurs og ekki síst vegna þess að veginum um Kjalarnes hefur verið lokað. „Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir í tilkynningu á vef skólans.Sjá einnig: Lægð dagsins annars eðlisSpáð er roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustanlands núna með morgninum og að það standi fram að hádegi. Ef spáin gengur eftir telur Veðurstofan hættu á foktjóni á þessum slóðum og að ferðaveður verði hættulegt í takmörkuðu skyggni og síðan rigningu. Gangi spáin eftir mun Vegagerðin hvað og hverju lýsa yfir óvissustigi á hringveginum frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði og segir miklar líkur á að það þurfi að loka vegum á þessu tímabili, það er að segja fram að hádegi. Á Suðausturlandi er spáð jafnaðarvindi upp á 20 til 28 metra á sekúndu en að vindhraðinn geti farið upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá sunnanverðu Reykjanesi, austur um allt Suðurland og allt upp til Djúpavogs á Austfjörðum. Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og KjalarnesiVindurinn verður heldur hægari suðvestantil á svæðinu. Svo er appelsínugul viðvörun i gildi fyrir alla aðra landshluta, þannig að Vegagerðin gæti þurft að grípa víðar til lokana en á áðurnefndum vegum. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þegar farnar að undirbúa sig fyrir óveðrið, en ekki næst samband við lögregluna á Suðurlandi fyrr en á skrifstofutíma, þrátt fyrir þetta óvissuástand. Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Skólahald fellur niður í Klébergsskóla á Kjalarnesi og á leikskólanum Bergi. Að sögn skólastjórans er það gert vegna veðurs og ekki síst vegna þess að veginum um Kjalarnes hefur verið lokað. „Vegna óveðurs fellur skólahald niður í Klébergsskóla í dag, öskudag! Þar sem mikið stóð til eins og tíðkast þá munum við bæta nemendum upp þennan dag, með búningadegi í næstu viku,“ segir í tilkynningu á vef skólans.Sjá einnig: Lægð dagsins annars eðlisSpáð er roki eða jafnvel ofsaveðri suðaustanlands núna með morgninum og að það standi fram að hádegi. Ef spáin gengur eftir telur Veðurstofan hættu á foktjóni á þessum slóðum og að ferðaveður verði hættulegt í takmörkuðu skyggni og síðan rigningu. Gangi spáin eftir mun Vegagerðin hvað og hverju lýsa yfir óvissustigi á hringveginum frá Hvolsvelli og austur á Höfn í Hornafirði og segir miklar líkur á að það þurfi að loka vegum á þessu tímabili, það er að segja fram að hádegi. Á Suðausturlandi er spáð jafnaðarvindi upp á 20 til 28 metra á sekúndu en að vindhraðinn geti farið upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Appelsínugul viðvörun er í gildi frá sunnanverðu Reykjanesi, austur um allt Suðurland og allt upp til Djúpavogs á Austfjörðum. Sjá einnig: Lokað á Hellisheiði og KjalarnesiVindurinn verður heldur hægari suðvestantil á svæðinu. Svo er appelsínugul viðvörun i gildi fyrir alla aðra landshluta, þannig að Vegagerðin gæti þurft að grípa víðar til lokana en á áðurnefndum vegum. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru þegar farnar að undirbúa sig fyrir óveðrið, en ekki næst samband við lögregluna á Suðurlandi fyrr en á skrifstofutíma, þrátt fyrir þetta óvissuástand.
Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi Hellisheiðin er lokuð nú í morgunsárið sem og þjóðvegur 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. 14. febrúar 2018 06:41