Innlent

Lokað á Hellisheiði og Kjalarnesi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Töluvert hvassviðri og skafrenningur er nú á Hellisheiði.
Töluvert hvassviðri og skafrenningur er nú á Hellisheiði.
Hellis- og Lyngdalsheiði hefur verið lokað nú í morgunsárið sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni. Þá hefur veginum um Kjalarnes einnig verið lokað. Skólahald fellur þar niður sökum þessa. Sömu sögu er að segja af veginum um Hólasand.

Að sögn Vegagerðarinnar eru einnig „miklar líkur“ á því að loka þurfi vegum á eftirfarandi svæðum í dag. 

  • Mosfellsheiði 09:00 
  • Vestfirðir 09:00
  • Kjalarnes 07:00         
  • Uppsveitir Árnessýslu 09:00     
  • Snæfellsnes 09:00
  • Norðurland 11:00
  • Austurland 09:00 
 

Sjá einnig: Hættulegt ferðaveður undir Eyjafjöllum

Svona lýsir Vegagerðinni færðinni nú í morgun:

Á Suðvestur- og Suðurlandi er hálka eða snjóþekja og skafrenningur á flestum leiðum. Þæfingsfærð er á nokkrum útvegum en þungfært á Kjósarskarðsvegi og í Landeyjum. Ófært er í norðanverðum Hvalfirði. 

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka er á vegum og éljagangur á stöku stað. Ekki eru komnar upplýsingar um fjallvegi í þessum landshlutum.

Á Norðurlandi er hálka og éljagangur á lálendi en ekki komnar upplýsingar um fjallvegi þó er þæfingur á Víkurskarði og í kringum Húsavík en þungfært í Kinninni.

Á Austurlandi vantar en upplýsingar um helstu leiði. Hálka er frá Egilsstöðum og með ströndin að Jökulsárlóni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×