Umfjöllun og viðtöl: Grótta - ÍBV 25-34 | ÍBV í Höllina Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 21:15 Eyjamenn hafa verið sterkir í vetur. vísir/ernir ÍBV gerði sér lítið fyrir og sótti síðasta farseðilinn í Laugardalshöllina þegar liðið vann 9 marka sigur á Gróttu í 8.liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld, 25-34. ÍBV hélt góðri forystu allan leikinn, staðan í hálfleik 9-15. Fyrri hálfleikur byrjaði að krafti, mikill hiti í leikmönnum og leikmenn farnir að fá brottvísanir strax í upphafi. Eyjamenn voru sterkari og komnir í 5 marka forystu eftir 10 mínútur 2-7. Grótta gerði mikið af tæknifeilum í sókninni, of margar sendingar rötuðu ekki á samherja og 5-1 vörn ÍBV almennt að leika þá grátt. Á stuttum kafla náði ÍBV góðri forystu, þeir nýttu hraðaupphlaupin eftir tapaða bolta í sókn Gróttu og munurinn þegar mest lét 7 mörk, 7-14 en staðan í hálfleik 9-15. Seinni hálfleikurinn var svipaður, Gróttu menn komu þó ögn sterkari inn en munurinn of stór gegn liði eins og ÍBV. Þrátt fyrir þetta forskot Eyjamanna var enn mikill hiti í leiknum og á 39 mínútu fékk Andri Heimir Friðriksson beint rautt spjald. Pétur Árni Hauksson fór harkalega í Andra Heimi sem var kominn einn fram í hraðaupphlaupi, saman féllu þeir harkalega niður og Andri Heimir slær til Péturs. Eyjamenn ekki sáttir við þessa niðurstöðu en Pétur fékk aðeins 2ja mínútna brottvísun. Grótta náði ekki að minnka muninn niður fyrir 6 mörk í seinni hálfleiknum og ÍBV sigldi þessu auðveldlega heim, lokatölur á Seltjarnanesinu, 25-34. Úrslitahelgin fer síðan fram dagana 9. og 10. mars í Laugardalshöllinni, í pottinum eru nú Fram, Haukar, ÍBV og Selfoss.Arnar: Við gerðum bara það sem þurfti Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sína menn sem unnu sannfærandi sigur. „Ég er sáttur, markmiðið var að klára þetta og komast í höllina, það tókst.” „Það eru alveg kaflar sem ég var kannski ekki sáttur með í leiknum en við spiluðum heilt yfir ágætis leik og gerðum það sem þurfti að gera. Við erum vissulega með betra lið en þeir, en það vantaði líka töluvert í Gróttu liðið í dag, svo það er ekki skrítið að þetta hafi verið erfitt hjá þeim í dag. Við spiluðum samt góðan leik, varnarlega sérstaklega, sóknarlega flottir og já gerðum bara það sem þurfti.“ sagði Arnar og það er alveg rétt, ÍBV gerði bara það sem þurfti til að vinna þennann leik, en það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn yrði. Andri Heimir Friðriksson fékk, eins og hefur komið fram, beint rautt spjald í síðari hálfleiknum, Arnar var ekki sammála þeim dómi, en viðurkennir að hafa mögulega ekki séð 100% hvað gerðist eftir að brotið var á Andra. „Mér fannst þetta ekki rétt, dómararnir sjá þetta öðurvísi en ég og það er þá bara þannig. Mér fannst grimmur dómur að gefa honum rautt spjald, mesta lagi tvær mínútur. Það er hann sem er rifin harkalega niður þarna í hraðaupphlaupi, hvort hann svaraði eitthvað fyrir sig veit ég ekki“ ÍBV heldur til Ísraels í fyrramálið, þar sem þeir mæta ísraelska liðinu, Ramhat Hashron, í seinni leik liðanna í 16.liða úrslitum evrópubikarsins. ÍBV vann 7 marka sigur í fyrri leiknum í Vestmannaeyjum í vikunni en það getur þó allt gerst í þessum Evrópu handbolta eins og íslensku liðin þekkja. „Það er bara tilhlökkun að komast aðeins í annað loftslag, fara í ævintýraferð og spila við hörku lið. Þetta er skemmtilegt núna, við erum að spila þétt, margir hörkuleikir, úrslitaleikir og svona viljum við hafa þetta, færri æfingar, fleiri leikir.“ segir Arnar að lokum, sáttur með það leikjaálag sem ÍBV er undir þessar vikurnar.Kári: Getum alveg strítt ÍBV á góðum degi „Erfitt að koma til baka gegn jafn góðu liði og ÍBV“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tap kvöldsins. „Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleiknum, sóknarlega þá sérstaklega. Þeir refsa okkur á 5 til 10 mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik með hraðaupphlaupum eftir tæknifeila hjá okkur og að verða undir 6 mörkum í fyrri hálfleik og það er erfitt að koma til baka gegn jafn góðu liði og ÍBV sem er með valinn mann í hverri stöðu“ Grótta átti erfitt með 5-1 ÍBV vörnina sem Eyjamenn spiluðu allt frá fyrstu mínútu. Andri Heimir stal hverjum boltanum á fæti öðrum og Theodór að vanda fremstur og refsaði heimamönnum fyrir sín mistök. „Það er það sem þeir vilja, vinna boltann á fyrsta tempói en við náðum að laga okkar sóknarleik í seinni hálfleik, við náðum að búa til betri stöður og skora fleiri mörk, en munurinn orðinn þetta mikill og þá náum við ekkert að gera alvöru áhlaup á þá.“ sagði Kári en hann segir að Grótta eigi alveg möguleika gegn jafn sterku liði og ÍBV „Á góðum degi getum við alveg strítt ÍBV, en þá þarf líka allt að ganga upp og spila betur en við gerðum núna. ÍBV er eins og taflan segir með mjög gott lið og öfluga leikmenn og þetta var bara niðurstaðan í dag.“ Kári var ekki á sama máli og Arnar Pétursson hvað rauða spjaldið varðar, hann segir þetta klárt rautt spjald en segist einnig ekki sáttur með það hvar dómararnir settu línuna í kvöld „Þetta er klárt rautt spjald og það voru líka mörg önnur atriði í þessum leik, þegar það var 6-7 marka munurinn þá eru samt mörg hita móment í leiknum og tónninn settur í upphafi þar sem dómararnir voru að leyfa of mikið, þar af leiðandi varð leikurinn mjög tens.“ Íslenski handboltinn
ÍBV gerði sér lítið fyrir og sótti síðasta farseðilinn í Laugardalshöllina þegar liðið vann 9 marka sigur á Gróttu í 8.liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld, 25-34. ÍBV hélt góðri forystu allan leikinn, staðan í hálfleik 9-15. Fyrri hálfleikur byrjaði að krafti, mikill hiti í leikmönnum og leikmenn farnir að fá brottvísanir strax í upphafi. Eyjamenn voru sterkari og komnir í 5 marka forystu eftir 10 mínútur 2-7. Grótta gerði mikið af tæknifeilum í sókninni, of margar sendingar rötuðu ekki á samherja og 5-1 vörn ÍBV almennt að leika þá grátt. Á stuttum kafla náði ÍBV góðri forystu, þeir nýttu hraðaupphlaupin eftir tapaða bolta í sókn Gróttu og munurinn þegar mest lét 7 mörk, 7-14 en staðan í hálfleik 9-15. Seinni hálfleikurinn var svipaður, Gróttu menn komu þó ögn sterkari inn en munurinn of stór gegn liði eins og ÍBV. Þrátt fyrir þetta forskot Eyjamanna var enn mikill hiti í leiknum og á 39 mínútu fékk Andri Heimir Friðriksson beint rautt spjald. Pétur Árni Hauksson fór harkalega í Andra Heimi sem var kominn einn fram í hraðaupphlaupi, saman féllu þeir harkalega niður og Andri Heimir slær til Péturs. Eyjamenn ekki sáttir við þessa niðurstöðu en Pétur fékk aðeins 2ja mínútna brottvísun. Grótta náði ekki að minnka muninn niður fyrir 6 mörk í seinni hálfleiknum og ÍBV sigldi þessu auðveldlega heim, lokatölur á Seltjarnanesinu, 25-34. Úrslitahelgin fer síðan fram dagana 9. og 10. mars í Laugardalshöllinni, í pottinum eru nú Fram, Haukar, ÍBV og Selfoss.Arnar: Við gerðum bara það sem þurfti Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, var sáttur með sína menn sem unnu sannfærandi sigur. „Ég er sáttur, markmiðið var að klára þetta og komast í höllina, það tókst.” „Það eru alveg kaflar sem ég var kannski ekki sáttur með í leiknum en við spiluðum heilt yfir ágætis leik og gerðum það sem þurfti að gera. Við erum vissulega með betra lið en þeir, en það vantaði líka töluvert í Gróttu liðið í dag, svo það er ekki skrítið að þetta hafi verið erfitt hjá þeim í dag. Við spiluðum samt góðan leik, varnarlega sérstaklega, sóknarlega flottir og já gerðum bara það sem þurfti.“ sagði Arnar og það er alveg rétt, ÍBV gerði bara það sem þurfti til að vinna þennann leik, en það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn yrði. Andri Heimir Friðriksson fékk, eins og hefur komið fram, beint rautt spjald í síðari hálfleiknum, Arnar var ekki sammála þeim dómi, en viðurkennir að hafa mögulega ekki séð 100% hvað gerðist eftir að brotið var á Andra. „Mér fannst þetta ekki rétt, dómararnir sjá þetta öðurvísi en ég og það er þá bara þannig. Mér fannst grimmur dómur að gefa honum rautt spjald, mesta lagi tvær mínútur. Það er hann sem er rifin harkalega niður þarna í hraðaupphlaupi, hvort hann svaraði eitthvað fyrir sig veit ég ekki“ ÍBV heldur til Ísraels í fyrramálið, þar sem þeir mæta ísraelska liðinu, Ramhat Hashron, í seinni leik liðanna í 16.liða úrslitum evrópubikarsins. ÍBV vann 7 marka sigur í fyrri leiknum í Vestmannaeyjum í vikunni en það getur þó allt gerst í þessum Evrópu handbolta eins og íslensku liðin þekkja. „Það er bara tilhlökkun að komast aðeins í annað loftslag, fara í ævintýraferð og spila við hörku lið. Þetta er skemmtilegt núna, við erum að spila þétt, margir hörkuleikir, úrslitaleikir og svona viljum við hafa þetta, færri æfingar, fleiri leikir.“ segir Arnar að lokum, sáttur með það leikjaálag sem ÍBV er undir þessar vikurnar.Kári: Getum alveg strítt ÍBV á góðum degi „Erfitt að koma til baka gegn jafn góðu liði og ÍBV“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, eftir tap kvöldsins. „Við vorum ekki nægilega góðir í fyrri hálfleiknum, sóknarlega þá sérstaklega. Þeir refsa okkur á 5 til 10 mínútna kafla snemma í fyrri hálfleik með hraðaupphlaupum eftir tæknifeila hjá okkur og að verða undir 6 mörkum í fyrri hálfleik og það er erfitt að koma til baka gegn jafn góðu liði og ÍBV sem er með valinn mann í hverri stöðu“ Grótta átti erfitt með 5-1 ÍBV vörnina sem Eyjamenn spiluðu allt frá fyrstu mínútu. Andri Heimir stal hverjum boltanum á fæti öðrum og Theodór að vanda fremstur og refsaði heimamönnum fyrir sín mistök. „Það er það sem þeir vilja, vinna boltann á fyrsta tempói en við náðum að laga okkar sóknarleik í seinni hálfleik, við náðum að búa til betri stöður og skora fleiri mörk, en munurinn orðinn þetta mikill og þá náum við ekkert að gera alvöru áhlaup á þá.“ sagði Kári en hann segir að Grótta eigi alveg möguleika gegn jafn sterku liði og ÍBV „Á góðum degi getum við alveg strítt ÍBV, en þá þarf líka allt að ganga upp og spila betur en við gerðum núna. ÍBV er eins og taflan segir með mjög gott lið og öfluga leikmenn og þetta var bara niðurstaðan í dag.“ Kári var ekki á sama máli og Arnar Pétursson hvað rauða spjaldið varðar, hann segir þetta klárt rautt spjald en segist einnig ekki sáttur með það hvar dómararnir settu línuna í kvöld „Þetta er klárt rautt spjald og það voru líka mörg önnur atriði í þessum leik, þegar það var 6-7 marka munurinn þá eru samt mörg hita móment í leiknum og tónninn settur í upphafi þar sem dómararnir voru að leyfa of mikið, þar af leiðandi varð leikurinn mjög tens.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti