Laugum neitað um 110 milljóna króna bætur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Aðstaðan í kjallara Sundlaugar Kópavogs er eftirsótt. Visir/Eyþór Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Kröfu líkamsræktarstöðvarinnar Lauga á hendur Kópavogsbæ um 110 milljóna króna bætur var hafnað í Héraðsdómi Reykjaness. Laugar, undir nafninu Þrek ehf. á þeim tíma, kvartaði til Samkeppniseftirlitsins undan niðurgreiðslu Kópavogsbæjar á rekstri líkamsræktarstöðvar Gym heilsu ehf. í sundlaugum bæjarins. Þannig væri Gym heilsu gert kleift að bjóða þjónustu á verði sem aðrir gætu ekki keppt við. Samkeppniseftirlitið tók afstöðu með Laugum og í febrúar 2012 féllst bærinn á að bjóða líkamsræktaraðstöðuna út. Engin tilboð bárust hins vegar og hélt Gym heilsa starfseminni áfram. Undan því kvörtuðu Laugar til Samkeppniseftirlitsins og í mars 2014 auglýsti bærinn aftur eftir tilboðum í aðstöðuna. Laugar buðu þá ríflega 101 milljón króna og Gym heilsa tæpar 88 milljónir. Formgalli var á tilboði Gym heilsu þar sem einingarverð og undirskrift vantaði og bent var á að trygg fjárhagsstaða væri skilyrði en að eiginfjárstaða Lauga væri neikvæð.Björn Leifsson, annar aðaleigandi Lauga.Í umfjöllun héraðsdóms kemur fram að Björn Leifsson, eigandi Lauga, sagði að tilteknir stjórnmálamenn í Kópavogi hefðu lýst sig andsnúna því að tilboði Lauga yrði tekið. Vísað hafi verið til hans sem „Herra Gróða“ og undirskriftum safnað gegn Laugum. „Val á rekstraraðila í útboðinu hafi því orðið hápólitískt mál og markvisst unnið gegn því að tilboði stefnanda [Lauga] yrði tekið, á forsendum sem hvergi væru nefndar í útboðslýsingu.“ Kópavogsbær sagði viðbrögð kjörinna fulltrúa ekki hafa skipt máli er tilboði Lauga var hafnað. Tilboð Gym heilsu var metið ógilt og því hvorugu tilboðinu tekið en samningurinn við Gym heilsu framlengdur til 1. júní 2016. Eftir tvo útboð til viðbótar tók Rebook Fitness aðstöðuna á leigu. Laugar kröfðust 659 milljóna króna í bætur í desember 2014 vegna ólögmætrar höfnunar á tilboði. Þessari kröfu hafnaði Kópavogsbær. Laugar fékk þá dómkvaddan matsmann til að meta tjón fyrirtækisins. Taldi hann tjónið vera 201 milljón króna ef samningur hefði verið til tólf ára og 155 milljónir miðað við átta ára samning. Stefndu Laugar síðan Kópavogsbæ og kröfðust 201 milljónar króna bóta en upphæðin var síðan lækkuð í 110 milljónir eftir yfirmat nýrra dómkvaddra matsmanna. Héraðsdómur Reykjanes segir að þar sem ársreikningar Lauga hafi síðustu tvö árin sýnt neikvætt eigið fé hafi höfnun tilboðsins verið á málefnalegum grunni. „Voru engar grunnreglur stjórnsýslu brotnar sem geta leitt til skaðabótaskyldu,“ segir í dóminum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kópavogur Sundlaugar Tengdar fréttir Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00 Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00 Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hafna 659 milljóna kröfu World Class Kópavogsbær segist verja hagsmuni með framlengingu samnings við Gym heilsu um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum Kópavogs og hafnar 659 milljóna króna kröfu Lauga sem tóku þátt í útboði um leiguna og segja ekki farið að lögum. 13. desember 2014 08:00
Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni "Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. 22. júní 2016 07:00
Gengið til samninga við Reebok Fitness Alls bárust fjögur tilboð, frá Gym heilsu, Reebok Fitness, World Class og Förlunda Gard AB. 19. febrúar 2016 14:33