Forstjóri Ernis vill njóta jafnræðis gagnvart ferjum og strætisvögnum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. febrúar 2018 21:15 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Flugfélagsins Ernis, í flugskýli félagsins á Reykjavíkurflugvelli. Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð: Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri Flugfélagsins Ernis, segir að yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum fyrirtækisins fari í gjöld til ríkisins með einum eða öðrum hætti. Auk þess sé innanlandsflugið í samkeppni við niðurgreidda strætisvagna og ferjur. Rætt var við Hörð í fréttum Stöðvar 2. Flugfélagið Ernir er að fá 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu í innanlandsflugið og við spurðum Hörð hvort ekki væri næsta skref að hefja samkeppni við stóra bróður, til dæmis á Ísafjörð: „Ísafjörður er náttúrlega minn heimastaður, frá fornri tíð. Við myndum svo sem ekkert slá hendinni á móti því, ef við yrðum sérstaklega beðin um það. En markaðurinn á Íslandi er nú bara svo lítill að það er mjög erfitt að ætla sér að vera í einhverri sérstakri samkeppni um þetta. Menn verða eiginlega að sníða sér stakk eftir vexti, hver á sínum stað og sínu sviði,“ svarar Hörður. Dornier-skrúfuþotan sem Flugfélagið Ernir hefur keypt ber 32 farþega og flýgur á 620 kílómetra hraða.Mynd/Hörður Guðmundsson.Notendur innanlandsflugsins kvarta sáran undan háum flugfargjöldum. „Það yrði þá bara hreint og klárt að niðurgreiða flugið því það eru gríðarlegir skattar á fluginu. Hjá fyrirtæki eins og mínu fara vel yfir fjörutíu prósent af brúttótekjum félagsins með einum eða öðrum hætti beint til ríkisins. Þar á ég bæði við í farþegaskatta, ýmiss konar lendingargjöld, eftirlitsgjöld, og svo launaskatta og tryggingagjöld og annað slíkt. Þannig að skattarnir á flugið eru gífurlegir,“ segir Hörður.Ríkissjóður niðurgreiðir strætisvagnaþjónustu við landsbyggðina.Vísir/VilhelmÞá segir hann innanlandsflugið í mikilli samkeppni. „Við einkabílinn og ekki síst ferjur og strætisvagna. Ef við tökum strætisvagna sem dæmi þá vitum við það að það eru ekki nema fimmtán prósent, eða svo, sem farþeginn borgar af kostnaði við að reka strætó. Allir hinir sem ekki nota strætó eru þeir sem eru að borga kostnaðinn. En í fluginu er þessu akkúrat öfugt farið. Þar er bara kúnninn, því miður, að borga,“ segir forstjóri Flugfélagsins Ernis og varpar því fram hvort styrkja ætti innanlandsflugið með sambærilegum hætti og strætisvagna og ferjur. Hér má sjá viðtalið við Hörð:
Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15