Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 19:38 Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“ Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Innkaupakerran gegnir mikilvægu hlutverki í samkeppni verslana við netið. Nýjasta viðbótin er persónuleg innkaupakerra sem aðstoðar kúnnann við að finna hráefni, greinir þarfir og lætur vita af tilboðum. Þetta kemur fram í rannsókn prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sem skrásetur hegðun og mælir atferli fólks í verslunum. Valdimar Sigurðsson prófessor í markaðs- og neytendasálfræði við HR vinnur að rannsóknum ásamt kollegum sínum í Noregi á hvernig fólk hegðar sér í verslunum, og til þess hafa verið hengdar upp myndavélar í verslunum í Noregi þar sem fylgst er með kúnnanum frá byrjun verslunarferðar til enda. „Sjáum allt sem hann gerir, hvert hann fer, hvert hann fer ekki, hvort hann horfir á ákveðnar hillur eða vörur, tekur vöru, setur hana ofan í kerruna og skilar henni aftur og svo framvegis,“ segir Valdimar. Rannsóknin er gerð til að kortleggja hegðun neytenda og bæta þjónustuna í samkeppni við netverslun. „Það þarf núna að læra meira um okkur, svipað og netið gerir, og bregðast við og gefa okkur betri upplifun. Það þýðir ekki að láta okkur bíða í biðröð, ganga um heilu gangana þar sem er ekkert að sjá heldur fá beint í æð það sem við þurfum að fá. Rétti neytandinn á rétta staðnum á réttum tíma.“ Eitt af því sem rannsóknin leiddi í ljós var að viðskiptavinurinn nái sér í innkaupakerru í stað þess að halda á öllum vörunum og að kerran sé þægileg og aðgengileg. Kúnni sem tekur innkaupakerru er nefnilega mun líklegri til að kaupa meira en aðrir og Valdimar segir innkaupakerruna eiga eftir að vera enn mikilvægari í nánustu framtíð þegar þær verða snjöll tæki með stafrænum skjáum. „Þær verða sjálfkeyrandi með skjáum sem hjálpa okkur að versla. Hjálpa okkur að finna vörur, hvað er á tilboði, vita hvað fer saman í uppskriftir og svo framvegis.“
Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira