Á þriðja tug snjóflóða féllu í Súðavíkurhlíð á innan við sólarhring Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2018 20:00 Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga. Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Á þriðja tug snjóflóða hafa fallið í Súðavíkurhlíð á skömmum tíma og er hægt að tala um sannkallaða snjóflóðahrinu að sögn sérfræðings. Veður var með ágætu móti víða í dag en búist er við leiðindaveðri aftur í nótt og á morgun. Talsverður snjóþungi gæti orðið í borginni í fyrramálið. Minnst 24 snjóflóð féllu í Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum aðfaranótt sunnudags og á sunnudaginn samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Að sögn Tómasar Jóhannessonar snjóflóðasérfræðings eru það óvenju mörg flóð í einni hrinu. Afar snjóþungt hefur verið víða um land og hafa snjóflóð fallið bæði á norðanverðum og sunnanverðum Vestfjörðum. Vestfirðingar voru frelsinu fagnandi eftir að vegurinn um Súðavíkurhlíð og aðrir vegir voru opnaðir að loknum snjómokstri í dag. Áfram gæti þó verið flóðahætta til fjalla og gæti hættan farið vaxandi aftur í nótt og því ástæða til að gæta fyllstu varúðar. Þótt veður hafi verið með ágætu móti víða um landið í dag er þó tíðinda aftur að vænta í nótt og í fyrramálið þegar ný lægð læðist upp að landinu með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. Að sögn veðurfræðings kemur lægðin inn yfir landið í nótt með hvössum vindi, snjókomu og skafrenningi. Tekur að lægja eftir því sem líður á eftirmiðdaginn og veður versnar strax aftur á miðvikudaginn. Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega því búast við að umferð verði talsvert þung og gangi hægt fyrir sig í fyrramálið og er því ráðlagt að gefa sér góðan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur gengið ágætlega að ryðja snjó af götum og göngustígum borgarinnar þó einhver biluð tæki hafi sett strik í reikningin. Því er biðlað til vegfarenda að sýna biðlund og þolinmæði en snjómokstur í íbúðagötum getur tekið allt að einhverja daga.
Tengdar fréttir Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43 Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ný lægð á leiðinni: Umferðin gæti gengið hægt á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega búast við því að umferðin í fyrramálið gangi hægt fyrir sig þar sem von er á lægð upp að landinu í nótt með tilheyrandi ofankomu og hvassviðri. 12. febrúar 2018 15:43
Mikil snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum Að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar er vitað um tvö snjóflóð sem féllu á Hnífsdalsveg aðfaranótt sunnudags og annað sem lenti á þili ofan við veg. 12. febrúar 2018 08:33