Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 14:32 Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. Vísir/Eyþór Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála. Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála.
Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira