Segir „krónu á móti krónu“-kerfið algjörlega gjaldþrota Þórdís Valsdóttir skrifar 10. febrúar 2018 15:30 Þorsteinn Víglundsson og Inga Sæland voru gestir í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar var rætt um endurskoðun almannatryggingakerfisins. Vísir „Fólki er gert algerlega ómögulegt að reyna að bjarga sér sjálft og hífa sig upp úr fátæktargildrunni með því að drýgja tekjur sínar,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Umræðuefnið að þessu sinni var endurskoðun almannatryggingakerfisins. Inga og Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar voru gestir Heimis Más Péturssonar í dag. Inga segir að þó fólk hafi mögulega bolmagn til þess að vinna þá skerðingin vegna hins svokallaða krónu á móti krónu fyrirkomulags geri það að verkum að öryrkjar geti ekki bjargað sér sjálfir. „Svo ég tali nú ekki um þessar allt of fáu krónur sem kerfið er að greiða einstaklingum sem á þurfa að halda í framfærsluna, hún er skammarleg og langt fyrir neðan viðmiðunarmörk velferðarráðuneytisins.“ Hún segir að framfærslan sem slík skipti engu máli heldur skiptir máli hvernig ráðamenn eru að mæla gegn því að hækka lágmarksframfærslu til öryrkja og eldri borgara svo einhverju nemi. „Það sem skiptir máli er hvað þú færð margar krónur til þess að lifa. Getur þú lifað af því sem þér er rétt? Svarið hér er nei, það er ekki hægt,“ segir Inga. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota kerfi þegar kemur að örorkulífeyri út af krónu á móti krónu skerðingunni. „Hvatinn til vinnu er í raun enginn, fólki er beinlínis refsað fyrir að fikra sig inn á vinnumarkaðinn aftur og það er alveg skelfilegt kerfi í uppbyggingu og það er nauðsynlegt að breyta þessu,“ segir Þorsteinn og bætir við að fyrst og fremst sé grundvallaratriði að taka afstöðu til þess hvort unnið sé út frá örorkumati eða starfsgetumati. Hann segir að það sé einnig nauðsynlegt að taka upp kerfi með fleiri þrepum. „Í dag erum við í raun bara með frá 75% örorku. Allt þar fyrir neðan er í raun og veru bara vasapeningar. Leitnin er að skilgreina fólk sem 75% öryrkja eða meiri jafnvel þó það hafi umtalsvert meiri starfsgetu. Kerfið þarf að vera sveigjanlegra, það þarf að vera fleiri þrep í því og það þarf að vera með skýran ávinning af atvinnuþátttöku þannig að fólk hagnist af því að vinna.“Mikil fjölgun öryrkja á síðustu árum Inga bendir á þá staðreynd að mikil fjölgun hefur verið af öryrkjum sem þiggja örorkubætur á síðustu árum. Hún segir þá að ungt fólk sem glímir við andlega erfiðleika sé stór hluti af þeim sem byrjað hafa að þiggja örorkubætur. „Jafnvel vegna þess að þau hafi verið að glíma við fíknsjúkdóma og annað slíkt og eru komin inn í þetta kerfi vegna andlegrar vanlíðan og eru þar föst. Staðreyndin er sú að með því að með því að hjálpa fólkinu að komast út úr þessu dimma skoti sem einangrunin er að vera heima á þessum ömurlega lélegu framfærslukjörum sem það býr við, það sýnir sig að yfir 30 prósent þessara einstaklinga munu ekki skila sér eftir tvö ár aftur inn á kerfið,“ sagði Inga en gat þó ekki með vissu sagt í hvaða heimildir hún væri að vitna með þessum ummælum. Hún segir að hún hafi upplifað það sjálf að vera í þeirri stöðu að þiggja örorkulífeyri og að ríkið þurfi að meta hvert og eitt tilvik, út frá einstaklingnum sjálfum. „Þessi tilfinning að vera bara eins og rollur í rétti, allir settar í sama boxið. Við erum allar reknar í sömu krónna í rauninni og það er ekkert manneskjulegt við það. Það er eins og við séum öll eins. Við erum ekki það fjölmenn þjóð að við ættum ekki að geta tekið utan um fólkið okkar hvert og eitt, við erum öll sérstök.“ Þorsteinn er sammála Ingu að því leyti að kerfið eigi að vera einstaklingsmiðað. „Það þarf líka að vera þjónustumiðað, það þarf að leiða einstaklinginn áfram út frá hans getu og hans þörfum í gegnum þetta kerfi.“ Hann segir þó að svokölluð borgaralaun séu ekki lausnin við þeim vandamálum sem tengjast almannatryggingakerfinu, sem hann segir vera öryggisnet sem er til þess gert að grípa okkur ef eitthvað bregður út af. „Ef við höfum ekki náð að afla okkur ellilífeyris einhverra hluta vegna þá er það til þess að grípa okkur þar. Ef við dettum út af vinnumarkaði eða komumst ekki inn á hann þá er örorkulífeyriskerfið til að grípa okkur þar. Ef við værum með eitthvað grunnkerfi sem allir nytu góðs af alveg óháð stöðu sinni þá væri það miklu dýrara kerfi og við þyrftum að borga mun hærri skatta. Þar erum við að færa fjármuni úr einum vasa í annan,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fordómar ríki í núverandi heilbrigðiskerfi gagnvart geðrænum kvillum. Það er stórkostlega athugavert að við séum ekki að nálgast geðræna kvilla með sama hætti og við erum að nálgast líkamlega kvilla. Sálfræðiþjónusta og geðlæknaþjónusta á að vera með nákvæmlega sama hætti og hefðbundin læknisþjónusta með greiðsluþátttöku eða greiðsluþaki sjúklings sem er nákvæmlega sama og annars staðar af því við vitum alveg að þetta er partur af sama heildarmengi.“Of mikið talað og ekki framkvæmt nóg Inga segir að margir öryrkjar treysti sér til þess að vinna að einhverju leyti og að margir hverjir vinni svarta vinnu til þess að skerða ekki lífeyrinn sinn. Þá segir hún að ekki sé nægilega mikið framkvæmt í þessum málum, þó nóg sé talað. „Mér finnst of lítið gert af því að framkvæma og sérstaklega of lítið ef litið er til þess sem mun ekki kosta ríkissjóð eina einustu krónu,“ segir Inga en að hennar mati ætti að afnema alla tekjutengda skerðingu því þær tekjur sem örorkulífeyrisþegar afla sér munu skila auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð.Víglínuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Stj.mál Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira
„Fólki er gert algerlega ómögulegt að reyna að bjarga sér sjálft og hífa sig upp úr fátæktargildrunni með því að drýgja tekjur sínar,“ sagði Inga Sæland formaður Flokks fólksins í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Umræðuefnið að þessu sinni var endurskoðun almannatryggingakerfisins. Inga og Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar voru gestir Heimis Más Péturssonar í dag. Inga segir að þó fólk hafi mögulega bolmagn til þess að vinna þá skerðingin vegna hins svokallaða krónu á móti krónu fyrirkomulags geri það að verkum að öryrkjar geti ekki bjargað sér sjálfir. „Svo ég tali nú ekki um þessar allt of fáu krónur sem kerfið er að greiða einstaklingum sem á þurfa að halda í framfærsluna, hún er skammarleg og langt fyrir neðan viðmiðunarmörk velferðarráðuneytisins.“ Hún segir að framfærslan sem slík skipti engu máli heldur skiptir máli hvernig ráðamenn eru að mæla gegn því að hækka lágmarksframfærslu til öryrkja og eldri borgara svo einhverju nemi. „Það sem skiptir máli er hvað þú færð margar krónur til þess að lifa. Getur þú lifað af því sem þér er rétt? Svarið hér er nei, það er ekki hægt,“ segir Inga. Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra segir að núverandi kerfi sé algjörlega gjaldþrota kerfi þegar kemur að örorkulífeyri út af krónu á móti krónu skerðingunni. „Hvatinn til vinnu er í raun enginn, fólki er beinlínis refsað fyrir að fikra sig inn á vinnumarkaðinn aftur og það er alveg skelfilegt kerfi í uppbyggingu og það er nauðsynlegt að breyta þessu,“ segir Þorsteinn og bætir við að fyrst og fremst sé grundvallaratriði að taka afstöðu til þess hvort unnið sé út frá örorkumati eða starfsgetumati. Hann segir að það sé einnig nauðsynlegt að taka upp kerfi með fleiri þrepum. „Í dag erum við í raun bara með frá 75% örorku. Allt þar fyrir neðan er í raun og veru bara vasapeningar. Leitnin er að skilgreina fólk sem 75% öryrkja eða meiri jafnvel þó það hafi umtalsvert meiri starfsgetu. Kerfið þarf að vera sveigjanlegra, það þarf að vera fleiri þrep í því og það þarf að vera með skýran ávinning af atvinnuþátttöku þannig að fólk hagnist af því að vinna.“Mikil fjölgun öryrkja á síðustu árum Inga bendir á þá staðreynd að mikil fjölgun hefur verið af öryrkjum sem þiggja örorkubætur á síðustu árum. Hún segir þá að ungt fólk sem glímir við andlega erfiðleika sé stór hluti af þeim sem byrjað hafa að þiggja örorkubætur. „Jafnvel vegna þess að þau hafi verið að glíma við fíknsjúkdóma og annað slíkt og eru komin inn í þetta kerfi vegna andlegrar vanlíðan og eru þar föst. Staðreyndin er sú að með því að með því að hjálpa fólkinu að komast út úr þessu dimma skoti sem einangrunin er að vera heima á þessum ömurlega lélegu framfærslukjörum sem það býr við, það sýnir sig að yfir 30 prósent þessara einstaklinga munu ekki skila sér eftir tvö ár aftur inn á kerfið,“ sagði Inga en gat þó ekki með vissu sagt í hvaða heimildir hún væri að vitna með þessum ummælum. Hún segir að hún hafi upplifað það sjálf að vera í þeirri stöðu að þiggja örorkulífeyri og að ríkið þurfi að meta hvert og eitt tilvik, út frá einstaklingnum sjálfum. „Þessi tilfinning að vera bara eins og rollur í rétti, allir settar í sama boxið. Við erum allar reknar í sömu krónna í rauninni og það er ekkert manneskjulegt við það. Það er eins og við séum öll eins. Við erum ekki það fjölmenn þjóð að við ættum ekki að geta tekið utan um fólkið okkar hvert og eitt, við erum öll sérstök.“ Þorsteinn er sammála Ingu að því leyti að kerfið eigi að vera einstaklingsmiðað. „Það þarf líka að vera þjónustumiðað, það þarf að leiða einstaklinginn áfram út frá hans getu og hans þörfum í gegnum þetta kerfi.“ Hann segir þó að svokölluð borgaralaun séu ekki lausnin við þeim vandamálum sem tengjast almannatryggingakerfinu, sem hann segir vera öryggisnet sem er til þess gert að grípa okkur ef eitthvað bregður út af. „Ef við höfum ekki náð að afla okkur ellilífeyris einhverra hluta vegna þá er það til þess að grípa okkur þar. Ef við dettum út af vinnumarkaði eða komumst ekki inn á hann þá er örorkulífeyriskerfið til að grípa okkur þar. Ef við værum með eitthvað grunnkerfi sem allir nytu góðs af alveg óháð stöðu sinni þá væri það miklu dýrara kerfi og við þyrftum að borga mun hærri skatta. Þar erum við að færa fjármuni úr einum vasa í annan,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fordómar ríki í núverandi heilbrigðiskerfi gagnvart geðrænum kvillum. Það er stórkostlega athugavert að við séum ekki að nálgast geðræna kvilla með sama hætti og við erum að nálgast líkamlega kvilla. Sálfræðiþjónusta og geðlæknaþjónusta á að vera með nákvæmlega sama hætti og hefðbundin læknisþjónusta með greiðsluþátttöku eða greiðsluþaki sjúklings sem er nákvæmlega sama og annars staðar af því við vitum alveg að þetta er partur af sama heildarmengi.“Of mikið talað og ekki framkvæmt nóg Inga segir að margir öryrkjar treysti sér til þess að vinna að einhverju leyti og að margir hverjir vinni svarta vinnu til þess að skerða ekki lífeyrinn sinn. Þá segir hún að ekki sé nægilega mikið framkvæmt í þessum málum, þó nóg sé talað. „Mér finnst of lítið gert af því að framkvæma og sérstaklega of lítið ef litið er til þess sem mun ekki kosta ríkissjóð eina einustu krónu,“ segir Inga en að hennar mati ætti að afnema alla tekjutengda skerðingu því þær tekjur sem örorkulífeyrisþegar afla sér munu skila auknum skatttekjum fyrir ríkissjóð.Víglínuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Stj.mál Víglínan Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira