Ég þarf alltaf að vera að ögra sjálfri mér Magnús Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2018 11:00 Peter Máté og Þóra Einarsdóttir verða í Salnum á sunnudagskvöldið. Fréttablaðið/Anton Brink Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Peter Máté píanóleikari halda tónleika í Salnum á sunnudaginn þar sem dagskráin er sérdeilis fjölbreytt og Þóra ætlar að gera sér lítið fyrir og syngja á fimm tungumálum. Við vorum með tónleika saman síðastliðið vor á Ítalíu og það svona markar upphafið að okkar samstarfi,“ segir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona um tónleika hennar og hins snjalla píanóleikara Peters Máté í Salnum annað kvöld, sunnudag, klukkan átta. Þóra bætir því við að hún hafi reyndar þurft að hafa talsvert fyrir því að fá Peter til liðs við sig. „Ég var lengi búin að vera að ýta við honum með að taka það að sér að spila meira og spila með söng og er afskaplega stolt af því að hafa fengið hann til þess,“ segir Þóra og hlær við tilhugsunina. Peter Máté er fæddur í Ungverjalandi en hefur verið búsettur á Íslandi í ein 28 ár. Þóra segir að ungverskur bakgrunnur Peters nýtist óneitanlega vel að þessu sinni þar sem á efnisskránni eru m.a. ungversk þjóðlög í útsetningum Béla Bartók. „Peter gat leiðbeint mér með framburðinn og stílinn og svona ýtti mér út í að syngja þessi dásamlegu lög. En svo erum við líka með Britten við ljóð eftir Auden en sá síðarnefndi var einmitt heilmikið á Íslandi og ljóðaflokkurinn kallast On This Island. Og ég er nú ekki frá því að það sé smá Ísland þarna einhvers staðar.“ Þóra segir að svo ætli þau líka að flytja Brettl-Lieder eftir Schönberg. „Sumir halda að þetta sé eitthvað óskaplega þungt en þetta er frá þeim tíma þegar Schönberg var með kabaretthljómsveit í Berlín og skrifaði kabarettsöngva. Þeir eru mjög skakkir en skemmtilegir en maður heyrir alveg að þetta er Schönberg. Þetta er allt önnur hlið á honum en fólk er vant að heyra og hún er ákaflega skemmtileg. Eftir hlé erum við svo með Claude Debussy, Ariettes Oubliées, eða litlar gleymdar aríur, og það er samið við afskaplega falleg ljóð eftir Paul Verlaine og þetta er alveg uppfullt af innblæstri og fegurð. En svo endum við tónleikana á rómantískum Rakhmanínov, þannig að þetta er alveg dúndur dagskrá hjá okkur,“ segir Þóra létt í bragði. Þóra bendir á að öll þessi tónskáld eigi það sameiginlegt að skrifa mjög ríkulega og vel fyrir píanóið. „Allir skrifuðu þeir flotta píanótónlist sem Peter hefur spilað mikið af og hann kemur því öðruvísi að sönglögunum. Kemur að þeim með gríðarlega mikla tækni og þekkingu sem bætir miklu við enda er píanóið í stóru hlutverki á þessum tónleikum. Það er alver ótrúlega gaman að vinna með honum.“ Á tónleikunum kemur Þóra til með að syngja á einum fimm tungumálum, ensku, ungversku, þýsku, frönsku og rússnesku, og aðspurð hvort hún sé ekkert bangin við slíkt þá tekur hún ekki alveg fyrir það. „Þetta eru alveg ríflega 30 textar og af því að maður er að rembast við að leggja þetta allt á minnið þá er þetta ekkert þrautalaust en samt alveg rosalega skemmtilegt. En ég þarf alltaf að vera að ögra sjálfri mér og það er það sem heldur mér á tánum. Mér finnst þetta æðislegt. Ég hef til að mynda aldrei sungið á ungversku áður en Peter segist skilja þetta þannig að ég er bara kát,“ segir Þóra að lokum skellihlæjandi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Þóra Einarsdóttir sópransöngkona og Peter Máté píanóleikari halda tónleika í Salnum á sunnudaginn þar sem dagskráin er sérdeilis fjölbreytt og Þóra ætlar að gera sér lítið fyrir og syngja á fimm tungumálum. Við vorum með tónleika saman síðastliðið vor á Ítalíu og það svona markar upphafið að okkar samstarfi,“ segir Þóra Einarsdóttir sópransöngkona um tónleika hennar og hins snjalla píanóleikara Peters Máté í Salnum annað kvöld, sunnudag, klukkan átta. Þóra bætir því við að hún hafi reyndar þurft að hafa talsvert fyrir því að fá Peter til liðs við sig. „Ég var lengi búin að vera að ýta við honum með að taka það að sér að spila meira og spila með söng og er afskaplega stolt af því að hafa fengið hann til þess,“ segir Þóra og hlær við tilhugsunina. Peter Máté er fæddur í Ungverjalandi en hefur verið búsettur á Íslandi í ein 28 ár. Þóra segir að ungverskur bakgrunnur Peters nýtist óneitanlega vel að þessu sinni þar sem á efnisskránni eru m.a. ungversk þjóðlög í útsetningum Béla Bartók. „Peter gat leiðbeint mér með framburðinn og stílinn og svona ýtti mér út í að syngja þessi dásamlegu lög. En svo erum við líka með Britten við ljóð eftir Auden en sá síðarnefndi var einmitt heilmikið á Íslandi og ljóðaflokkurinn kallast On This Island. Og ég er nú ekki frá því að það sé smá Ísland þarna einhvers staðar.“ Þóra segir að svo ætli þau líka að flytja Brettl-Lieder eftir Schönberg. „Sumir halda að þetta sé eitthvað óskaplega þungt en þetta er frá þeim tíma þegar Schönberg var með kabaretthljómsveit í Berlín og skrifaði kabarettsöngva. Þeir eru mjög skakkir en skemmtilegir en maður heyrir alveg að þetta er Schönberg. Þetta er allt önnur hlið á honum en fólk er vant að heyra og hún er ákaflega skemmtileg. Eftir hlé erum við svo með Claude Debussy, Ariettes Oubliées, eða litlar gleymdar aríur, og það er samið við afskaplega falleg ljóð eftir Paul Verlaine og þetta er alveg uppfullt af innblæstri og fegurð. En svo endum við tónleikana á rómantískum Rakhmanínov, þannig að þetta er alveg dúndur dagskrá hjá okkur,“ segir Þóra létt í bragði. Þóra bendir á að öll þessi tónskáld eigi það sameiginlegt að skrifa mjög ríkulega og vel fyrir píanóið. „Allir skrifuðu þeir flotta píanótónlist sem Peter hefur spilað mikið af og hann kemur því öðruvísi að sönglögunum. Kemur að þeim með gríðarlega mikla tækni og þekkingu sem bætir miklu við enda er píanóið í stóru hlutverki á þessum tónleikum. Það er alver ótrúlega gaman að vinna með honum.“ Á tónleikunum kemur Þóra til með að syngja á einum fimm tungumálum, ensku, ungversku, þýsku, frönsku og rússnesku, og aðspurð hvort hún sé ekkert bangin við slíkt þá tekur hún ekki alveg fyrir það. „Þetta eru alveg ríflega 30 textar og af því að maður er að rembast við að leggja þetta allt á minnið þá er þetta ekkert þrautalaust en samt alveg rosalega skemmtilegt. En ég þarf alltaf að vera að ögra sjálfri mér og það er það sem heldur mér á tánum. Mér finnst þetta æðislegt. Ég hef til að mynda aldrei sungið á ungversku áður en Peter segist skilja þetta þannig að ég er bara kát,“ segir Þóra að lokum skellihlæjandi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira