Þýska hljómplötufyrirtækið Deutsche Grammophon gefur plötuna út 23. mars næstkomandi eins gert var ráð fyrir áður og er það gert með stuðningi fjölskyldu Jóhanns að því er fram kemur í Twitterfærslu frá fyrirtækinu.
Í færslu Deutsche Grammphon segir einnig að Jóhann hafi fengið til liðs við sig listamenn sem hann hafði mikið dálæti á til að endurútsetja lög fyrir plötuna.
Ýmsir heimsþekktir listamenn eru merktir í færsluna sem gefur til kynna að þeir gætu verið umræddir listamenn sem koma fyrir á Englabörn & Variations. Þetta eru listamenn á borð við japanska tónskáldið Ryuichi Sakamoto, íslenska tónskáldið Hildi Ingveldardóttur og Víking Ólafsson.
Hér að neðan er tilkynning Deutsche Grammophon í heild sinni.
Shortly before his untimely passing @JohannJohannss finished his new album "Englabörn & Variations". This album will be released, with the support of Jóhann's family, as originally planned on March 23rd. pic.twitter.com/nxfWD7STLx
— Deutsche Grammophon (@DGclassics) February 27, 2018